Vera - 01.07.1986, Síða 2
Umræöa um ofbeldi í fjölskyldum hefur verið aö opnast
hér á landi undanfarin ár. Má segja að meö opnun Kvenna-
athvarfsins í Reykjavík 1982 hafi hulunni verið svipt af
þeirri ógn sem konum stafar af ofbeldi á heimilum sínum.
Þvert ofan í fullyrðingar og trú margra um að slíkt og því-
umlíkt tilheyri einungis hinum stóra heimi í kringum okkur,
hefur komið í Ijós svoað ekki verður um villst, að við förum
síður en svo varhluta af þeim óhugnaði sem ofbeldi í fjöl-
skyldum er.
En ofbeldi í fjölskyldum bitnar ekki einungis á konum
heldur einnig á börnum. Af 488 konum sem leitaö hafa til
kvennaathvarfsins sögðu 14,5% þeirra að ofbeldi gagnvart
börnum væri ein af ástæðunum fyrir því að þær leituðu
þangað. Umræða um barnaofbeldi hefur verið mjög lítil
hér á landi og börn sem beitt eru ofbeldi eiga í fá hús að
venda. En víst er að flestir sem hafa með börn að gera hafa
orðið varir við barnaofbeldi, bæði andlegt, likamlegt svo
og kynferðislega misnotkun á börnum. Komið hefur fram
í könnunum í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð að
kynferðisleg misnotkun er algengust tegund barnaofbeld-
is. Ekki er vitað með vissu hversu algengt barnaofbeldi er
hér á landi en því miður bendir allt til þess að það sé ekki
minna en í nágrannalöndum okkar.
Okkur Verukonum fannst tímabært að helga blaðið
þessari umræðu ef það mætti verða til þess að einhverjir
vöknuðu af þyrnirósarsvefni, því að þörf er á aö bregðast
skjótt við og reyna að taka á þessum málum af fullum
þunga. Við verðum að kalla alla til ábyrgðar, okkur sjálf og
samfélagið meðtalið. Þeir sem verða vitni að barnaofbeldi
verða að vita hvert þeir eiga að snúa sér og þau börn sem
í því lenda verða að fá einhverja hjálp.
Eins og kemur fram hjá einum viðmælenda Veru hefur
vilji yfirvalda Reykjavíkurborgar ekki verið fyrir hendi til að
koma á bakvöktum fyrir fólk í neyð þrátt fyrir ítrekaðar
óskir starfsfólks félagsmálastofnunar þar um. Þó þykir
sjálfsagt að hafa bakvaktir hjá hitaveitu og vatnsveitu.
Þetta er aðeins lítið dæmi um hvernig málum er háttað
hér og auðvitað getum við ekki unað við það lengur.
Barnaofbeldi er staðreynd í þjóðfélaginu og það er tími til
komin að viðurkenna það og vinna gegn því.
K. Bl.
VERA
3/1986 — 5. árg.
Útgefendur:
Kvennaframboöiö í Reykjavík
og Samtök um Kvennalista.
Símar: 22188, 21500, 13725
&
í VERU NÚNA:
3 Lesendabréf
4—7 Enn eitt skref. . .
um kosningar og kvenfrelsi
8 Svona gera þeir í Oregon
10— 11 Ofbeldi gegn börnum
11— 13 Ása tíu ára segir frá
14—15 Börn ekki hátt skrifuð
Rætt viö Huldu Guömundsdóttur
16—19 Aökallandi aö skilgreina
ofbeldi
20—23 Því minni kona. . .
24 Bakvaktir fyrir skolp en ekk
fyrir börn
Rætt viö Gunnar Sandholt
25 BRIS
Kynning á sænskum samtökum.
26—29 Borgarmál
30—37 Þingmál
34—37 Konur hvaö nú
Mynd á forsíðu:
Sigga Lillý og Helga
Ritnefnd:
Guörún Ólafsdóttir
Guörún Kristmundsdóttir
Ragnhildur Eggertsdóttir
Magdalena Schram
Sigriöur Einarsdóttir
Kristín Blöndal
Kristín A. Árnadóttir
Sólrún Gisladóttir
Þemahópur:
Hrefna Þórarinsdóttir
Unnur Ingólfsdóttir
Ásta Baldvinsdóttir
Hulda Gránz
Aöalbjörg Helgadóttir
Bergljót Baldursdóttir
Útlit:
Kicki og Sigga Lillý
Starfsmaöur Veru:
Kicki Borhammar
Auglýsingar:
Hólmfriöur Árnadóttir
Dreifing:
Ragnhildur Eggertsdóttir
Ábyrgö:
Kristin Blöndal
Setning og filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun:
Solnaprent
Ath. Greinar i Veru eru birtar
á ábyrgð höfunda sinna og eru
ekki endilega stefna útgefenda.