Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 16

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 16
ATVINNUMIÐLUN Árlega leita hátt á sjötta hundrað námsmenn frá ýmsum skólum á fram- halds- og háskólastigi til Atvinnumiölun- ar námsmanna, sem starfrækt er frá maíbyrjun til júníloka. VERU þótti ein- sýnt að starfsmenn Atvinnumiðlunar hlytu að hafa frá einhverju forvitnilegu að segja um atvinnumarkaðinn og leit- aði því til Soffíu Karlsdóttur. Soffía, hefur þú unnið lengi við Atvinnu- miðlun námsmanna? Ég hef starfað við hana i þrjú sumur. Hún er starfrækt í tvo mánuði, maí og júni, en undirbúningur hefst nokkru fyrr. Hann felst í því að skrifa bréf til atvinnurekenda, sem hafa verið viöskiptavinir og minna þá á starfsemina og hvenær hún hefst og að auglýsa hana meðal námsmanna. Reynd- ar mætti undirbúningur hefjast fyrr svo aö hægt væri að ná til fleiri atvinnurekenda og fá fleiri tilboð. Þú hlýtur að hafa orðið margs vísari um vinnumarkaðinn í þessu starfi. Já, við kynnumst vel kjörunum sem boð- ið er upp á. Munurinn á einkafyrirtækjum og ríkisfyrirtækjum er áberandi, einkafyrir- tækin bjóða best, ríkisfyrirtækin verst. Eiginlega eru ríkisfyrirtækin þjálfunar- stöðvar fyrir einkafyrirtækin. Þau taka alla en einkafyrirtækin vilja fá þjálfað fólk. Hvers kyns störf eru það sem bjóðast helst? Það bjóðast mikið af illa launuðum störf- um hjá ríkinu og þar virðist alltaf vanta fólk. Mest ber á byggingavinnu, skrifstofustörf- um, afgreiðslu- og lagerstörfum, út- keyrslu- og þjónustustörfum af ýmsu tagi. Það hefur verið þó nokkuð um tímabundin verkefni, svo sem að slá inn á tölvu, máln- ingavinna, garðvinna o.fl. o.fl. Slíkum störfum hefur þó fækkað vegna vinnuskól- anna sem gjarnan bjóða i þau. Vilja námsmenn gjarnan slík störf? Já, þó nokkuð margir, t.d. þeir sem eru að vinna að ritgerðum eða lesa undir próf, ætla til útlanda o.fl. Eru námsmenn almennt ánægðir meö það sem býðst? Það virðist ekki vera. í flestum tilfellum taka þeir ekki fyrr en 3. eða 4. boði og þá oft út úr neyð. Það er undantekning aö þeir taki fyrsta boði. Hvað setja þeir helst fyrir sig? Launin, nr. 1,2, 3. Langur vinnutimi og lítið kaup. Tilboð um 18.000 á mánuði er ekki aðgengilegt fyrir stúdent sem hefur verið mörg ár í háskóla! En atvinnurekend- ur eru yfirleitt mjög ánægðir með fólkið sem við útvegum. Það lætur greinilega ekki óánægjuna bitna á vinnunni. Hefur þú mikið orðið vör viö að vinnu- markaðurinn sé kynskiptur? Biðja atvinnu- rekendur almennt um annað hvort kynið? Við höfum reynt að stokka svolítið upp í hefðbundnum karla- og kvennastörfum og boðiö stúlkum byggingavinnu og strákum skrifstofustörf. En hins vegar biðja at- vinnurekendur næstum i öllum tilfellum um annað hvort kynið og við erum með mismunandi lit skráningaspjöld fyrir kyn- in. Yfirleitt er meiri eftirspurn eftir kven- fólki. Þegar atvinnurekendur vilja karla biðja þeir oft um vana menn og sterka, og það strandar á því hjá konunum. Þær hafa ekki þjálfun t.d. í byggingavinnu og veigra sér við þungan burð og mikið líkamlegt erfiði. Strákar í viðskiptafræði sækjast þó nokkuð eftir skrifstofustörfum til að kynn- ast þeim og vegna þjálfunarinnar, en at- vinnurekendurnir vilja oftast stúlkur, segjast t.d. hafa haft stúlkur áður, eða að það séu svo margir karlar á vinnustaðnum að þeir vilji gjarnan frá stúlku, að þær séu betri í vélritun o.s.frv. Eru það þá ekki launin sem þeir setja fyrir sig? Jú, eflaust. Hvað með strákana sem vilja fara í skrif- stofustörfin? Setja þeir ekki launin fyrir sig? Þeir reikna oft með því að þeir geti sam- ið um hærra kaup. Stelpurnar virðast fremur ganga út frá laununum sem gefn- um. Við bendum fólki á að það geti reynt að semja um launin. Eru stelpurnarþá lítilþægari í sambandi við laun? Ég get ekki svarað því. En'þær virðast frekar taka því sem þeim er boðiþ og ekki vera eins harðar að semja um hærra kaup. Það þýðir ekki annað en að vera á verði því að það er algengt að atvinnurekendur bjóði sæmilegt kaup en svo þegar til kast- anna kemur vantar kannski nokkur þús- und upp á upphæðina sem þeir buðu i upphafi. En af því að eftirspurn eftir vinnu- afli hefur verið mikil síðastliðin tvö sumur hafa námsmenn haft nokkurt val, en það breytir ekki þeirri staðreynd að almennir launataxtar eru lágir og það er erfitt, einkum fyrir stúlkur, að finna störf sem gefa það mikið af sér að þær geti lagt nokkuö fyrir til að mæta námskostnaði. Hvernig líst þér á vinnumarkaðinn sem þú hefur kynnst í þessu starfi, Soffía? Launin mættu vera betri en atvinnuhorf- ur hafa verið góðar. Fólk getur fengiö vinnu ef það vill. Það þarf bara ofurlitla framtaksemi við að leita og opinn hug i sambandi við það sem er í boði. Annars langar mig að segja að Atvinnumiðlun námsmanna er ekki alveg sambærileg við almenna atvinnumiðlun og mér finnst aö það þyrfti að huga betur að þörfum náms- manna. Kynna atvinnurekendum betur hvers konar fólk stendur til boða svo að þeir geti leitað að fólki í sérhæfð störf. Margir hafa 3—4 ára háskólanám að baki og ættu aö geta haft gagn af námi sínu og atvinnurekendur ættu að geta fundið starfskrafta við sitt hæfi. Það ætti ekki að þurfa að ráða læknanema á 3. og 4. ári í byggingavinnu og menntaskólanema á rannsóknarstofu eins og nú er gert. G.Ó. 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.