Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 47

Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 47
ur“, sagöi 11 ára sonur minn. Eru þaö ekki góö meðmæli? Ég hvet alla unga sem aldna, karla og kerlingar aö taka sér þessa bók í hönd og ég þori aö lofa skemmtilegri kvöldstund. gyða SEXTÁN ÁRA í SAMBÚÐ Höf.: Eðvarð Ingólfsson Æskan 1985. Þessi saga, sem gerist í Reykjavík, er framhald af bók- inni Fimmtán ára á föstu. Mjög hugljúf saga, mætti frekar kalla þaö væmni. Hún gerist í nútíma þjóðfélagi. Þaö getur maður þekkt af vinsældarlist- unum sem eru þuldir upp. Að- alpersónurnar eru tvær, Árni og Lísa. Þau eru aö byrja að búa saman. Lísa er ófrísk. Þaö haföi gerst óvart í útilegu í fyrri bókinni. Þau flytja í íbúö sem þau leigja af fööur Lísu en for- eldrar hennar eru skilin. Árni vinnur í búö, Melabúðinni, sem sendill og viröist hafa feikinóg kaup því aldrei eiga þau í fjár- hagserfiöleikum eða yfirleitt öörum erfiöleikum, nema einu sem er mamma Lísu. Hún er orðin hundleið á lífinu og einn daginn reynir hún aö fyrirfara sér sem tekst þó ekki því aö hún tók vitlaust pillubox, og er hún send á geðdeild. Árni kynnist fallegri og frískri stúlku í búöinni og verður hann hrif- inn af henni. Þaö er fylgst með hugarór- um hans um þessa stelpu en maður er ekki leiddur inn í dag- drauma Lísu sem situr hreyfi- hömluö heima fyrir. Aftan á kápunni er sagt frá mikilli bar- áttu milli þessara tveggja kvenna, en hún hefur líklega farið fram hjá mér. Ég hef það á tilfinningunni að höfundur sé aö reyna að höföa til unglinga meö því aö nota þeirra tals- máta og þeirra lífstfl, en það hefur mistekist hrapallega, eins og þegar besti vinur Árna, Jonni, kom stundum í heim- sókn meö vinkonu sinni þá var þaö hálf hallærislegt að heyra þeirra samtöl. Höfundur er lík- lega á móti fóstureyðingum, því kannski er boðskapur bók- arinnar hvað þaö getur veriö yndislegt aö vera sextán ára móöir. Svo er smá fyrirlestur um misnotkun áfengis. Sögu- hetjur litu illum augum á áfengi. Á föstudagskvöldum þegar allur meginhluti ung- linga fer á fyllerí þá sátu hjóna- kornin heima og drukku kakó og Jonni sem átti aö vera svo mikill kvennabósi haföi aldrei smakkaö áfengi, greinilega ætlað sem predikun. Svo kom barnið loksins. Árni var viö- staddur fæðinguna sem gekk vel. Þaö var strákur sem var skírður Sigtryggur eftir manni sem Lísa hafði litið á sem afa sinn þegar hún vann á elli- heimili í fyrri bókinni. Faðir Lísu sem var flugmaöur hafði skilið viö Önnu, mömmu Lísu, fyrir ellefu árum. Hann hafði fallið fyrir flugfreyju. Lísa haföi seint kynnst honum, mamma henn- artalaði lítið um hann. Mamma hennar þjáðist af þunglyndi og þegar Lísa bjó hjá henni voru eilíf vandræði. Lísa haföi þurft að bera ábyrgðina ein því syst- kini hennar bjuggu ekki heima. Mamma hennar hafði hætt aö umgangast fólk eftir skilnaö- inn. Þegar Lísa var nýkomin heim af fæðingardeildinni kom mamma hennar í heimsókn. Hún var nýsloppin af geðdeild- inni meö nýtt hugarfar. Allt í einu birtist pabbi hennar og varö úr svaka rifrildi. Lísa sem vildi aö þau væru vinir komst aö þeirri niðurstöðu aö mamma hennar elskaöi ennþá pabba hennar, og aö hún heföi aldrei fyrirgefiö honum. Þessi bók á aö bægja ung- lingum frá öllu illu, áfengi og ööru böli. Ekkert nema ham- ingja, allt gekk eins og í sögu, nema mamman sem hélt bók- inni uppi, annars heföi þetta verið „húsið á sléttunni." Kynjahlutverkin eru eins og í sögu, konurnar í eldhúsinu og karlarnir aö vinna, átti þó vin- konan í Melabúðinni að tákna eitthvað jafnrétti. Mig langar til að vita hvar þessi Ungó er sem alltaf er verið aö tala um, frá- bær skemmtistaður fyrir ung- linga og sá eini, nema einhver leynist undir? Höföar til unglinga á aldrin- um tólf til þrettán ára. Kolfinna Baldvins 15 ára Víötæk úttekt á því, hvort, og þá hvernig, íslenskum konum hefur miðað í átt til jafnréttis undir merki kvennaárs og -áratugar. 14 sérfróðar konur skrifa hver sinn kafla um lagalega stöðu kvenna, menntun, atvinnu- og launamál, félagslega stöðu, konur í forystustörf- um, heilbrigði kvenna og heilsufar, listsköpun, i sögu og kvennahreyfingar á tímabilinu. A Óvenjulegt rit prýtt fjölda listaverka eftir M íslenskar myndlistarkonur. /m Hagnaður af útgáfunni fer til kaupa á f færanlegu leitartæki brjóstkrabbameins 85 NEFNDIN 47

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.