Vera - 01.09.1986, Side 24

Vera - 01.09.1986, Side 24
kláms, barsmíða á heimilum, sifjaspells og þess ofbeldis sem ríkir í heimsmálum. Mér fannst það væri ekki óskylt hvernig karlar tala t.d. í alþjóð- legum afvopnunarviðræðum: ,,minn er stærri en þinn“ og hvernig drengir eru aldir upp og hvernig karlar fara með konur sínar. Mér fannst að hugmyndin um vald með of- beldi væri tengd heimsmynd feðraveldisins. Ég leit í kring- um mig og sá að friðarhreyfing- in sem er mjög víðtæk er í raun leidd af konum. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóð- anna eru 70% af meðlimum friðar- og mannréttindahreyf- inga konur. Ég leit líka á hið augljósa misræmi milli þess- arar staðreyndar og þess hve fáar konur eru í ríkisstjórnum þjóða. Spurningin er hvers vegna þurfa félagsleg gildi kvenna aö tilheyra jaðarhóp- um, vera ólaunuð og utan sviðs raunverulegra stjórn- mála, svo að fyrsti titill myndar- innar var: Konur, friður, vald. Viö vildum endurskilgreina frið og taka með það sem tilheyrir persónulegum samskiptum og félagslegum gildum og endur- skilgreina vald. Eftir að við Terri Nash höfðum rætt saman varð það úr að við ákváðum að gera myndina í sameiningu. Fólk undraðist að við skyldum velja það að vinna saman en ekki vilja halda áfram upp á eigin spýtur og byggja upp starfsferil okkar eftir fyrri vel- gengni. Niðurstaða mín eftir að hafa unnið að undirbúningi og rann- sóknum vegna myndarinnar var að konur verði að vera virk- ar í stjórnmálum. Við gengum út frá þeirri hugmynd að verð- mætamat kvenna verði að koma til skjalanna og við þyrft- um að fá meiri völd og við end- uðum á því að draga þá ályktun að fleiri konur verði að komast inn í stjórnmálin. Ein kona sem kemur fram í myndinni er fyrr- verandi borgarstjóri í Ottawa, Marion Dewar. Hún stóð sig frábærlega vel í þeirri stöðu, hafði frumkvæði um mörg ný- mæli og var t.d. fyrsti borgar- stjóri í Kanada sem lét fara fram allsherjar atkvæða- greiðslu um friðar- og afvopn- unarmál í sínu bæjarsam- félagi. Hinir borgarstjórnarnir héldu að hún væri galin og sögðu: friöur er landstjórnar- mál, ekki borgarstjórnarmál. Hún svaraði því til að þar sem sprengjur féllu á borgir yrðu þær borgarstjórnarmál og þau væru bæði sem borgarar og borgarstjórar ábyrg fyrir sam- félögum sínum. Aðrir borgar- stjórar fylgdu svo fordæmi hennar síðar. Henni hefur hingað til tekist að tengja reynslu sína sem 4 barna móð- ir og hjúkrunarkona stjórn- málastarfi á eðlilegan og áreynslulausan hátt. Alltof margar konur ,,karlgerast“ eftir að þær fara í stjórnmál, enn aðrar fara þangað fullar af hugsjón um að koma kvenna- sjónarmiðum að en ná aldrei mjög langt. Þetta er tvímæla- laust erfiður vettvangur fyrir konur. Marion Dewar er áfram virk í stjórnmálum. Hún er ein af fáum konum sem ég bind þær væntingar við að henni muni takast að varðveita tengsl við uppruna sinn, verð- mætamat og sjónarmið kvenna en muni jafnframt ná árangri. Hún getur þannig orð- ið raunverulegur stuðningur fyrir aðrar konur á svipaðan hátt og þið Kvennalistakonur eruð. En mamma, hvaö meö mig? GA: En Bonnie, ertu komin með hugmyndir að næstu mynd? BSK: Ég hef gert kvikmynd á 2—3 ára fresti undanfarin ár. Undanfari hverrar myndar er alltaf svipaður þegar ég velti því fyrir mér hvað ég eigi að taka fyrir næst. Mér finnst ævinlega að næsta mynd verð e.t.v. sú siðasta, ég muni ekki fá neinn fjárstuöning eða verði orðin of gömul. Hver mynd er undir þeim þrýstingi að hún verði að vera sú eina rétta. Samt eru þær allar í raun mis- munandi hlutar sömu myndar og allar eins á vissan hátt. Þess vegna skiptir heldur ekki máli hverja þeirra þú gerir á hverjum tíma, sérhver mun verka á mismunandi fólk á mis- munandi hátt. Þær hugmyndir sem ég helst velti fyrir mér núna er að gera mynd um frið- armál frá sjónarhóli unglinga en einnig að gera mynd um málefni kínverskra kvenna í samvinnu við konu sem er af kínverskum og kanadískum uppruna. Fyrsta viðfangsefni er á vissan hátt sprottið upp úr viðbrögðum við síðustu mynd minni, Konur talsmenn friðar. í umræðum eftir þá mynd komu velviljaðir karlar oft til mín og spurðu: en hvað með mig, hvar er staðurinn fyrir mig? Sama spurði 17 ára sonur minn sem nú er farinn með 2 félögum sín- um, stúlku og pilti I friðarferð um Bandaríkin. Það kom mér til að hugleiða hvernig þessi mál horfa við börnum og ung- lingum og hvert hlutverk þeirra er i friðarmálum. Líka hef ég verið að velta fyrir mér viðfangsefninu Konur og andleg efni (Women and spirituality). í framtíðinni felst hætta og tækifæri GA: Hvað með framtíðina Bonnie, heldurðu að hlutverk kvennakvikmyndaversins muni haldast áfram óbreytt? BSK: Það hefur verið tals- vert um skipulögð skrif úr horni hægri sinnaöra samtaka eða einstaklinga gegn okkur. Þeir hafa gert kvenfrelsi að klúryrði. Þeir segja: Þessar konur kvennahreyfingarinnar tala ekki fyrir hönd kvenna. Þetta er þunnskipaður hópur róttækra, lesbískra, heimilisfjandsam- legra kvensnifta. Þær hafa stuðlað aö upplausn fjölskyld- unnar og þykjast tala fyrir allar konur þegar þær í raun tala að- eins fyrir hönd mikils minni- hluta. Þessar konur eiga ekki skilið stuðning frá stjórnvöld- um. Þótt ótrúlegt sé hefur stjórn kvikmyndastofnunarinn- ar látið þennan áróður hafa áhrif á sig. E.t.v. blandast þeirri afstöðu einhver öfund yfir velgengni okkar. Hins veg- ar er það gleymt sem áður var þegar tilvist kvikmyndastofn- unarinnar var ógnað fyrir 24

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.