Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 2

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 2
VERA 4/1986 — 5. árg. Biskup íslands, æðsti hirðir þjóðkirkjunnar, hefur sent frá sér hirðisbréf sem ber heitið ,,Kirkjan öllum opin“. Er bréfinu ætlað að vera n.k. stefnumörkun fyrir presta og söfnuði á ís- landi. Síðasti kafli bréfsins nefnist „tímabil undirbúnings“ og er þar fjallað um undirbúning að þúsund ára afmæli kristni- töku á íslandi árið 2000. í lok þessa kafla líkir biskup fóstur- eyðingum af félagslegum ástæðum við útburði barna í heiðn- um sið. Hann segir: ,,Nú hefur það gerst hjá þjóð okkar, að þau fornu lög (sem heimiluðu útburð barna) hafa aftur verið tekin í gildi, þ.e.a.s. að fóstureyðingar eru leyfðar af félags- legum ástæðum." Þessi samlíking biskups hlýtur að verka eins og reiðarslag á fjölmargar konur sem af einhverjum ástæðum hafa orðið að gangast undir fóstureyðingu. Með þessum orðum er æðsta embætti kirkjunnar að setjast í dóm- arasætið gagnvart konum. Það vekur athygli að biskup minnist eingöngu á fóstureyð- ingar af félagslegum ástæðum. Af samhengi bréfsins má skilja að hann æski þess að sá þáttur laganna sem þær heim- ilar verði numinn úr gildi fyrir árið 2000. Biskup og þeir kirkj- unnar menn sem honum fylgja að málum hljóta að grundvalla skoðun sína á hugmyndum sínum um kristilegt siðgæði og helgi mannlegs lífs. Telji þeir þá mannhelgi ná til fósturs á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu þá hlýtur hún að vera óskoruð. Þá nær hún líka til fósturs sem komið hefur undir við nauðgun sem og þess sem á einhvern hátt er ógnun við heil- brigði móður. Þá eru þeir alfarið andsnúnir fóstureyðingum. Þegar núverandi fóstureyðingalöggjöf var til umræðu á Alþingi fyrir rúmum 10 árum sagði Magnús Kjartansson, fyrr- um heilbrigðisráðherra, að rétturinn til ákvarðana í samræmi við siðgæðishugmyndir hvers og eins væri hluti af þeirri vegsemd og þeim vanda að lifa. Þeim vanda eru konur fylli- lega vaxnar. Á þær er lögð sú ábyrgð sem því fylgir að koma nýju lífi til vits og þroska, oft við erfiðar aðstæður. Þá ábyrgð hafa þær axlað á sama tíma og samfélagið hefur hlaupist undan henni. Þær eru því öðrum fremur þess umkomnar að taka þá vandasömu ákvörðun hvort þær vilji eða hafi að- stæður til að bera burðinn og ala önn fyrir honum. Breyting á núverandi fóstureyðingalöggjöf leysir engan siðferðisvanda — hún eykur hann. Breyting getur heldur ekki komið í veg fyrir fóstureyðingar af félagslegum ástæðum. Fjöldi kvenna yrði ofurseldur því hlutskipti að leita sér ólög- legrar aðgerðar sem kostar offjár og ómældar þjáningar. Ábyrgðin væri eftir sem áður kvennanna en stjórnvöld hefðu gilda fjarvistarsönnun. Að firra þau allri ábyrgð er siðferðileg léttúð. Nær væri að kalla þau til ábyrgðar á aðbúnaði og fram- tíð þeirra barna sem þegar eru í heiminn fædd. — isg. Útgefendur: Kvennaframboöiö í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188, 21500, 13725 í VERU NÚNA: 3 Lesendabréf 4—5 Á bak við tjöldin rætt um kjörin á veitingahúsum 6 Mæður Reykjavíkur 7 Ljóð 8—9 Fer minni tími í húsverkin? Heimilistæki — fjötur eöa frelsi? 10—11 Myndmálið getur opnað farveg rætt viö Rósu Steinsdóttur 12—13 Ofbeldi gagnvart börnum 14—15 Héðan og Þaðan 16 Vinnumiðlun 17 Brjótum múrana 18 Skrafskjóða Guörún Ólafsdóttir skrafar 20—25 Kvikmynd er baráttutæki rætt viö kvikmyndagerðarkonuna Bonnie Sherr Klein 26—29 Borgarmál 30—33 Þingmál 34 Húsin sem konurnar eiga um Hlaövarpann 36 Simone de Beavoir 37 Leiklist 37 Bió 39 Bækur Mynd á forsíðu: Ms Konan á myndinni er Gloria Swanson 1919 Ritnefnd: Guðrún Ólafsdóttir Guörún Kristmundsdóttir Ingibjörg Sólrún Gisladóttir Kristín Á. Árnadóttir Kristin Blöndal Magdalena Schram Ragnhildur Eggertsdóttir Sigríður Einarsdóttir Utlit: Malla, Stína og Kicki Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreifing: Ragnhildur Eggertsdóttir Ábyrgð: Magdalena Schram Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Pnentun: Solnaprent Ath. Greinar i Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.