Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 5

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 5
ÉiiS IÍ1I811S ‘i,íAV: ®lpi ; mmSé. •■' .V-.AÍÍVííí V. </> ' • ■ .-■ - ’fi • ■ ■ I É , : <> • Í’nV . ,7-aVi -•'<-•■ . Æ1 :■■■:■: ■?:„' ',' „ ,;. ., ,.. ., V’: '/fS- ' -*>" »; ekki gert sér grein fyrir í hve ^hiklum mæli, en hitt vissu Þser að séu konur yfirborgað- ar bætist gjarnan á þær meiri vinna. M.ö.o. þá ætlast vinnu- Veitandi til aukins vinnufram- la9s. Á stærri stöðum er yfir- leitt borgað eftir taxta. Brot á samningum Vinnutími Báru eru 8 tímar a bag frá hálfátta til hálffjög- Ur, en Alda vinnur á 12 tíma vöktum, 7 daga í senn frá kl. 11:30—23:00. Öldu, sem átt hefur sæti í samninganefnd er fullljóst að 12 tíma vaktir eru brot á samningum, því ekkert tímaákvæði hefur verið Sett í samninga síðan 1972, en þá var samið um að vakt s.kyldi ekki vera lengri en 10 'ímar. Þegar hún rak það of- an i ráðningarstjórann að slík- ar vaktir væru samningsbrot, þá fékk hún það svar að það væri hefð fyrir þessum vökt- um. Alda þurfti að bæta viö sig vinnu svo hér var um að velja þetta starf eða ekkert. Eins og hún orðaði það: ,,Ég er orðin fimmtug og það vill mig enginn í vinnu“. ,,Þessar vaktir eru ómanneskjulegar“, bætti hún við ,,og þarna vinna konur sem komnar eru fast að sjötugu.“ Alda segir að hún sé talin ein af þessum ,,erfiðu“ kon- um, jafnvel þó hún sé ein- ungis að sækja rétt sinn. Henni finnst að konur ættu að sýna kjarabaráttu meiri áhuga, og kvarta ef gengið er á þeirra rétt. Umræðan bætir Alda og Bára hafa báðar setið í samninganefnd og voru sammála um að öll um- ræða þar um laun og stytt- ingu vinnutíma sé kæfð. Um slíkt má ekki ræða. Það sé einungis samið um einskis nýta hluti, sem engu máli skipta, smbr. nýtt ákvæði i síðustu samningum um að sloppar verði þvegnir á vinnu- stað. Margar konur kæra sig ekkert um slíkt. Það er ekkert mál að semja um kauphækkun til nokkurra kokka, en konurnar í þessu félagi eru svo margar og vinnuveitendur reyna þess vegna að halda þeim niðri í launum. Víða á smærri stöðum vinna ófaglærðar matráðs- konur, og hafa sumar 60— 100 manns á sínum snærum. Sé þessum konum borgað eftir taxta ná þær ca. 25.000 kr. eftir 15 ára starf hjá sama vinnuveitanda. Þarna er að mati þeirra Öldu og Báru enn ein sönnunin fyrir því hversu störf kvenna á þessum vett- vangi séu lítils metin. Þær telja að konur þurfi sjálfar að berj- ast ef þær ætla að rétta sinn hag, því reynslan sýni að karlar berjast ekki fyrir þær. Alda hefur sótt ráðstefnu Samtaka kvenna á vinnu- markaði, og reyndi hún að koma fréttabréfi þeirra á framfæri á sínum vinnustað en fékk engar undirtektir. Þegar við kvöddum Öldu og Báru sögðu þær að konur þyrftu að vera duglegar við að hrekja þá útbreiddu skoð- un að þær séu einungis að vinna fyrir eigin vasapening. Sá óhróður væri skammarleg- ur, og vísuðu þær til lífskjara verkafólks í dag í því sam- bandi. S.E. OG V.E. 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.