Vera - 01.09.1986, Page 25

Vera - 01.09.1986, Page 25
nokkrum árum vegna niður- skurðs á fjárveitingum. Þá vildu stjórnvöld spara fé til lista, menningar og félagslegr- ar þjónustu. Þá var það okkar vinna í Studio D sem stóð að mestu fyrir því að bjarga stofn- uninni. Aragrúi bréfa barst frá konum víðsvegar að i Kanada sem kröfðust þess að stofnun- in fengi að starfa áfram vegna hinna einstæðu vinnu kvenna Þar og var þá helst vitnað til Þeirra tveggja mynda sem við meddum um áðan. Við erum ekki eins sýnilegar nú og áður °9 þrátt fyrir velgengni okkar vorum við reyndar eina deildin sem fékk minni fjárveitingu i stað meiri á þessu ári. Kvik- myndastofnunin er hætt aö hampa okkur og vitnar fremur hl annarra mynda en okkar. þetta virkar að sjálfsögðu mjög neikvætt á okkur sem höfum 'akmarkað sjálfræði sem kvennadeild innan karlastofn- unar sem er full af skrifræði. hað yrði mjög mikill missir ef við yrðum kaffærðar. Við erum ekki endilega að halda því fram aö allar konur eigi að vinna sér eins og við höfum gert, en kon- Ur ættu að eiga val á hverjum l|ma í lífi sínu. Þær ættu að 9eta unnið þar sem þær fýsir á ellum lifsferli sínum. Hins Vegar hafa þær ákveðið for- ðaerni í því sem við höfum verið aö gera. Ef þær vinna í stofnun eða ^eð verkefni sem þær mega ekki sjálfar skilgreina, þá ^unu þær ekki geta tjáð sig fyllilega. Það eru mörg fyrir- aiasli um það hvernig á að gera kvikmynd og ekki síst, hvernig a að gera góða kvikmynd. etta er dýrt fyrirtæki og vilji þær fá peninga til fram- kvæmda er hætt við að sá böggull fylgi skammrifi að sjálf- stæði þeirra til að gera myndir eftir eigin höfði verði jafnframt skert. Þrátt fyrir þær takmark- anir sem við höfum er þó Studio D í raun eini staðurinn, þegar okkur hefur verið úthlut- að fé til framkvæmda, þar sem enginn getur sagt: þetta er heimskuleg hugmynd, þessi mynd þarfnast meira jafn- vægis, það ættu að vera jafn- margir friðarkarlar og friðar- konur sem tala í þessari mynd o.s.frv. GA: Að lokum Bonnie, síð- asta mynd þín var um friöarmál og sú næsta verður það e.t.v. einnig. Hvernig líst þér á fram- tíðarhorfur okkar, ertu bjart- sýn? BSK: Stundum held ég aö við höfum tíma, að við munum vinna með tímanum. Kínverjar segja að tákn erfiðleikatíma sé hætta og tækifæri. E.t.v. er sú staðreynd að hættan er svo mikil, liklega til þess að okkur munu hugkvæmast úrræði. Aðra daga finnst mér tíminn svo naumur og fólk sýnist svo værukært og heilaþvegið að við virðumst dæmd til að fljóta að feigðarósi. Annars trúi ég því að konur séu best til þess fallnar aö bjarga heiminum úr þeirri kreppu sem hann er í, knýja fram þau umskipti sem eru nauösynleg til að venda kvæði í kross ef á að bjarga honum. Ég er hins vegar ekki viss um að við getum stigið þetta skref. Það stendur og fellur með því hvort við tökum okkur sjálfar nógu alvarlega,- fylgjum eftir reynslu okkar og lífsspeki. BOKSALA K.H.I Kennaraháskóla Islands Opid 9-1530 V/Stakkahlíd Sérpöntum allar fáanlegar bækur HJA OKKUR p/ERÐU alla «UANASr BRENT PJONUSTAN HF. BOLHOLTI 6 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 687760 - 687761 25

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.