Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 32

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 32
Arið 1985 komu 97.443 erlendir ferðamenn til ís- lands, sem er 14.2% fleiri en árið 1984. Á síðastliðn- um 3 árum hefur erlendum ferðamönnum fjölgað jafnt og þétt, eða um 34.2% og á einum aldarfjórð- ungi hefur tala erlendra ferðamanna meira en sjö- faldast og jafnframt hafa íslendingar aukið ferðalög um eigið land á þessu árabili. Og í ár þegar þessi orð i eru skrifuð, (ágúst 1986), er fjöldi ferðamanna kom- inn yfir 100 þúsund. Greinilegt er að ferðaþjónusta er atvinnugrein í vexti á íslandi og má benda á að tekjur af þessari atvinnugrein voru um 3 milljarðar króna á síðasta ári. Árið 1984 voru tekjur af ferða- þjónustunni um 2 milljarðar og skilaði svipuðum gjaldeyristekjum og loðnuvinnsian og helmingi meiri tekjum en járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga. Hik í stjórnvöldum En hvemig er búið að ferðamálum hér á landi? Eru t.d. til næg hótel, tjaldstæði og salerni til að anna þess- um ferðamannastraumi. Eru til fullnægjandi leiðbein- ingar fyrir ferðamenn um hvernig þeir eiga að umgang- ast viökvæma náttúru landsins? Allt bendir til þess að eitthvað hik sé á stjórnvöldum um framkvæmd þessara mála hér á landi, svo ekki sé tekið sterkara til orða. Feröamálaráö í svelti Fyrir nokkrum árum var bundið i lög að ferðamálaráð fengi 10% af árlegri vörusölu Frihafnarinnar i Keflavík en þeirri löggjöf hefur ekki verið framfylgt. í ár fékk ferðamálaráð rúmar 19 milljónir í sinn hlut, sem er eitt- hvaö nálægt 15% af áætluðum tekjum ríkissjóðs af flugvallaskattinum sem nýlega var hækkaöur um 200%. Þetta kom fram í máli Kristínar Halldórsdóttur þegar hún mælti fyrir tillögu um úrbætur í ferðaþjónustu í mars s.l., sem hún stóð fyrir ásamt þingkonum Kvennalistans þeim Guðrúnu Agnarsdóttur og Guð- rúnu J. Halldórsdóttur. Þingmennirnir Helgi Seljan, Karvel Þálmason, Kolbrún Jónsdóttir, og Kristín S. Kvaran voru meðflutningsmenn. Kristín benti einnig á að ef ferðamálaráð hefði fengið það sem því ber sam- kvæmt lögum hefðu það átt að fá um 40 milljónir. Fjár- skortur ferðamálaráðs verður til þess að minna verður um kynningar og sölustörfum erlendis á vegum ráðsins og ekkert verður gert til að bæta aðstöðu ferðamanna hér á landi. 32 •* I

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.