Vera - 01.09.1986, Síða 9

Vera - 01.09.1986, Síða 9
Auðveldari húsverk — meiri ánægja? Margir telja tæknina hafa haft í för meö sér aukna hagræðingu á heimilunum jafn- framt því sem hún hafi gert ýmis húsverk auðveldari. Það myndu víst fáir neita því að með nútíma ,,þægindum“ sé auðveld- ara að þvo þvott en áður, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. En þetta með hagræðing- una er dálítið flóknara mál. Það hefur verið bent á að vegna þess að húsverkin eru unnin í einangrun inni á heimilunum og vegna þess að þau fela í sér ótalmörg óvænt viðvik, þá sé það takmörkunum háð hversu mikilli hagræðingu er hægt að koma við, enda er bent á að vegna þess að heimilisstörfin eru tengd tilfinningabönd- um innan fjölskyldunnar þá séu ekki gerð- ar sömu kröfur um afköst og hagræðingu °9 gert er á almennum vinnumarkaði. Auðveldari húsverk þurfa ekki að fela í sér að þau verði ánægjulegri fyrir þann sem vinnur þau né heldur að húsmóður- hlutverkið verði ánægjulegra. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að heimilistæki geta haft áhrif á það hvernig verkin eru unnin og jafnvel gert einstöku verk ánægjulegri, en Það þarf ekki að fela í sér aukna ánægju með sjálft húsmóðurstarfið. Langt er síðan bent var á neikvæð áhrif heimavinnu á heilsufar kvenna. Færri úti- vinnandi konur virðast t.d. þjást af svefn- leysi, martröð, höfuðverk, örum hjartslætti °9 svima en heimavinnandi konur. Það hefur ekki dregið úr þessum einkennum raeð tilkomu nútíma heimilistækja, enda er það fyrst og fremst einangrunin og skortur á félagslegum samskiptum viö full- orðna sem hefur verið talin valda þessu. Beturbúin heimili Mörg heimilistæki, uppþvottavélar, ör- hylgjuofnar, o.þ.h. eru dýr. Ekki hafa verið færö gild rök fyrir því, að þau geri rekstur heimilanna ódýrari. Hitt er svo annað mál aöþau hafagildi sem stöðutákn, bæði fyrir ^3rla og konur. Konur líta oft á húsmóðurhlutverkið sem eins konar fórn sem þær færa af skyldu- raekni við fjölskylduna. Telji konur að 'aeknin auðveldi störf sín og bæti þar af ieiðandi heimilislífið eykur það likurnar á hvi að þær vilji hafa heimilið vel tækjum búið. Vegna hefðbundinnar verkaskipting- ar á heimilunum er staða karla m.a. háð Þvi að þeir „skaffi vel“ og geti búið fjöl- skyldunni sem þægilegastan lifsmáta. bess vegna fá konur gjarnan heimilistæki sem gjöf frá eiginmönnum sínum. Fer minni tími í húsverkin? Nýlegar breskar rannsóknir hafa leitt í Ijós að vinna á heimilunum samsvarar u.þ.b. 50% allrar vinnu sem innt er af hendi þar í landi í vinnustundum talið. Þá hafa sumar rannsóknir sýnt að heildar- vinnutími innan heimilisins hefurekki Styst sem talist getur sl. 50 ár, jafnvel þótt notkun nútíma tækni hafi aukist mjög á þeim árum. Léttari húsverk þurfa nefni- lega alls ekki að fela í sér að minni tími fari í að vinna þau. Auk þess virðist aukin vinna hafa fylgt ýmsum smærri heimil- istækjum sem komið hafa inn á heimilin á undanförnum árum. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt örlitla neikvæða fylgni hjá sum- um millistéttarfjölskyldum milli fjölda heimilistækja og þess tíma sem fer í hús- verk. En þegar á heildina er litið virðist aukin tækni á heimilunum ekki, eða a.m.k. mjög lítið hafa stytt vinnutímann heima- fyrir. Hluti skýringarinnar er að um leið og konur gátu eytt minni tíma í ákveðin verk, svo sem í þvotta með tilkomu sjálfvirkra þvottavéla, notuðu þær tímann, sem þannig sparaðist til að sinna öðrum heimil- isstörfum. Því að á sama tíma og tæknin kom inn á heimilin, breyttust kröfur, t.d. hvað snertir hreinlæti. Konur þurftu nú að þvo, skúra, strauja, svo að nokkur dæmi séu nefnd, mun oftar en áður til að mæta breyttum kröfum. Heildaráhrif tæknibreyt- inganna hafa því ekki verið tímasparndi. Fjölskyldustærð og aldur barna ásamt úti- vinna kvenna eru þau atriði sem ákvarða vinnutímann heimafyrir — ekki tæknin. Verkaskiptingin á heimilunum Ýmsir virðast trúa því, að með aukinni tækni á heimilunum dreifist húsverkin á herðar fjölskyldumeðlima. Það hefur hins vegar komið á daginn að tilhneigingin virð- ist vera í þveröfuga átt, þ.e. að húsverkin hafi með tilkomu heimilistækjanna færst yfir á herðar einnar manneskju — hús- móðurinnar. Með iðnvæðingunni missti fjölskyldan/ heimilið, sem verið hafði miðstöð fram- leiðslu og neyslu, mestanpart hlutverk sitt sem framleiðslueining. Það hafði m.a. í för með sér að þjónustufólk, ógiftar dætur og ,,frænkur“, sem áöur höfðu unnið mikinn hluta heimilisverkanna, fóru út á vinnu- markaðinn. Eftir sat húsmóðirin ein með öll verkin, ásama tíma og kröfurnar jukust. Tæknin var að mati sumra innleidd á heimilin í þeirri trú, að þannig gæti hús- móðirin frekar mætt þessum kröfum. Rannsóknir á verkaskiptingu karla og kvenna og á þeim tíma sem karlar og kon- ur eyða í húsverk hafa leitt i Ijós að nútíma- tækni sparar gjarnan körlum tíma. Það hefur nefnilega komið i Ijós að þau verk sem karlar sinna helst, hafa [ mestum mæli verið tæknivædd. Gott dæmi um það er uppvaskið og uppþvottavélin. Rútínu- störfin sem konur sinna enn að mestu leyti einar, hefur reynst erfiðara að vélvæða. (Ekki furða þótt karlarnir gefi eiginkonun- um uppþvottavélar í jólagjöf!). í sænskri rannsókn sem gerð var árið 1982 kom í Ijós að konur sem bjuggu einar sögðust aö meðaltali eyða 24 tímum á viku í heimilisstörf, en karlar 14 tímum. Hjá barnalausu fólki í sambúð eyddu konur 33 tímum á viku í heimilisstörf, en karla bara 16 tímum. Við það eitt að fara að „búa með“ eykst samkvæmt þessu sá tími sem fer í heimilisstörf mun meira hjá konum en körlum. Svipaöar tölur hafa komið fram í öðrum löndum. Útivinna kvenna hefur áhrif á það hvernig konur skipuleggja heimilisstörfin, en hún breytir ekki verkaskiptingunni á heimilinu. Vinnudagur kvenna lengist við að vinna utan heimilisins því að heimilis- störfin bíða að útivinnu lokinni. En það sem e.t.v. kemur mörgum á óvart er að sá tími sem karlar eyða i húsverkin eykst lítið sem ekkert þótt konur þeirra séu útivinn- andi. Tæknin — fjötur kvenna? Ef við veltum þvi fyrir okkur, í Ijósi þess sem á undan er sagt, hver hafi hagnast mest á tæknivæðingu heimilanna, virðast konur ekki vera þar efstar á lista. Þótt tæknin hafi dregiö úr líkamlegu erfiði við heimilisstörfin þarf enn að vinna þau. Tæknin hefur ekki bætt heilsufar heima- vinnandi kvenna, ekki breytt verkaskipt- ingu milli kynjanna og ekki gert konum auðveldara fyrir að vera á hinum almenna vinnumarkaði. Það er Ijóst að ábyrgð á heimilishaldi og heimilisstörfum hvílir enn fyrst og fremst á herðum kvenna, óháð öllum tækninýjung- um. Með hjálp tækninnar eiga konur einar að geta sinnt öllum þeim störfum sem margir fjölskyldumeðlimir sinntu áður. Á þann hátt hefur tæknin fremur bundið kon- ur inni á heimilunum en frelsað þær frá þeim. Til þess að heimilisstörfin dreifist jafnt á herðar karla sem kvenna þarf því annað og meira að koma til en ný heimilistæki. Þar má t.d. nefna breytt skipulag heimilis- starfanna, vinnumarkaðarins og siðast en ekki síst viðhorfsbreyting hjá körlum. Greinin er m.a. byggð á eftirfarandi rannsóknum: Bose, C„ Bereand, P„ & Malloy, M.: Household Technology and the Social Construction of Houswork. í: Technology and Culture, 25,1, 1984. Thomas, G. & Shannon, C.: Technology and Household Labour: Are the Times A- changing? University of Sussex 1982. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Lundi — Svíþjóð. 9

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.