Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 11

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 11
2. teikning er gerö 5 mánuöum siðar, eftir að stúlkan hefur gengist undir fjölskyldumeöferö og teiknimeðferð. Nú viröist heildin meira samhangandi, minni ringulreið og tilhneiging til aö brjóta upp i smá- einingar. Það er jákvæö stemming yfir sólinni og skýjunum, jarðtenging meö grasræmunni og húsiö stendur sem tákn fyrir öryggi. Stúlkan teiknar sjálfa sig sem ,,hund“ sem er á mörkum þess aö vera frjáls og hlekkjaður og sem getur teygt sig í a) mat b) blóm og c) leik- föng. Teikningin endurspeglartilfinningar óhamingjusamrar, reiörar, litillar stúlku sem finnst hún rótlaus og óörugg og sem reynir mjög ákveöið aö sneiöa hjá eða leyna líkama sínum. Á 3. teikningunni sem gerö er 3 mánuðum siöar, teiknar stúlkan sjálfa sig sem brosandi hund (meö persónuleika) og fyllir glaölega út allan pappírinn. Hundurinn er greinilega kvenkyns (fyrri myndir hennar voru kynlausar). En þaö sem enn vantar mjög áberandi, er likaminn sem varö þungamiöjan í áframhaldandi meöferö ásamt því aö breyta hinu táknræna dýri, hundinum, i manneskju. Myndir og texti: ,,INCEST“ En bog om blodskam Tekin saman af: Lone Backe, Nini Leick, Joav Merrick, Niels Michel- sen NÝJAN FARVEG er oft orðinn stór hluti af per- sónuleika barnsins þar sem Það hefur samsamað sig þessu lífsformi og getur brotist út í geðrænum einkennum. I myndum þeim sem barnið málar, mótar í leir eða vinnur á annan hátt, koma oftast fram atriði sem eru barninu hug- staeð. Börnin fjalla yfirleitt um sig sjálf og tilveru sina I mynd- únum en án þess að gera sér grein fyrir því. Vegna þessa má oft með listmeðferð ná fram Því sem er að brjótast um í barninu. Oft koma sömu atrið- ln fyrir í myndum barnsins og má þá fara að líta á þau sem táknraenan vegvísi og verkefn- ið verður að finna hvað táknið stendur fyrir. Hafið þið í listmeðferð ein- hverjar algildar útlistanir á til- teknum táknum sbr. Sig- mund Freud forðum í sinni frægu drauma túlkunarkenn- ingu? Yfirleitt eru þetta einstak- lingsbundin tákn og er þá reynt að ná fram hugsun barnsins þeim tengdum t.d. með þvi að ræða við barnið um myndina. Þ.e.a.s. hvaða skilning barnið leggur í myndina. Sum tákn eru þó mjög afgerandi eins og t.d. ef barn teiknar kross end- urtekið í myndum sinum, þá er það oft tengt dauða þó aldrei megi ganga út frá því sem sjálf- gefnu. Meðferðin felst þannig í þvi að ná fram því sem er að brjót- ast um í barninu og gera það áþreifanlegt með umræðum. Listmeðferð ógnar barninu sjaldnast, bæði er aö flest börn hafa gaman að því að fást við myndlist og svo tengir barnið myndefnið yfirleitt ekki sjálfu sér. Það vandasamasta er þó að sá sem hefur með mynd- meðferðina að gera verður að finna út frá þekkingu sinni á barninu hvenær það er tilbúið að ræða um það sem er við- kvæmt og hversu djúpt á að fara í myndmálið. Þannig ræður barnið að vissu leyti sjálft ferðinni í þessu ferli. En með þessari aðferð er ekki síður mikilvægt að hægt er að nota myndirnar aftur síð- ar þegar barnið er tilbúið að taka upp þráðinn að nýju eftir hlé ellegar tilbúið til að takast á við erfiðari vandamál. A.H. 1) Þótt listmeðferð (art therapy á ensku) hafi verið stunduð hér á landi i 2—3 ára- tugi er enn nokkuö á reiki hvað á að kalla hana á islensku. I þessu viðtali veröur orðiö listmeðferð notaö fyrir art therapy og listmeðferðarfræöingur fyrir art therapist. 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.