Vera - 01.09.1986, Síða 39

Vera - 01.09.1986, Síða 39
BÆKUR BÆKUR BÆKUR Women A World Report, London 1985 Kvennahúsinu barst nýlega að gjöf bók á ensku, sem heitir Women: A World Report. Bók- 'n er samin fyrir beiðni Sam- einuðu þjóðanna og gefin út af ”The New Internationalist publications“ sem gefur út rnikið af efni einmitt fyrir SÞ. í Urmála segir að beiðnin frá SÞ hafi verið sú að gera skýrslu um stöðu kvenna í lok kvenna- áratugarins, en ráðnir ritstjórar hafi haft hug á öðru en þurrum upptalningum. Markmiðið var því að búa til víðfemt yfirlit með upplýsingum um konur, sem 9æti lifað löngu eftir að ómur- inn af kvennaráðstefnunni í Nairobi var þagnaður. Með Þetta í huga er bókinni skipt í Þrjá þætti. Sá fyrsti er greining á stöðu kvenna um allan heim Þvað varðar fjölskylduna, vinnumarkaðinn bæði á sviði landbúnaðar og iðnaðar, heilsufar, kynlíf, menntun og stjórnmál. Höfundur þessarar 9reiningar er Debbie Taylor, sem jafnframt var aðalritstjóri Þókarinnar. Sú greining er bæði fróðleg og skemmtileg og ' henni er farið vítt og breitt um veröldina. í öðru lagi er þáttur, sem ber yfirskriftina Konur til H/enna og er lunginn úr bók- 'nni. Hér eru um að ræða ðreinar um konur og fjölskyld- Una, um vinnuna og menntun, stjórnmála og kynlif likt og í tyrsta þætti. En sú nýstárlega 'eiö var farin viö gerð þessara ^afla að 11 konum var boðið að ferðast og skoða sig um i jafn- Törgum þjóðlöndum og skrifa svo grein við heimkomuna, eða eftir a.m.k., mánaðarferð. Bl þessa voru fengnar vel l^ennar kvenfrelsiskonur og rit- höfundar, þær Toril Brekke frá Noregi, sem skrifar um Sovét- rikin, Marilyn French frá ^andaríkjunum og skrifar um Indland, Buchi Emecheta frá Nigeriu, sem skrifar um n^enntamál í Bandaríkjunum, áiH Tweedie, ensk og skrifar um menntamál í Indónesíu, Nawal el Saadawi, egypsk og skrifar um stjórnmál í Bret- landi, Germaine Greer, áströlsk og skrifar um Kúbu, Elena, sem býr í Mexico skrifa um kynlíf í Ástralíu, Angela Davis frá Bandarikjunum skrifar um þaö sama í Egypt- landi. Með þessu móti vildu rit- stjórarnir gera sjónarhól bók- arinnar sem hæstan og ná fram sem flestum sjónarhorn- um. Þessir kaflar eru stórkost- lega skemmtileg lesning. Allir höfundarnir eru vel pennafær- ir, skrifa persónulega og af ákafa og áhuga á viðfangsefn- inu, þetta er næstum því eins og að lesa sendibréf frá vin- konum svo hlýr og opinn er stíllinn. Síðasti þáttur bókarinnar heitir Konur: Staðreyndirnar og er þá um að ræða tölulegar upplýsingar um allt milli himins og jarðar sem varðar konur vítt og breytt á jörðinni. Svo sem hlutföll þjóðanna með tilliti til kynja, aldurs og hjónabands eða ekki, hlutfall giftra kvenna á barnsburðaraldri sem nota getnaðarvarnir (Island er þar ekki með — það vekur reyndar óneitanlega og í alvöru að tala, dálitla athygli hversu sjaldan ísland virðist eiga viðkomandi upplýsingar), tíðni fæðinga, stærð heimila, hlutfall kvenna á vinnumarkaði við upphaf og lok áratugarins, hlutfall ólaun- aðra heimilisstarfsmanna (sic!) dánartíðni ungbarna, hlutfall ólæsra. . . hér er að- eins gripið niður í töflunum af handahófi. Sem sagt, upplýs- ingabanki um stöðu kynjanna um allan heim. Ég tel óhætt að mæla með þessu riti við öll þau, sem áhuga hafa á að kynna sér stöðu kynjanna. Augljóslega liggur að baki bók- arinnar óhemju vinna og áhugi á málinu, pennagleði og vilja- styrkur. Hér í Kvennahúsinu er aðeins til eitt eintak, sem okkur er sárt um en ykkur er velkom- ið að koma og skoða! Eins og áður sagði er bókin gefin út af New Internationalist Publicat- ions og hægt er að hafa sam- band viö það fyrirtæki í þessu heimilisfangi: 42 Hythe Bridge Street, Oxford, 0X1 2EP, Eng- landi. Bókin sem við höfum undir höndum er prentuð hjá Methuen, er kilja og kostar samkvæmt bókarkápu 4.95 ensk pund. Ms Hugsaðu vel um Veruna þína. Nú er hægt að fá möppu á 200 kr, merkta Veru í Kvennahúsinu, Hótel Vík. Þá er líka hægt að fá Veru frá upphafi, ef þig vantar í safnið. Hafðu samband, síminn er 22188. Bestu kveðjur, 1 HJÚKRUNARHEIMILIÐ SÓLVANGUR Auglýsir eftirtaldar stöður lausar nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: STÖÐUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Um hlutastörf er að ræða. STÖÐUR SJÚKRALIÐA Fullt starf — hlutastarf. STÖÐUR STARFSFÓLKS VIÐ AÐHLYNNINGU Fullt starf — hlutastarf. STÖÐUR STARFSFÓLKS VIÐ RÆSTINGU Hlutastarf. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 50281 L 39

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.