Vera - 01.07.1986, Qupperneq 29
Bætt upplýsingastreymi...
Tillaga Kvennaframboðsins um að endur-
skoða dagskrá og fundartíma borgarstjórnar
samþykkt og nefnd sett í málið. Hugmyndir
Kvennaframboðsins miðaað því fyrst og fremst
að bæta upplýsingastreymið frá fundunum til
borgarbúa.
í mars s.l., nánar tiltekið þ. 20. flutti Ingibjörg Sólrún
eftirfarandi tillögu i borgarstjórn:
„Borgarstjórn samþykkir að skipa nefnd 5 borgarfull-
trúa, einn frá hverjum borgarstjórnarflokki, til aö endur-
skoða dagskrá og fundartíma borgarstjórnarfunda.
Verði við það miðað, að nefndin hafi lokið störfum og
skilað tillögum til borgarstjórnar fyrir lok kjörtímabils-
ins.“ Borgarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til borg-
arráðs. Þar gerðu fulltrúar meirihlutans þá breytingu á
nefndarskipan, að sæti ættu þrír fulltrúar meirihluta og
tveir frá minnihluta, þ.e. Kvennaframboð og Alþýðu-
bandalag en hinir tveir minnihlutaflokkarnir ættu sinn
hvorn áheyrnarfulltrúann. Borgarráð kaus síðan þetta
fólk i nefndina: Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, Hilmar Guð-
iaugsson og Ingibjörgu Rafnar frá Sjálfstfl. Magdalenu
Schram, Kvennaframboði og Sigurjón Pétursson frá
Alþýðubl. Þeir Sigurður E. Guðmundsson, Alþýðufl. og
Kristján Benediktsson frá Framsókn eru áheyrnarfull-
trúar. Ekki verður sagt um meirihlutann, að hann hafi
haft hraðar hendur í þessu efni, fyrsti fundur var ekki
boðaður fyrr en eftir kosningar, þ. 9. júní.
Betri upplýsingar um
borgarstjórn
Að baki tillögu Kvennaframboðsins liggur sú hugsun
að borgarmálefni skipti miklu máli og að áriðandi sé að
upplýsingar um umræður og afgreiðslu borgarstjórnar
komist vel til skila til borgarbúa og/eða fjölmiðla.
Kvennaframboöskonur hafa likt og reyndar fleiri borg-
arfulltrúar gagnrýnt fyrirkomulag fundanna, einkum
röðun dagskrár. Eins og málum er háttað núna, verður
ekki hjá því komist að ræða mörg ágreiningsmál undir
einum og sama dagskrárlið en við það rofnar samhengi
umræðnanna, sem eiga þá til að verða dálítið ankanna-
'egar. Og ekki síst eiga þær til að verða mjög óaðgengi-
'egar fyrir áheyrendur.
Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér að illmögulegt
er fyrir borgarbúa að áætla hvenær ákveðin mál komast
a dagskrá. Ætla má að fæð áheyrenda á pöllum borgar-
stjórnarsalarins stafi síður af áhugaleysi þeirra á mál-
efnum, sem vissulega snerta þá oft mjög mikið og öllu
fremur af uppbyggingu dagskráa fundanna.
Kvennaframboðið telur að úr þessu sé hægt að bæta,
hd- með því að setja helstu ágreiningsmál á dagskrá í
uPphafi fundar, en afgreiða fundargerðir að öðru leyti
Sl’ðar á fundunum.
báttur fjölmiöla
Borgarstjórnarfundir eru haldnir á fimmtudögum og
hefjast kl. 17 og standa oftast langt fram eftir kvöldinu.
Fréttaritarar dagblaðanna og útvarps hafa því lítið svig-
rúm til að ganga frá efni, enda er það svo að mjög tak-
markað er hvaða fréttir föstudagsblöðin birta frá borgar-
stjórnarfundum. Helgarblöðin eru að miklu leyti unnin
fyrirfram þannig að það er ekki fyrr en á þriðjudag sem
ætla má að rúm sé í blöðum. En á þriðjudegi eru fréttir
frá því á fimmtudag ekki lengur nýmeti, svo oftast fer lít-
ið fyrir þeim. Á fimmtudögum er engin fréttavakt hjá
sjónvarpi.
Kvennaframboðinu hefur því þótt ástæða til að at-
huga hvort ekki mætti færa fundi borgarstjórnar framar
í vikuna. Líkt og nú er háttað má næstum því segja að
borgarstjórnarfundir fari fram í kyrrþey en jafnframt er
það augljóst að ákvarðanir, sem snerta tæpan helming
þjóðarinnar, hljóta að vera verðugt fréttaefni.
Auglýsing um dagskrá
Annað atriði, sem Kvennaframboðinu þykir ástæða
til aö breyta, er kynning á dagskrá fundanna fyrirfram.
í gildi er regla um að dagskrána beri að hengja upp á
fundarstað, samkvæmt því á að hengja hana upp i
Skúlafúninu. Þeir borgarbúar, sem áhuga hafa á að
fylgjast með málefnum borgarinnar skyldu því gera sér
ferð þangað! Þessi regla um auglýsingu er mjög gömul,
líklega svo gömul að þegar hún varð til, var Reykjavík
svo lítil að borgarbúar áttu leið um fundarstað bæjar-
stjórnar daglega. Líklega hefur heldur ekki verið um að
ræða daglegan fjölmiðil á þeim tímum. Kvennafram-
boðið álítur það eðlileg réttindi borgarbúa að þeir geti
hlustað á fulltrúa sína ræða málefni Reykjavíkur og séu
í aðstöðu til að kynna sér fyrirfram dagskrána. Eðlilegt
væri að færa regluna um auglýsingaskyldu til nútíma-
horfs og mætti hugsa sér að frá því yrði skýrt í útvarpi,
hvað sé á dagskrá borgarstjórnarfundar næst og blöð-
unum send dagskráin fyrirfram til birtingar.
Miöaö viö smábæ, ekki stórborg
Almennt talað telur Kvennaframboðið að samþykktir
um fundarsköp og fyrirkomulag borgarstjórnar hafi fall-
ið ágætlega að bæjarmálunum á meðan Reykjavík var
enn smábær en löngu sé tímabært að færa þær til nú-
tímahorfs. Breytingarnar verða að taka mið af því að hér
búa nú hátt í 100.000 manns á stóru svæði, hér eru
starfandi fjölmiðlar sem fyrir löngu hafi tekið að sér hlut-
verk gömlu götuauglýsinganna. En fyrst og fremst verð-
ur fyrirkomulag þessara funda auðvitað að ganga út frá
rétti borgarbúa til að fylgjast með málefnum Reykjavík-
ur. Lýðræðið byggist á upplýsingum um þá kosti, sem
fyrir hendi eru — án þeirra upplýsinga er tómt að tala
um frjálst val umbjóðenda.
Eins og fyrr kom fram hefur þegar þetta er skrifað ver-
ið haldinn einn fundur í nefndinni. Þar kom fram, að
nokkur einhugur virðist ríkja í borgarstjórn um að breyt-
inga sé þörf en einstaka tillögur voru ekki ræddar. Gert
er ráð fyrir að nefndin haldi áfram störfum í sumar en
það veltur auðvitað á áhuga meirihlutans á auknu lýð-
ræði, hversu skilvirk vinnubrögðin verða í þessu máli.
Ms