Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 25
Kynning á samtökum
um rétt barna í Svíþjóð
BRIS
Til þess aö gefa lesendum smá innsýn í hvernig ,,grannar“
okkar hafa tekið á ofbeldi gagnvart börnum verða stuttlega
kynnt samtökin BRIS í Svíþjóð.
BRIS er skammstöfun og stendur fyrir „Barnens rátt i smahállet"
(Réttur barna í samfélaginu). Samtök þessi voru stofnuð árið 1971 að
undangenginni mikilli umræðu í fjölmiðlum um ákveðið barnamis-
þyrmingartilfelli, þar sem þriggja ára stúlka lét lífið af völdum ofbeld-
is. Nágrannar höfðu um langan tíma vitað af þessu máli, heyrt og
orðið vitni að ofbeldinu auk þess að sjá áverka á barninu, en enginn
greip inn í og kom barninu til hjálpar! Fjölmiðlaumræðan varpaði
fram spurningum — hvers vegna gerir enginn neitt? Þvi horfir fólk
upp á svona nokkuð gerast án viðbragða? Þetta leiddi til stofnunar
samtakanna BRIS, samtöksjálfboðaliðaóbundin pólitískum eðatrú-
arlegum samtökum.
Eitt af fyrstu verkefnum samtakanna var að útbúa sýningu um
þemað „Barnaofbeldi í Svíþjóð'! Flestum er sýninguna sáu brá ill-
þyrmilega — „getur þetta átt sér stað í Sviþjóð!" — og stuðningslist-
ar samtakanna fylltust fljótt.
1972 opnuðu samtökin neyðarsíma (jourtelefon) sem þeir gátu
hringt í sem þekktu til misþyrminga á börnum. Þar er fólki gefið ráð
og veittar ýmsar upplýsingar auk þess sem BRIS tekur að sér að
kæra tilfelli í nafni samtakanna sé þess óskað.
Ástæður símhringinga eru ýmiss konar t.d.
Q misþyrmingartilfelli sem fólk veit af, en treystir sér ekki til að fara
með í yfirvöld og vill því að BRIS taki málið að sér,
D fólk vill vita hvert það á að snúa sér með kærur og hvernig við-
brögð yfirvalda séu,
□ fólk vill fá ráðleggingar varðandi eigin eða annarra vandkvæði í
sambandi við barnauppeldi,
□ fólk vill fá upplýsingar um lagaákvæði tengdum málefnum barna
t.d. varðandi skilnað eða það að börn séu tekin af foreldrum o.fl.
o.fl.
Starfsfólk BRIS hefur merkt breytingar í fyrirspurnum og tilkynn-
ingum á þeim tíma sem liðinn er frá opnun hjálparsímans. Meira er
um forsjárdeilur tengdar skilnuðum og umræður um andlega og
kynferðislega misþyrmingu á börnum.
Sími ætlaöur börnum
Þessi símaþjónusta hefur alla tíð verið mjög mikið notuð og árið
1980 sáu samtökin ástæðu til að bæta þjónustuna með því að
koma á sérstökum barnasíma (Barnens Hjálptelefon) sem var
eingöngu ætlaður börnum. Þaö hafa einkum verið börn á aldrin-
um 10—16 ára sem hringt hafa. Vandamál tengd skilnuðum og
ýmis táningavandamál eru algengustu umræðuefnin. Mörg þess-
ara barna hafa frá ofbeldisreynslu að segja, likamlegri, andlegri
og kynferðislegri.
BRISfærum 4000 samtöl á ári og er skipting þeirra nokkuð jöfn
milli upplýsingasamtaka ýmiss konar og ráðgjafasamtaka varð-
andi barnamisþyrmingar.
Töluvert er um það að börn skrifi til samtakanna og mörg þeirra
sjá BRIS sem sinn eina mögulega hjálparaðila.
Fyrir börn sem eru hjálpar þurfi er persónulegt samband mikil-
vægt. Árið 1985 gátu samtökin opnað svo kallað barnahús (Barn-
ens Hus) í húsakynnum sínum í Stokkhólmi. Þettaer hugsaðsem
opið hús fyrir börn í kreppu. Gerðar hafa verið tilraunir með stuön-
ingshópa fyrir börn, þannig aö börn geti í sameiningu unnið úr
eigin vandamálum.
Viðbótarþjónusta
Mikilvægt er að fram komi aö BRIS er ekkert sem á að koma
í stað félagslegrar þjónustu að hálfu viðkomandi stofnana ríkis og
bæjarfélaga. Samtökin eiga frekar að þjóna sem viðbótarþjón-
usta og milliliður einstaklinga og opinberra aðila, en margir eru
ragir við að snúa sér beint til þessara opinberu stofnana. Fólk tel-
ur sig þurfa einhvern óháðan aðila sem það getur ráðfært sig við.
Stór þáttur í starfi BRIS er að auka þekkingu almennings og
veita upplýsingar um málefni misþyrmdra barna. Marga, og þá
jafnvel fagmenn, vantar næga undirstöðuþekkingu til að geta
greint ofbeldis- og vanrækslueinkenni hjá börnum. Einni af upp-
hafskonum BRIS samtakanna Gunnel Linde var falið það verk-
efni að útbúa kennsluefni um þennan málaflokk. Árið 1975 kom
út bókin ,,Om man misstánker barnmisshandel — vad gör man?“
(Gruni mann að barni sé misþyrmt — hvað gerir maður þá?)
Námsefni þetta hefur mikið verið notað og kennt af aðilum er
fengið höfðu námsskeiö hjá BRIS í því hvernig bæri að standa að
kennslunni.
Árið 1975 kynntu samtökin áætlun umforeldrafræðslu — og ári
seinna gaf Monica Boethius þáverandi formaður samtakanna út
bók um þetta efni og umræður því tengdu. ,,Ge átminstone för-
áldrar en hederlig chans" (Gefið þó foreldrum raunhæfi tækifæri)
Það er skoðun samtakanna að ef börnum á að vegna betur í
samfélaginu, verði að bæta stöðu foreldranna.
BRIS sér um að koma upplýsingum til blaða, útvarps og sjón-
varps, auk þess að standa fyrir umræðufundum og námsskeiðum
þar sem mál þessi eru reifuð. Fjórum sinnum á ári gefa samtökin
út eigið tímarit BRIS-BLADET.
Árið 1977 stóðu samtökin að sýningu í Stokkhólmi (í Kulturhus-
et), „Váld föder váld“ (Ofbeldi leiðir til ofbeldis). Þar var lögð sér-
stök áhersla á það réttarfarslegt misrétti (ofbeldi), sem börn eru
beitt. Bent var á að börn ættu sér engan talsmann í málaferlum
er skiptu þau oft á tíðum sköpum, andstætt því er fullorðnum
stæði til boða.
Lagasetning
Fljótlega eftir að samtökin tóku til starfa sáu þau fram á nauð-
syn þess að fram kæmu lög er bönnuðu harkalega meðferð á
börnum. Árið 1976 var dómsmálaráðuneytinu afhent tillaga frá
samtökunum að lagasetningu, þarsem m.a. kom fram að; — líta
bæri á líkamsrefsingar sem barnaofbeldi og banna bæri slíkt
samkvæmt lögum — þetta ákvæði tók gildi 1977. (Förbud mot
aga)
□ Tilkynningarskylda skyldi ganga fyrir þagnarskyldu i barna-
misþyrmingarmálum, (þetta er nú komið inn í löggjöfina).
□ í forræðisdeilum skyldi hagur barna ganga fyrir þvi er foreldrar
teldu æskilegast og að barninu bæri að hafa sinn eiginn full-
trúa í réttarkerfinu.
Skoðanakannanir sýna að afstaða foreldra til þess að beita
líkamsrefsingum í uppeldi hafa mikið breyst á undangengnum ár-
um. Samkvæmt SIFO (Gallup / Hagvangur þeirra í Svíþjóð) voru
53% fullorðinna í Svíþjóð jákvæðir gagnvart því að beita likams-
refsingum sem uppeldisaðferö árið 1965. Árið 1981 hafði þessi
tala farið niður í 26%. Þáttur BRIS er talinn hafa spilað hér stórt
hlutverk.
Samtökin hafa hlotið þann sess að verða umsagnaraðili í sam-
bandi við lagasetningar er tengjast börnum, fjölskyldum og öllu
því er varðar stöðu þessara aöila. Auk þess sitja aðilar frá BRIS
í ýmsum þeim nefndum er skipaðar eru til að gera úttekt á mála-
flokkum er tengjast verksviði samtakanna.
BRIS samtökin hafa svo sannarlega skapað sér veg og virð-
ingu í Svíþjóð og er ekki að efa að þau hafa bjargað mörgu barn-
inu frá ómældri óhamingju! a. H.
25