Vera - 01.07.1986, Side 5

Vera - 01.07.1986, Side 5
halda okkar fylgi hér í Reykjavík, en þess var þó tæplega aö vænta. Of margt hefur gerst í stjórnmálunum sl. fjögur ár til aö búast mætti við óbreyttu fylgi. Fyrir fjórum árum vorum viö nýtt afl sem ýmsir vildu veöja á, ýmist til að styðja málstaðinn eöa vegna óánægju meö ,,sinn“ flokk. Síöan þá hefur þaö gerst að konur hafa verulega rétt sinn hlut í flokkunum (hverju sem þaö svo breytir), þar af leiðandi snéri einhver hluti kjós- enda aftur til föðurhúsanna. Flokkur mannsins kom til sögu þótt ekki væri fylgi hans mikið og ef til vill hafa einhverjir oröiö fyrir vonbrigðum meö okkur telja sig ekki lengur eiga samleiö með Kvennaframboöi/Kvennalista. Aörir hafa svo bæst í hóp- inn. Þetta eru aðeins hugsanlegar skýringar, mér vitanlega hefur ekki enn veriö gerö könnun á því hverjir kusu hverja og hvers vegna. Úrslitin uröu mjög í anda þess sem spáö var í skoðanakönn- unum um fylgi Kvennalistans og sanna svo ekki verður um villst að við höfum nokkuð fast fylgi. Ég túlka úrslitin þannig að viö erum pólitískt afl sem mark er tekið á. Hafi einhver vænst stórra sigra vil ég benda á aö kvenfjandsamleg sjónarmið fara nú mjög vaxandi og birtast m.a. í alls konar misnotkun á kon- um og líkama þeirra. Ef eitthvaö er hefur staða kvenna versn- aö á undanförnum árum, einkum vegna þess hve harkalega efnahagsaögeröir og lélegir kjarasamningar hafa bitnaö á kon- um. Þaö er gömul saga og ný aö á uppgangstímum í þjóö- félaginu eru menn opnir fyrir þjóöfélagsbreytingum og tilbúnir í slaginn, en þegar harönar á dalnum, draga menn sig inn í skel sína og reyna aö verja þaö sem áunnist hefur. Því á kvenfrels- isþaráttan á brattann aö sækja og brýnasta spurningin sem kvennahreyfingin þarf aö svara er sú hvernig við náum ár- angri, hvernig viö getum bætt okkar hag og þar meö hag allra? Tvennt var ánægjulegt viö úrslit kosninganna nú. Annaö er aö þær endurspegla óánægju meö ríkisstjómarflokkana og minnkandi fylgi þeirra. Sannarlega var tími til kominn aö stjórnin fengi sinn dóm, þótt vægur væri. Hitt er þaö hve hlut- ur kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist. Reyndar eiga kosn- ingar í minni bæjum og hreppunum eftir að fara fram þegar þessi orö eru skrifuð og því óljóst hver heildartalan verður. Töl- urnar fá 30. mai sýna aö konum í bæjarstjórnum þ.e. kaup- stöðum hefur fjölgaö úr 17% í 26%. Þetta er vissulega spor í áttina og örlítil leiðrétting á vægast sagt óeölilegu ástandi. Hitt er svo annaö mál hvort þessi fjölgun nýtist konum til hagsbóta. Það veltur á því hvort þær konur sem nú setjast í bæjarstjórn- arstólana sinna málefnum kvenna og beita sér þeim í hag. Árangurinn núna er til kominn vegna þeirrar miklu umræöu sem átt hefur sér staö um stööu kvenna á undanförnum árum og vegna þeirrar ógnunar sem Kvennaframboðin voru viö flokkana. Konur sem starfa í hinum heföbundnu stjórnmála- flokkum tóku verulega við sér á síðasta kjörtímabili (meö mis- jöfnum árangri þó) og er þaö gleðilegt, en viö hinar bíðum þess aö sjá aukin áhrif kvenna birtast í breyttum áherslum, kvenna- og fjölskyldupólitík. Þróun undanfarinna fjögurra ára gerir Kvennalistann þó hvorki óþarfan né máttlausan, einfaldlega vegna þess að viö eigum enn allt of langt í land kvenfrelsisins. Líka vegna þess aö viö byggjum á allt öörum sjónarmiöum en aðrar pólitískar hreyfingar. Viö erum kvennahreyfing og umhverfisverndar- hreyfing (í víðtækasta skilningi þess orös) sem hefur ákveöna stefnu, stefnu sem aðrir hafa ekki. Við erum kvennapólitískt afl sem styðst við ákveöna hugmyndafræði, stefnir aö gjörbreyttu þjóðfélagi, þar sem staöa kvenna verður meö allt öörum hætti en þeim sem viö nú þekkjum. Okkur er auövitað Ijóst aö þaö tekur langan tíma aö breyta þjóöfélaginu og aö til þess þarf langa og stranga baráttu. Kvennahreyfingar á hverjum tima hljóta alltaf aö vega og meta hvaöa leiðir reynast best til aö ná árangri og þaö munum viö gera. Sú stund kann að renna upp aö viö teljum aðrar leiðir færari en framboðsleiöina, en kosn- ingarnar nú sýna aö enn er langt til þeirrar stundar. Kvenna- framboöin veröa til meðan viö sjáum ekki aöra leið vænlegri. Kristín Ástgeirsdóttir Nú er kosningum i hreppum landsins lokiö og fjölgaöi konum nokkuö, þannig aö nu eru konur um 18% sveitarstjórnarmanna. Rannveig Óladóttir. Ljósmynd: R.Á.A. ífVorum sjálfum okkur samkvæmar'

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.