Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 28

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 28
„ÞETTA SNÝST MEIRA EÐA MINNA UM HAGSMUNAVÖRSLU" Viötal við Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur Qjnnars' Ég var í bygginganefnd og svo var ég auk þess vara- maöur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í skipulags- nefnd, tókþarvið af Ragnheiði Ragnarsdóttur, en þess- ar tvær nefndir tengjast mjög. Minn varamaður var hinsvegar Sigrún Pálsdóttir. — Hversvegna fórst þú í bygginganefnd? Það var farið fram á það við mig. Ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá held ég að þetta hafi verið nefnd sem gekk af. Ég var ekki einu sinni á framboðslistanum. En svona í alvöru talað þá var ég með í hópnum sem mótaði stefnu Kvennaframboðsins í skipulagsmálum, ég er þjóðháttafræðingur og vann á þessum tíma (1982) sem safnvörður í Árbæ, hafði verið með í Torfusamtök- unum, svo það þótti ekki fráleitt að biðja mig að fara í bygginganefnd. — Hvernig er þessi nefnd saman sett? Hún er sjö manna. Fjórir frá meirihluta og þrír frá minnihluta. Fundirnir voru aðra hverja viku og auka- fundir ef svo bar undir. Þetta eru mjög langir og strangir fundir, mikil afgreiðsla og hröð. — Vissirðu á hverju þú áttir von? Tja, ég vissi að til þess að fá aö byggja hús þá þurfti aðsækjaum leyfi og að þettavar nefndin sem veitti leyf- in. Staðreyndin ersú aðþessi nefnd veitir leyfi, ekki ein- asta til húsbygginga, heldur til allra byggingarfram- kvæmda, hvort sem er stórhýsi eða gróðurhús, niöurrif húsa, kvistur á þaki, klæðningar. . . allt. Henni er gert að fara eftir byggingareglugerð frá 1979. — Nú skyldi maður ætla að þetta sé tiltölulega ein- falt, bara að athuga hvort bygging eða breyting sam- ræmist reglugerð. . .? Já. Reglugerðin er mjög nákvæm, en hún er samt mjög rúm og það koma iðulega upp mál þar sem það er eiginlega persónulegt mat hvers og eins sem ræður. Skoðanir fólks eru mismunandi og þá stundum ,,smekksatriði“ og afstaðan ræðst af því. Svo er líka oft sótt um undanþágur. Reyndar vinna starfsmenn borg- arinnar og skipulagshöfundar það verk að meta hvort viðkomandi umsókn samræmist reglugerðinni og skipulagi og svo afgreiðir nefndin eftir því. — Þú ert fyrsta konan sem átt sæti í þessari nefnd. Hvernig var þér tekið? Það voru allir afskaplega kurteisir og elskulegir þangað til í Ijós kom að ég var þeim ekki sammála og ágreiningsmál fóru að koma í Ijós. Mér fannst þeir líka fara töluvert í kringum reglugerðina, hanga í lágmarkskröfum eða vísa til ábyrgðar skipulagsnefndar t.d. ef um nýbyggingar var að ræða. Mér detta í hug byggingar eins og Suðurgata 7, nú eða þá við Berg- staðastrætið sem félagsmálaráðuneytið er nú búið að stöðva. í málum af þessu tagi gekk ekki hnífurinn á milli fulltrúa meirihlutans og greinilegt að þarna var búið að taka ákvörðun áður en fundurinn hófst. Og þá dugðu engin rök. Þú minntist á að ég hafi verið fyrsta konan í þessari nefnd og það er rétt. En ég hafði líka aðra sér- stöðu sem ég held að hafi skipt máli. Svo eru mál með vexti að í þessari nefnd sátu eintómir karlar úr bygging- ariðnaðinum. Svo allt i einu kom ég, kona með allt önnursjónarmið. Sjónarmið húsverndarog íbúa. Að því leyti var ég lika nýtt fyrirbæri í nefndinni. — Fékkstu einhverju framgengt? Nei. Mín sjónarmið voru alls ekki viðurkennd. Og þó, nokkrar tillögur um grenndarkynningar voru samþykkt- ar. — Samráð við íbúa (grenndarkynning) var eitt af því sem Kvennaframboðið lagði áherslu á í sinni stefnuskrá ekki satt? Jú. Ég hafði mjög skýrar línur úr stefnuskránni til að byggja á auk þess sem það var náin samvinna milli okk- ar allra sem sátu sem aðal- eða varamenn í bæði skipu- lags- og byggingarnefnd. — Þannig að þér hefur fundist þú búa vel hvað snerti stefnu? Já, ég held það. ,,Skipulagshópurinn“ lagði fram stefnuskrá þar sem lögð var áhersla á rétt íbúa til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi og til þess að fylgjast með framkvæmdum, ákvæðið um grenndarkynningu er nýtt í byggingareglugerðinni en mjög þarft að okkar mati. Við lögðum líka áherslu á varðveislu menningar- verðmæta o.fl. Við ímynduðum okkur að í bygginganefnd mætti koma af stað stefnumótandi umræðum og gera ramma- reglugerð um einstök atriði, reglugerðir sem þá legðu til grundvallar heildarsvip hverfanna t.d. Það olli mér von- brigðum hversu slikum hugmyndum var illa tekið. Hver hugmynd fékk einstaklingsbundna umfjöllum án tillits til nokkurrar heildarstefnu. Ég skal nefna dæmi til að skýra þetta: Tökum t.d. umsóknir um breytingar í eldri hverfum t.d. um kvist á þaki vestur á Melum, sem er nokkuö algeng umsókn. í stað þess að reyna að móta stefnu varðandi það hverfi — sem upphaflega er byggt sem ein heild — stefnu sem lægi til grundvallar þegar fjallað er um umsóknirnar, þá er hver einstakur kvistur

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.