Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 31

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 31
einnig s.l. vetur. i tillögu Kvennalistans er kveöiö á um aö Alþingi álykti aö skora á ríkisstjórnina að beita sér tyrir því á alþjóðavettvangi aö Sovétríkin og Bandaríkin •ýsi yfir tafarlausri frystingu kjarnorkuvopna, annaö- hvort með samtíma, einhliða yfirlýsingum eöa með sameiginlegri yfirlýsingu. Guörún Agnarsdóttir benti á þegar hún mælti fyrir þingsályktunartillögunni þriöja þingið i röð aö margir hafi taliö aö samþykkt þingsályktunartillögunnar um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum myndi leiða til þess aö íslendingar myndu styöja tillögu Svía og Mexikómanna á Allsherjarþingi Sameinuöu þjóöanna. Hjörleifur Guttormsson hóf umræðu á Alþingi utan dagskrár í desember í fyrra um áðurnefnda tillögu Svía °g Mexikómanna í því skyni aö fá fram afstööu íslands til hennar þar sem innan fárra daga yröi greidd atkvæöi um hana á Allsherjarþingi Sameinuöu þjóðanna. Þegar fram kom aö ísleningar hyggöust sitja hjá freistaðist Kvennalistinn til þess aö leggja fram tillögu sína um frystingu kjarnorkuvopna þriöja þingiö í röö. Allt kom fyrir ekki íslendingar sátu hjá einir Noröurlandaþjóöa, á þeirri forsendu, skv. oröum utanríkisráðherra þann 11. febrúar s.l., aö tillaga Svía og Mexikómanna samræmd- ist ekki afvoþnunartillögu íslendinga hvaö varöar ákvæöin um gagnkvæman samning kjarnorkuveld- anna um alhliða afvopnun og alþjóölegt eftirlit meö lögunni 11. febrúar s.l. og sagöi meðal annars aö á árinu 1985 heföi verið varið 800—1000 milljöröum doll- ara til vigbúnaðar í heiminum og jafnframt aö í Banda- ríkunum og bandalagsríkjum þeirra í Evrópu væru árleg útgjöld til hermála um 45 dollarar á hvert mannsbarn, en til heilsugæslurannsókna fara aðeins 2 dollarar á hvert mannsbarn. Guörún sagöi aö ef allur heimurinn væri haföur í huga er 450 dollurum aö jafnaði variö ár- lega til aö mennta hvert barn, en árlegur kostnaður við hvern hermann væri aftur á móti 25.600 dollarar. Til- laga Kvennalistans var ekki samþykkt þó svo hún væri aö meginefni til samhljóða samningi um bann við dreif- ingu kjarnorkuvopna (Non-Proliferation Treaty) sem íslendingar eru þegar aöilar aö. Greinilegt er aö stjórnvöld á íslandi þjást af áhuga- leysi hvaö varöar friöar- og afvopnunarmál og fékkst enn ein sönnun fyrir því þegar Guðrún spurðist fyrir um hvaöa áætlanir ríkisstjórnin heföi gert í tilefni friðarárs- ins 1986. Þegar svar forstæisráðherra kom þann 18. mars s.l. var enn allt óljóst um hvaö gera átti í tilefni friðarársins. Þaö eina sem komið var á hreint var að búið var að biöja Félag Sameinuðu þjóðanna um aö skipuleggja dagskrá í tilefni friöarársins og aö ýmsar hugmyndir um ráðstefnu, kynningarbækling og útgáfu frímerkis og myntar höföu veriö nefndar. Við það tilefni benti Guörún Agnarsdóttir á aö á hinum Noröurlönd- ÁHUGALEYSI STJÓRNVALDA fi'amkvæmd afvopnunar. í afvopnunartillögu íslend- 'nga sem samþykkt var s.l. vor stendur: ..Alþingi ályktar að beina þvi til rikisstjórnarinnar aö styöja og stuðla að allsherjarbanni viö tilraunum, framleiðslu og uppsetningu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöövun á framleiðslu kjarna- kleyfra efna í hernaöarskyni, jafnframt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um aö árlega veröi reglu- bundiö dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niöurskurö kjarnorkuvopna veröi framfylgt á gagnkvæman hátt þannig aö málsaðilar uni því og treysti enda veröi þaö gert í samvinnu við alþjóölega eftirlitsstofnun." Guörún Agnarsdóttir benti á viö sama tækifæri að nákvæmlega samskonar ákvæöi væri i tillögu Svia og Mexíkómanna þar sem stendur skv. þýðingu utanríkis- ráöuneytisins að afvopnun yrði háö viöeigandi eftirlits- ráðstöfunum og reglum þeim sem þegar hafa orðiö samkomulag um í SALT I og SALT II samningum stór- v°ldanna svo ekki er hægt aö segja aö tillaga Svia og Mexikómanna geri ekki ráö fyrir eftirliti né geri kröfur Urn gagnkvæman samning stórveldanna. Maður spyr si9 af hverju er hægt aö samþykkja tillögu hér heima en ®kki samskonar tillögu á alþjóöavettvangi? Eru sam- Pykktir sem gerðar eru hér heima bara til þess aö sýnast Vir íslendingum? Svipaöa sögu má segja um tillögu Kvennalistans um t>ann við hönnun og framleiðslu hergagna þar sem stendur ,,Alþingi ályktar aö lýsa yfir andstööu viö hug- ^yndir um aö íslenskt hugvit veröi nýtt til hátækniiðnað- ar sem tengist vígbúnaöi þannig aö íslendingar gerist Þátttakendur í þeim gereyöingaráformum sem vopna- ramleiöslu fylgja." Guörún Agnarsdóttir mælti fyrir til- unum hafi undirbúningur undir aögerðir vegna friðar- ársins 1986 hafist löngu fyrir áramót. Viö vitum að íslendingar eru friðelskandi þjóö. Vís- bending um þaö kom fram til dæmis í skoðanakönnun sem félagsvisindastofnun geröi fyrir sjónvarpiö um loft- árás Bandaríkjamanna á Líbýu á dögunum. Samkvæmt niöurstöðum hennar voru 80% íslendinga á móti árás- unum, 87% kvennaog 77% karlaog reyndist vera meiri andstaða hér á landi en í öörum löndum þar sem svip- aðar kannanir voru geröar (V.-Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi). Að lokum má benda á að í könnun sem Hagvangur framkvæmdi fyrir Morgunblaöið á dögun- um, um viöhorf íslendinga til stjórnmála og stjórnmála- manna kom fram aö 81% aðspurðra, 86% kvenna og 75% karla, fannst aö stjórnmálamenn ættu aö sinna friðarmálum meira en nú er raunin.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.