Vera - 01.07.1986, Side 14
Börn ekki hátt skrifuð
Hulda Guðmundsdóttir,
yfirfélagsráðgjafi við geð-
deildir Borgarspítalans, hef-
ur margra ára reynslu af
meðferð fjölskyldna þar sem
börn eru beitt ofbeldi. Leitað
var til Huldu til að fá svör við
eftirfarandi spurningum.
Hverjir misþyrma börnum
sínum?
Þaðerenginn ákveðinn hóp-
ur eða manngerð, þó má yfir-
leitt greina nokkur samkenni,
t.d. er þetta fólk jafnan undir
miklu andlegu álagi og oft
kemur í Ijós að það hefur sjálft
átt erfiða daga í bernsku. Oft
skortir það sjálfstraust og er
ósjálfstætt og einangrað. Yfir-
leitt skortir mjög á þekkingu
þess og skilning á þörfum
barna á mismunandi þroska-
stigi. Því hættir til að gera mjög
óraunhæfar kröfur til barna og
þegar þau síðan valda von-
brigðum geta viðbrögðin orðið
mjög harkaleg. Þar sem of-
beldi gegn börnum er mjög
mikið vandamál er einnig al-
vanalegt að fleiri á heimilinu
séu líka beittir valdi, t.d. aðfað-
irinn neyti aflsmunar á móti
móðurinni. Oft eru þessi heim-
ili illa stödd félagslega og fjár-
hagslega, en svo er þó alls ekki
alltaf og raunar sýna kannanir
að barnamisþyrmingar eru
jafnalgengar með öllum stétt-
um. Það sem hins vegar er að
gerast um þessar mundir er
það, að hið dulda ofbeldi í fjöl-
skyldum er að koma upp á yfir-
borðið og vonandi verður það
til að draga úr þessu athæfi.
Eru til kenningar um ástæður
fyrir þvi að foreldrar eða aðrir
forráðamenn beiti ofbeldi?
Þetta er stór spurning. Það
má leita svara við svona spurn-
ingum frá ýmsum sjónarhorn-
um, sögulegum, félagslegum,
sálrænum og siðferöilegum.
Það er ekkert einhlítt svar við
þessu. Ástæður eru án efa fjöl-
þættar og breytilegar eftir eðli
málsins í hverju tilviki.
Kannski er aðalástæða fyrir
illri meðferð og jafnvel mis-
þyrmingum á börnum sú, að
börn hafa ekki verið og eru ekki
nægilega hátt skrifuð í þjóð-
félaginu. Þaðernokkuðviðtek-
in skoðun að börn séu eign for-
eldranna og uppeldi og atlæti
þeirra sé einkamál fjölskyldu.
Valdbeiting hefur löngum verið
viðurkennd uppeldisaöferð.
Um það eru margvíslegar >
heimildir — það er ástæða til
aö undirstrika að ill meðferð á
börnum er alls ekki nýtt fyrir-
bæri í þjóðfélagi okkar. Það
eru annars einkum tvær kenn-
ingar sem uppi eru. Annars
vegar að þeir sem misþyrma
börnum sínum séu afbrigðileg-
ir einstaklingar, beinlínis geð-
sjúkir eða á annan hátt and-
lega miður sín. Hins vegar er
sú kenning að orsakanna sé að
leita í félagslegum erfðum og í
umhverfinu. Ég held að hvorug
þessara kenninga sé fullnægj-
andi. Það er ekki mikið að
marka þær tölur sem við höf-
um aðgang að en hin staðfestu
tilfelli einkennast mjög af því
að viðkomandi fjölskyldur eru
illa staddar félagslega og í
beinu framhaldi af því koma
mál þeirra til meðferðar hjá
opinberum stofnunum. Fáir
gera að því skóna aö vel
menntaðir og velstæðir for-
eldrar misþyrmi börnum sínum
en slíkt kemur svo sannarlega
fyrir. En við slíkar aðstæður
eru foreldrarnir í betri aöstöðu
til aö leyna staðreyndum og
þeir eru kannski slyngari í því
að búa til rangar skýringar
þannig að engan grunar neitt.
Ég er þeirrar skoðunar að þetta
sé gamla sagan sem fylgt hef-
ur mannkyninu, sagan um
húsbóndann og þrælinn. T.d.
er það sjalfgæft að maður ráð-
ist gegn yfirmanni sem kúgar
hann og sýnir honum fyrirlitn-
ingu. Hann fer frekar heim og
lætur þetta bitna á konunni.
Gagnvart henni hefur hann
líkamlega yfirburði. Það er sfð-
an ekki ólíklegt að konan láti
þetta bitna á börnunum og ef
við förum enn lengra þá kæmi
ekki á óvart ef þau síðan þegar
þau verða fullorðin fái útrás
með því að ráðast á sín eigin
börn. Þetta er mjög einfaldað
dæmi en það er því miður raun-
hæft. í hverju tilviki liggja mis-
munandi orsakir að baki en ef
við lítum á málið frá háum sjón-
arhóli þá blasir þessi tilhneig-
ing alls staðar við í samfélag-
inu. Hinn sterki ræður og af-
leiðingin verður oft valdbeiting
í einni eða annarri mynd.
Hvað um kynferðislegt of-
beldi gagnvart börnum?
Já, þegar rætt er um barna-
misþyrmingar hafa menn oft-
ast í huga beint líkamlegt of-
beldi og meiðingar en til barna-
misþyrminga telst raunar líka
andlegt ofbeldi, vanræksla og
loks ofbeldi af kynferðislegum
toga.
Svo vikið sé að þessu síðast
nefnda afbrigði, þá hafa rann-
sóknir bent til þess að um 20%
barna sem verða fyrir illri með-
ferð verði fyrir kynferðislegu
ofbeldi eöa misnotkun. Það
hefur verið skilgreint sem kyn-
ferðislegt ofbeldi þegar börn
eða ungmenni eru dregin inn í
kynferðislegar athafnir sem
þau hafa ekki skilning á. Þau
samþykkja ekki að taka þátt í
þessum athöfnum. Þau and-
mæla því ekki og sýna ekki
mótþróa sökum þess að þau
þora það ekki, — skilja ekki
hvað um er að vera. Athæfi af
þessu tagi stríðir að sjálfsögöu
gegn því velsæmi sem viður-
kennt er í þjóðfélagi okkar og
ekki þarf getum að því að leiða
hversu skaðleg áhrif þetta hef-
ur fyrir börn og framtíð þeirra.
Ætlað er að um 75% slíkra til-
fella séu sambönd milli föður
eða stjúpföður og dóttur eöa
stjúpdóttur. Venjulega eru
þessir menn á aldrinum
30—50 ára en stúlkubörnin
5—16 ára. Oftast eru börnin þó
u.þ.b. 8 ára. Svo virðist sem
14