Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 38

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 38
Myndin á aö sýna hvernig Reykjavíkurborg kemur gesti fyrir sjónir. Ung stúlka íslensk kemur I heimsókn eftir 20 ára fjarveru. Hún sest að um nokk- urra mánaöa skeið hjá frænd- fólki sínu sem er aö byggja í sælureitnum Grafarvogi. Þau vinna bæöi baki brotnu, eigin- maðurinn í margfaldri vinnu, en konan I illa launuðu fóstru- starfi, aö sjálfsögðu. Þau eru þó sæl meö sitt, flytja brosandi inn í hálfkaraöan kjallarann og ekki eru lánakjörin aö sliga þau, því byggingunni miðar hratt þann tíma sem stúlkan dvelstálandinu. Þaöerljóst aö Hrafn ætlar sér aö gera góölát- legt grín aö byggingaræði ís- lendinga (án þess auðvitað aö skýra hvers vegna allir verða aö byggja eða kaupa), en skýr- ingar hins myndarlega borgar- verkfræöings gera kímnina aö engu. Grafarvogsskipulaginu, sem var mjög umdeilt á sínum tíma, er sungið lof og prís. Sömu sögu er aö segja um Skúlagötuskipulagið, því er lýst fjálgleþa hve strandlina Reykjavíkur sé ömurleg á þessu svæöi, þaö verður nú eitthvaö annað þegar búiö veröur að byggja blokkirnar viö Skúlagötuströnd (ekki var minnst á strandlengjuna viö Kleppsveg sem er gjörsam- lega hulin vegfarendum vegna ógnarlangrar byggingar — Ijót- ur blettur þaö). Fjalakötturinn fær svipaöa meöferö, borgin vildi svo gjarnan vernda þaö hús, en eigandinn, hann vildi bara rífa, segir í myndinni. Borginni voru allar bjargir bannaöar, allt Kela Vald aö kenna, og nú ku hann vera bú- inn aðselja lóöina fyrir 14 millj. í myndinni eru sem sagt tek- in fyrir helstu deilumál síöasta kjörtímabils, en haldið þiö aö stúlkan fái aö kynnast mismun- andi sjónarmiöum? Nei takk. Og þar er auðvitað komið aö aöalatriðinu hvaö varöar þessa mynd, sem er þaö aö hún er einn alls herjar lofsöngur um hugmyndafræði Sjálfstæöis- flokksins. Borgarstjórinn er eini maöurinn sem talað er viö, auk embættismannanna áöur- nefndu og svo stendur til aö tala viö fröken Reykjavík, en þaö verður aldrei neitt af því. Hjónin ungu sem vinna öllum stundum ýmist fyrir bygging- unni sinni eða í henni, gefa sér tíma (og hafa efni á) aö fara á LOGTAKSURSKURÐUR Aö kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfiröi, hefur bæjarfógetinn í Hafnarfirði kveöiö upp lögtaks- úrskurö fyrir eftirtöldum vangoldnum opinberum gjöldum, álögöum 1986: Tekjuskatti, eignarskatti, eignarskattsauka, slysa- tryggingu v/heimilis, kirkjugarðsgjaldi, sóknargjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, slysatryggingagjaldi atvinnu- rekanda, I ífey ri st ryggi n gagjald i atvinnurekanda, gjaldi í framkvæmdasjóð aldraöra, atvinnuleysis- tryggingagjaldi, sjúkratryggingagjaldi, sérstökum skatti á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, iönlána- sjóðs- og iönaðarmálagjaldi og útsvari og aðstöðu- gjaldi. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjald- hækkana og skattsekta til ríkissjóðs eða bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar. Brodway til aö verða þar vitni að fegurðarsamkeppni. Hver er þar mættur nema borgar- stjórinn sem segist til I aö gera hvað sem er vegna fröken Reykjavíkur, jafnvel að kaupa 5 kg. af skemmdum kartöflum! Unga stúlkan ætlar síöan aö kynna sér hagi fegurðardrottn- ingarinnar en viö fáum ekkert aö vita um hana nema það aö hún vinnur I sjoppu og býr hjá foreldrum sínum (sem líkaeiga kött). Viö fáum líka að líta inn í ,,stúlknaherbergið“, en sam- kvæmt málvenjum þýöir þaö orð reyndar vinnukonuher- bergi! Síöan ekki söguna meir um fegurðardrottningu Reykjavíkur. Gesturinn fær all nokkuö aö vita um pólitíkina I borginni m.a. er hún aö minnsta kosti tvisvar sett fyrir framan sjón- varpstæki til aö horfa á gamla upptöku frá borgarstjórnar- kosningunum 1982! Undarlegt mál þaö. Hún fer líka á borgar- stjórnarfund og hlustar á ræö- ur borgarfulltrúa og á viðtal viö Davíö. En hvaö um lífið og fólk- iö I borginni? Það er ekkert fjallaö um atvinnulífiö, ekkert um félagslíf, tómstundir, gamla fólkið, félagslega þjón- ustu, hvað þá (aðeins minnst á dagvistun) menningu og listir, nema hvað viö fáum aö sjá brot úr leikritinu um Önnu Frank. Þar af leiðandi verður niöur- staða mín sú að þessi mynd gefi afar yfirborðslega og tak- markaða mynd af borginni, sem rýrir heimildagildi hennar verulega. Auk þess er myndin afar einhliða, jafnvel boöiö upp á lýgi eins og þá að fátækt sé ekki til I Reykjavík! Þaö verður ekki annað sagt en að höndum hafi verið kast- aö til þessarar myndar og mér sýnist sem Hrafni Gunnlaugs- syni hafi í raun haft afar litla hugmynd um hvaö hann vildi segja okkur hinum um Reykja- vík (annað en aö prísa Davíð). Ég spyr: í hvaö fóru 10 milljón- irnar? Heföi nú ekki verið nær aö fá t.d. sagnfræðing til liðs viö kvikmyndagerðarmenn eða aö minnsta kosti aö gæta þess að mynd sem þessi, kost- uð af almanna fé, sé ekki hrein móðgun viö alla þá sem hafa aöra skoðun en Sjálfstæöis- flokkurinn. Reyndar er ég farin aö efast um aö aörar skoðanir séu leyfilegar hér í borg. Kristín Ástgeirsdóttir ®LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsmaöur óskast I fullt starf að skólasafnamiöstöð skóla- skrifstofu Reykjavikur. Vélritunarkunnátta áskilin. Æskilegt er aö umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur skólasafnafulltrúi í síma 28544-65 e.h. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Starfsfólk óskast I heimilishjálp. Heildags- eöa hlutastörf. Hentugt fyrir húsmæöur og skólafólk sem hafa tíma aflögu. Vinsamlegast hafiö samband viö heimilisþjónustu félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar Tjarnargötu 11, sími 18800. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstökum eyðublööum sem þar fást. 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.