Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 15

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 15
•2,0 r&o-1 öí Indland nœst! Eins og komiö mun haía fram í fréttum var haldin alþjóöleg kvennabóka- hátíö í Noregi í júní s.l. Nokkrar íslenskar konur sœttu fœris að vera þar meö, m.a. Vigdís Gríms- dóttir rithöfundur. Hún sagði frá því í viðtali viö eitt dagblaðanna, hversu slœleg þátttaka íslenskra bókaútgefenda var, aö- eins nokkrar bœkur á litlu boröi í einu horninu. Nú jœja, kannski tekur ein- hver við sér nœst, en þaö mun verða á Indlandi alla leið! Ein 140 útgáfufyrir- tceki frá 30 löndum sendu fulltrúa og bœkur til sýnis, meöal gesta voru Ger- main Greer, Liza Alther, Marie Cardinal, Nawal el Saadawi, o.fl. Prógrammiö barst Veru í hendur en ekki fyrr en hátíðinni lauk og voru þá mörg handar- bökin nöguö. Þarna voru fyrirlestrar og upplestrar, m.a undir fyrirsögninni „Aö skriía til aö frelsast", starfshópar voru í gangi um feminiska hugmynda- frœði og um barnabók- menntir o.fl. Það mun hafa veriö algjör tilviljun aö norsku stelpurnar stóöu aö hátíðinni aö þessu sinni. Ein skipuleggjendanna, Elisabeth Bjelland segir frá því í viötali viö Kvinne aö hún og ein vinkona hennar hafi veriö mjög svekktar yíir því aö hafa ekki komist á fyrstu al- þjóölegu hátíöina, sem haldin var í London 1984. Því skriíuðu þœr skipu- leggjurum þeirrar hátiðar til að spyrja hvar og hvenœr sú nœsta yröi. Svarið sem þœr fengu var einfaldlega: „Þið getiö haft hana hjá ykkur"! Og það varö úr. Elisabeth og vin- konan höföu samband við fleiri konur í útgáfu- iðnaðinum í Noregi og létu svo bara hendur standa fram úr ermum. Svona eiga konur aö vera! E.S.: Hver vill taka aö sér að skipuleggja hópferö til Indlands árið 1988? Ms Hin rómaöa og verðlaunaða (Pulitzer Price 1983) skáldsaga „The Color Purple" eftir bandarísku skáld- konuna Alice Walker mun vœntanleg í íslenskri þýð- ingu í haust. Þaö er Forlagið sem gefur bókina út. Varla er aö efa aö hér á landi verður bókinni jafn vel tekið og annars staðar í Englandi hefur hún selst betur en dœmi þekkjast til. Þar var þaö kvennafor- lagið „The Women’s Press," sem gaf bókina út og í grein í tímaritinu Women’s Review í júlí segir einmitt frá því hversu erfiðlega því fyrirtœki gekk aö ná at- hygli gagnrýnenda (annars en skribenta kvenna- blaða og svartra), sem létu sér fátt um söguna f innast. Þrátt fyrir það hefur bókin rokið út og orðið litlu og fá- tœku kvennaforlagi mikil búbót. Sagan hefur nú veriö kvikmynduö undir stjórn Steven Spielbergs, sem haföi Alice Walker sér til hœgri handar viö kvik- myndunina. Alice ku sátt við árangurinn. Það eru tvœr áöur óþekktar leikkonur sem fara meö aðal- hlutverkin, Whoopi Goldberg og Margaret Abery. Kvikmyndin hefur slegiö í gegn vestan hafs og nú er hún komin hingaö til lands. Rosa Luxemburg Önnur biómynd, sem gaman vœri að sjá er án efa kvikmynd Margarethe von Trotta um Rosu Luxem- burg. Rosa er leikin af Barböru Sukowa, sem fékk reyndar verölaun sem besta leikkonan á kvik- myndahátíðinni í Cannes í ár. Myndin rekur líí Rosu Luxemburg síöustu árin, en Rose var myrt 1919. Von Trotta haföi lengi látið sig dreyma um að gera mynd um Rosu og segir í viðtali í ensku tímariti aö hún hafi fyrst heyrt hennar getið í stúdentaóeiröunum árið 1968. Þá hafi mynd hennar skotið upp kollinum ásamt meö myndum af Lenin og Marx. „Hún var eina konan í hópnum, greinilega svo tilíinningarík en um leið svo alvarleg. Ég haföi aldrei ímyndað mér aö finna slíkt andlit meðal þessara manna og mér fannst sem ég hlyti aö eiga eftir að rekast á hana. Þaö sem snart mig var þessi kyrri kraftur í svipnum. E.t.v. reyndi ég aö lœra af reynslu minni sem leikkonu þegar ég reyndi aö skilja þessa konu, sem þrátt fyrir sinn póli- tíska feril glataöi aldrei konunni í sjálfri sér." Og Margarethe bœtir viö: „Já, það heföi verið erfitt fyrir karl að gera þessa mynd, allt írá því jafnvel aö skriía handritið. Rosu bœði dreymdi um það að eignast börn og búa viö kyrrlátt sveitalíf annars vegar og svo hins vegar aö taka þátt í byltingu. Aðeins konur dreyma þannig og ég efast um aö karl-leikstjóri skilji þetta. Auk þess held ég aö karl hefði valiö annað hvort aö lýsa einkalífi hennar eöa stjórnmálaferlin- um, ekki báðu í einu. Eingöngu konu gœti tekist að blanda þessu saman og sýna báöum hliðum jafna viröingu." ms 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.