Vera - 01.09.1986, Page 22

Vera - 01.09.1986, Page 22
Kvikmyndaver kvenna í Kanada GA: Hvenær fórstu svo aö starfa 1 kvennakvikmyndaver- inu Studio D? BSK: Árið 1975 fluttumst við svo aftur til Kanada. Þá var að fara í gang þar sérstakt kvik- myndaver kvenna í tilefni af alþjóðaári kvenna. Þetta var hugsað sem stuðningur við kvennamenningu en kvik- myndagerð var sannarlega vettvangur sem konur áttu ógreiðan aðgang að. Mjög fáar konur unnu við kvikmyndagerð á þeim tíma bæði í Kanada og annars staðar í heiminum. Kanadíska kvikmyndastofnun- in gat sem ríkisstofnun tryggt konum starfsöryggi og góðar aðstæður. Hugmyndin að baki Studio D var að þjálfa konur á þessu sviði, gefa þeim tæki- færi til að þróa hæfileika sina og búa til kvikmyndir um konur þannig að við gætum séð okk- ur sjálfar á hvíta tjaldinu með eigin augum en ekki endur- speglað af sjónarmiðum karla eða þeim sjónarmiðum sem þeir vilja eða halda að séu kvenna. Þarna slóst ég í hóp- inn. Fyrstu myndirnar voru um sögu kvenna og kvenna mál- efni, myndir um konur gerðar af konum. Ég gerði t.d. kvik- mynd um miðaldra konu sem hét: Kvikmyndin hennar Pat- riciu. Hún var um konu sem orðin var fertug og átti 6 börn en yngsta barn hennar var að byrja skólagöngu. Hún stóð á tímamótum í lífi sínu og spurði sjálfa sig: Hver er ég sem hef alltaf fyrst og fremst verið móð- ir barnanna minna? Hver er Patricia? Hvílíkt kvikmyndaefni!!! sögöu starfsfélagar mínir af karlkyni. Hverjum dettur í hug að gera kvikmynd um fertuga húsmóður? Hvaö hefur hún gert? Hún er engin hetja. Við vorum því önnum kafnar við að endurskilgreina hvað var þess virði að kvikmynda, hvað var áhugavert að sjá. Við endurskilgreindum líka hvaða viðfangsefni hafa fegurðar- gildi. Starfsfélagarnir af karlkyni sögðu: En þetta eru ekki kvik- myndir, fólk bara stendur upp og talar!!! Það var þó einmitt hugmynd okkar að hlusta á konu tala, segja frá lífi sínu og reynslu, sjá hana í nærmynd, sérstaklega ef hún var ekki fal- leg samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum. Okkur fannst það stórkostlegt myndefni og einmitt það sem við þurftum að sjá. Síðar bjó ég til kvikmynd um konu sem var að reyna að kom- ast að i prófkjöri á vegum frjáls- lynda flokksins I ríkasta kjör- dæmi Kanada, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmál- um. Þetta var blökkukona sem hafði starfað að velferðarmál- um, m.a. komið á fót kvenna- athvarfi. Hún keppti við mjög efnaðan, hvítan karlmann sem var læknir og hafði verið send- ur til höfuðs henni af frjáls- lynda flokknum með slagorð- inu: Hann er rétti frambjóðand- inn fyrir Rosedale, en það hét umdæmið. Þetta var áhuga- verð barátta en fór því miður þannig að blökkukonan tapaði enda átti hún við ofurefli að etja. GA: Hvernig eru tengsl kvennakvikmyndaversins við kvennahreyfinguna? BSK: Á síðustu árum höfum við unnið mjög mikið samsíða kvennahreyfingunni og það sem hefur reyndar gerst er, að konur hafa fært verðmætamat sitt og sjónarmið yfir á öll mál, eins og þið segið í stefnuskrá ykkar, öll mál eru kvennamál. Við lítum á það sem rétt okkar og þörf að gaumgæfa allt, fjalla um allt milli himins og jarðar og gera um það kvikmyndir. Það er samt áhugavert að friður og samfélagsmál hafa orðið for- gangsverkefni hjá okkur en karlkyns starfsfélagar okkar sinna þessum efnum lítið sem ekkert. GA: Er þetta kvikmyndaver kvenna einstakt í sinni röð? BSK: Já, það er eina ríkis- styrkta kvikmyndaver kvenna í heiminum sem stendur. Það hefur þó ýmsar takmarkanir þar sem myndum okkar er dreift fyrst og fremst gegnum dreifikerfi kvikmyndastofnun- arinnar. Hins vegar eru konur svo hungraðar eftir þeim myndum sem við búum til að við höfum að auki óformlega dreifikeðju meðal kvenna sem er vel skipulögð. Myndir okkar fara ekki eingöngu til kvenna- hreyfingarinnar sem slíkar heldur einnig til ótal einstak- linga, hópa og félagasamtaka. Þeir hjá kvikmyndastofnuninni kalla okkur „sérstakan áhuga- hóp“ sem er í sjálfu sér fyndið þvi að konur eru meirihluti þjóðfélagsþegnanna. Þrátt fyrir þessa skilgrein- ingu hafa kvikmyndir okkar verið þær allra vinsælustu af kvikmyndum stofnunarinnar á sl. árum, hvaða mælistika sem notuð er. Þær hafa unnið til flestra verðlauna, verið sýndar oftast og seldar mest. Þó að við séum fyrst og fremst að búa til kvikmyndir fyrir konur þá erum við jafnframt að búa til kvik- myndir sem koma öllum við. Studio D hefur gert um 248 myndir frá upphafi og eru við- fangsefnin fjölbreytileg. Hand- bók kvikmyndaversins sýnir myndaflokka um Konur sög- unnar, Mæður á vinnumark- aði, Konur á vinnustað, Konur og listir, Konur og stjórnmál, Nauðgun og misþyrmingar, Eldri konur, Breytingarskeið karla, Stúlkur og ungar konur, Heilbrigðismál og kynlíf, Menning annarra landa, ímyndir í þjóðfélaginu. Innan hvers myndaflokks er svo að finna bæði stuttar og langar myndir og er sýningartími myndanna frá 5—130 mín. Verðlaunamyndir um klám og kjarnorkuvá Stóru myndirnar sem við gerðum voru 2, Ef þú elskar þessa jörð (If you love this planet), sem Terri Nash leik- stýrði. Sú kvikmynd var í raun myndskreyttur fyrirlestur um kjarnorkuvá haldinn af ástralska lækninum Helen Caldicott. Hún fékk Academy Award sem besta heimilda- mynd ársins 1982. Hin myndin hét Engin ástarsaga, kvik- mynd um klám (Not a love story, a film about porno- graphy) sem ég leikstýrði. GA: Já, þessar myndir voru 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.