Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 34

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 34
HUSIN sem konurnar eiga Oft er maður spurður, ,,hvað er þessi Hlað- varpi?" Og það eru bæði konur og karlar sem spyrja þessarar spurningar. Hér skal því útskýrt hvað ,,þessi Hlaðvarpi“ er. Hlaðvarpinn er eign kvenna og stendur við Vesturgötu 3 í Reykjavík. Hugmyndin að því að kaupa húseignir á Vesturgötu 3 varð til þegar hópur kvenna, sem náð hafði saman í kosningunum 1982, sátu úti íkvennahúsi á Hótel Vík og ræddu kvennamál. Þetta var síðla veturs 1984 og í þessum hópi voru þær Guðný Gerður, Gerla, Ingibjörg Hafstað og Guðrún Jónsdóttir. Þær höfðu frétt af því að húsin að Vesturgötu 3 væru til sölu. Fengu þær iðnaðarmenn til að skoða húsin og ákváðu síðan að stækka þann hóp kvenna er standa skyldi að þessum kaupum. Hér var ekki um neina flokkspólitíska ákvörðun að ræða og ákveðið var að þessi kvennahús yrðu ekki rekin á pólitískum grunni. Fundur var boðaður á Gauk á Stöng til að fá 30 konur til að vera fyrstu stofnendur. Akveðið var að stofna hlutafélag og hafa hlutina litla til að allar konur á Islandi sem vildu, gætu eignast hlut. Einnig var ákveðið að aðeins konur gætu átt hlutabréf og konur skyldu stjóma þessum húsum og starfseminni þar. Til að byrja með var mikill hugur og mikil bjartsýni og næsti fundur var boðaður á Naustinu í byrjun júní og þar var félagið Vesturgata 3 hf. stofnað. Akveðið var að hver hlutur í hinu nýja hlutafélagi kvenna skyldi vera 1.000 krónur. Sjö listakonur voru fengnar til að hanna hluta- bréfin sjö. Ákveðið var að samtals skyldu 8.000 hlutir vera til sölu. Reynt skyldi að ná til sem flestra kvenna á íslandi til að fjármagna kaupin. Arkitektar voru mjög áhugasamir og gerðu tillögur um breyting- ar á húsunum. Þær mynduðu hóp og sýndu tillögur sínar í Ásmund- arsal á Listahátíð kvenna. Hlutafjárstöfnunin gekk hinsvegar ekki eins hratt og vel og gert hafði verið ráð fyrir. Stofnfélögum fannst ekkert mál að fjármagna níu milljónir á einu ári, en það var kaupverð húsanna. Þar sem hver hlutur kostaði ekki meir en 1.000 krónur, gætu velflestar konur í landinu eignast hlutabréf. Ekki tókst að fjármagna kaupin með hluUifjársöfnun. Vegna lélegra undirtekta kvenna varð að brúa bilið með lántökum. Þetta tókst þó og þann 1. júlí s.l. var afsalið afhent með pomp og prakt. Það ber þó ekki að skilja sem svo að Hlaðvarpinn sé á einhverju flæðiskeri, Af fádæma elju hefur þeim konum sem að honum standa tekist að koma megninu af húsunum í notkun og er nú rekið þar leikhús, tveir myndlistarsalir, vinnustofur fyrir listamenn og þar er skrifstofa Kvennaathvarfsins. Auk þessa er húsnæði leigt út til þriggja verslana sem konur eiga og reka. I myndlistarsal á 1. hæð íbakhúsi hafa verið skipulagðarsýningar til 1. desember n.k. Um þessar mundir er það Anna Concetta Fugaro sem sýnir og stendur sýning hennar til 15. ágúst. Þar næst koma Helga Egilsdóttir og Örn Ingólfsson með samsýningu. Þá verður Kári Schram með einkasýningu, þar á eftir, Guðrún Kristjánsdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir og Guðmundur Björgvinsson. Alþýðuleikhúsið er um þessar mundir að sýna „Hin sterkari" eftir Strindberg og byrjar í næstu viku að æfa nýtt íslenskt verk sem skrifað hefur verið sérstaklega fyrir „Strindberghópinn“ svokall- aða. Ennþá er það leyndarmál hvaða íslenskur höfundur er að skrifa það verk. Um mánaðarmótin fara síðan tveir nýir einþáttung- ar í æfingu og er stefnt að frumsýningu þeirra um mánaðarmótin september/október. Þessa dagana er verið að undirbúa námskeið sem á að halda í Hlaðvarpanum í vetur. Margar góðar hugmyndir hafa komið og er verið að vinna úr þeim. Námskeiðin verða rækilega auglýst síðar. Ennþá eru til hlutabréf og eru konur þær sem ekki eiga hlut í þessari lista- og menningarmiðstöð kvenna, eindregið hvattar til að eignast hlut. Hlaðvarpinn er ekki á hausnum og það er því engin áhætta sem fýlgir hlutabréfakaupunum. Skrifstofa Hlaðvarpans er opin alla virka daga frá kl. 14—18 og er þá hægt að kaupa hlutabréf. Framkvæmdastjóri er Súsanna Svavarsdóttir og síminn er 19055. S.S. það hressir BiHcjahatfió 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.