Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 37

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 37
Margrét Ákadóttir og Artna Sigriöur EinarsdóWr i hlutverkunum sinum ' 'sikritinu HIN STERKARI, sem sýnt hetur verid i Hlaóvarpanum. LEIKHÚS LEIKHÚS LEIKHÚS LEIKHÚS LEIKHÚS hin sterkari Á'Þýðuleikhúsið Einþáttungur eftir: August Strindberg Þýöing: Einar Bragi Leikstjórn: Inga ^iarnason Leikendur: ^argrét Ákadóttir Anna Sigríöur Linarsdóttir Elfa Gísladóttir Nú hefur Alþýðuleikhúsiö sett upp ntia perlu eftir August Strindberg, en það er ekki oft sem við fáum að sjá verk eftir hann í íslensku leikhúsi. í Hlað- varpanum er nú komið kaffihús þar sem áður var pakkhús. Strindberg leiðir okkur inn í notalega stemmningu um jóla- leytið. Við sitjum og gæðum okkur á kaffi og súkkulaði, hlýðum á gítartónlist, lútu- eða flautuleik og bíðum þess að leikurinn hefjist, eða er hann þegar hafinn? Meðal þeirra sem leikið hafa tónlist á undan eru þeir Kolbeinn Bjarnason á flautu, Kristinn Árnason á gítar og Snorri Snorrason á lútu. Önnur leikkonan hefur þeg- ar komiö sér fyrir að baki gítar- leikaranum, situr þar svip- brigðalaus og les í blaði, kannski við ættum að setjast hjá henni? Áður en varir tekur gítarleikarinn saman nóturnar sínar og hverfur hljóðlega á braut en inn kemur hin leikkon- an rjóð í vöngum og hýr með körfu í hönd, húnhefurverið að kaupa jólagjafir handa manni og börnum. Hún hyggst fá sér súkkulaðibolla og hvíla lúin bein í jólaösinni. Þá kemur hún auga á vinkonu sína og sest hjá henni til þess að spjalla, rifja upp liöna tíð. Önnur talar hin þegir, en samt kemur ýmis- legt á daginn. Þær hafa elskað sama manninn, önnur lent í tryggri höfn hjónabandsins, fengið að horfa á tvö börn vaxa úr grasi og fengið að bera um- hyggju fyrir elskulegum eigin- manni, trúum og dyggum held- ur hún. En upp úr stoltri vin- konunni veiðir hún eitt og ann- að þótt ekki sé það með orðum sagt. Hún kemst að því, bless- unin, aö þótt allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu getur annað búið undir. Margt hefur verið sagt og skrifað um Strindberg. M.a. það að hann fari illa með konur í skrifum sínum en þrátt fyrir það megum við ekki að afskrifa hann sem karldjöful. Verk hans gefa tilefni til rannsókna. Ef farið væri í gegnum þau með það í huga hvaða augum hann lítur konuna kæmi örugg- lega margt fróðlegt í Ijós. Hjónabönd hans voru skraut- leg og þótt hann vildi sjálfur hafa hið fullkomna jafnrétti á sinu heimili var það honum erfitt. Hann fæddist árið 1849 í Stokkhólmi. Hann var uppi á svipuðum tíma og Ibsen sem skrifaði ,,Brúðuheimilið“ — um Nóru sem yfirgefur mann og börn vegna þess að hún var meðhöndluð eins og brúða. Staða konunnar var á þessum tíma ofarlega i þjóðfélagsumr- æðunni og Strindberg velti henni mikið fyrir sér. Sam- félagið leit svo á að hlutverk konunnar væri að gæta hús og barna og aðeins ef hún sinnti því hlutverki af umhyggju yrði hjónabandið farsælt. Strindberg var sammála þessu. í einu verka sinna ,,Giftas“ segir hann að karl- maðurinn sé herra sköpunar- verksins, hann sé betri en kon- an í öllu nema þeirri list að eignast börn, sömuleiðis held- ur hann því fram að karlmanns- lausar konur séu. . . ja. . . meira en litið skrýtnar. í einþáttungnum sem við fá- um nú að sjá „Hin sterkari" leiðir Strindberg saman tvær konur. Önnur er gift tveggja barna móðir sem ber um- hyggju fyrir inniskónum karls- ins síns. Hin hefur farið á mis við hamingjuna sem fylgir því að sjá börnin vaxa úr grasi og að hafa einhvern til þess að fara til á jólunum. Textinn er stuttur, hnitmið- aður og ákaflega vel skrifaður, þýðingin vel gerð og leikstjórn sömuleiðis. Leikendur fara vel með. Önnur hrífur með látbragði og vekursamúð, hin talaren verð- ur aldrei þreytandi, en hvor er sú sterkari? Ég læt áhorfendur um að dæma, en hvort þeir verða sammála Strindberg er alls ekki víst. gyða BÍÓ BÍÓ BÍÓ Þegar síga tók á seinni hluta afmælisveislu Reykjavíkur- borgar var frumsýnd ,,heim- ildamynd" Hrafns Gunnlaugs- sonar um Reykjavík. Eins og menn muna var Hrafni falið að gera myndina i tíð „vinstri" meirihlutans og hafði þvi um það bil 41/2 ár til verksins. í ann- ríki sjónvarpsstarfa, kvik- myndagerðar, listahátíöar og skipulagningar afmælisins tókst Hrafni að koma myndinni saman og fékk til þess 10 milljónir. En þvi miður, það verður að segjast eins og er að ég tel útilokað að Hrafn fái gull- pálmann, hvað þá að borgar- verkfræðingur eða forstöðu- maður Borgarskipulags fái Óskarinn eftirsótta fyrir leik sinn þótt báðir séu myndar- menn. Ég held að Davið fái ekki einu sinni rós í hnappagat- ið þótt hann sé reyndar í aðal- hlutverkinu bæði sýnilegur og ósýnilegur, til þess er myndin hreinlega of illa gerð.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.