Vera - 01.09.1986, Side 13

Vera - 01.09.1986, Side 13
Námsstefnan stóö í 3 daga og var þann- ig skipulögð aö fyrir hádegi stóöu þátttöku- löndin fimm fyrir sérstakri dagskrá ætluð- um öllum þátttekendum, um 280 talsins. Eftir hádegi var boðið upp á mikinn fjölda fyrirlestra í 5 mismunandi hópum og skipt um efnissvið á hálftima fresti. Hins vegar talaði þarna fulltrúi frá sænskum læknum gegn kjarnorkuvá, og sagði frá rannsókn sem gerð hafði verið á viðhorfum barna og unglinga til þessa þátta. Mikill fjöldi barna ber ugg í brjósti gagnvart kjarnorkuhótuninni og vígbúnað- arkapphlaupinu og er þetta óttavaldur sem verður sífellt algengari. Þess má geta í þessu sambandi að þetta er málaflokkur sem tekinn var til umfjöllun- ar á endurmenntunarnámskeiði á vegum HÍK í ágúst á liðnu ári. Þar kom fram að 25% 15 ára barna í langtíma rannsókn sem doktor Wolfgang Edelstein vinnur að hér á landi nefndu stríð sem sinn helsta óttavald. Prósentutölurfrá Bandaríkjunum og Evrópu eru yfirleitt mun hærri. í víð- tækri bandarískri rannsóknfrá 1982segja 81% unglinga að stríðsótti hafi áhrif á framtíðaráætlanir þeirra. Þeir uppeldis- fræðingar, sálfræðingar og geðlæknar er um þennan málaflokk hafa fjallað benda á að það er ekki bara sú vanlíðan sem börn upplifa viö það að vera haldin stöðugum ótta sem er ógnvænlegt í þessu sambandi, heldur og þau áhrif er stríðsótti hefur á persónuleikamótun barna. Þessi börn hafa skerta sjálfsmynd, þar sem þau hafa enga framtiöarsýn og þannig lifa þau oft aðeins fyrir líðandi stund, með eiturlyfja- neyslu sem algengan fylgikvilla. Norðmenn kynntu það hvernig félags- ráðgjafar og lögfræðingar geti betur unnið saman að þeim viðkvæma málaflokki, hvenær beri að taka börn frá foreldrum sínum. Kynnt var samstarfsverkefni sem unnið hefur verið með í Osló og gefist vel að mati viðkomandi sérfræðinga. Framlag Danmerkur var í formi kvik- niyndar ,,En sáret familie“ (Særö fjöl- skylda). Hér var á ferðinni einstaklega vel gerð mynd, unnin af aðilum hjá fræðslu- heild danska sjónvarpsins (utbildnings- radioen). Myndin sýndi hvernig ákveðnar félagslegar aðstæður skapa vanlíðan sem hrýst út í formi ofbeldis innan fjölskyldunn- ar- (I myndinni má sjá atvinnulausan föð- ur, einmanaog óánægðan meðstööu sína sem drekkur óhóflega mikið af bjór; önn- um kafna móður í vinnu allan daginn og á námskeiðum á kvöldin; börnin sem eru óánægð í skólanum, þar sem m.a. ber á því að þau eru lögð í einelti; íbúðahverfið, leiðinlegt blokkasamfélag, þar sem nágrannar þekkjast ekki. Komið er inn á ofbeldisefni í sjónvarpi og áhrif þess á athafnir fjölskyldumeðlima). Enginn ein- staklingur er gerður að syndasel, heldur er sýnt fram á það hvernig atvik vinda upp á sig og brjótast út í barsmíðum og öðrum ofbeldis tilþrifum. Mynd þessi var sýnd í danska sjónvarp- inu og fylgt eftir með útvarpsþætti, þar sem fólk hringdi og sagði álit sitt á mynd- inni og ræddi almennt um ofbeldi í fjöl- skyldum. Þetta gaf góða raun og myndin fékk almennt mjög góða dóma í dagblaða- umfjöllun. Danirnir sem fylgdu mynd þessari úr hlaði á námsstefnunni lögðu á það ríka áherslu að líta bæri á fjölskylduofbeldi fyrst og fremst sem ,,politiskt spörgsmál“. Nú eru þessir sömu aðilar að vinna að mynd um sifjaspell. Finnar gerðu grein fyrir rannsókn, þar sem reynt var að ná til fjölskyIdna, þar sem kynferðislegt ofbeldi hefur átt sér stað. Markmið rannsóknarinnar var að bjóða þessu fólki aðstoð. Finnar buðu og upp á skuggamynda- sýningu „Hvað segir listasagan okkur um ofbeldi gagnvart börnum á hinum ýmsu tírnum". Af íslands hálfu töluðu: Guðrún Kristins- dóttir, yfirmaður fjölskyldudeildar á Félagsmálastofnun, Unnur Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi, Hulda Guðmundsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Rósa Steinsdóttir, listmeðferðarfræðingur. Rætt er við Rósu á öðrum stað í blaði þessu, en á námsstefnunni kynntu þær mál þar sem Rósa vann með tilfelli þar sem grunur var um að barn væri beitt ofbeldi af foreldri, og beitti við það „list- meðferð“. Hulda flutti inngangskynningu að málefninu og fjallaði þar um sektar- kenndina. Rósa sýndi síðan myndir og lýsti vinnuferli sínu og framgangi þessa máls. Unnur sagði frá þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi og koma inn á fjölskylduofbeldi. Hún sagði og frá námsstefnu sem hún átti þátt í að skipu- leggja á Akureyri um málaflokkinn ofbeldi gagnvart börnum. Guðrún fjallaði um félagslega stöðu barna á íslandi, þar greindi hún frá ýmsum staðreyndum um stöðu mála hér á landi (stutt töflum og tölum ýmiskonar) — sem óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á börn og líðan þeirra. Til dæmis, — langur vinnu- dagur foreldra, lág laun fjöldans, húsnæð- ismarkaðinn, þarsem húsaleigustyrkur er ekki til og leiguhúsnæði af mjög skornum skammti. Hún benti á stöðu einstæðra foreldra. — Til dæmis voru 34% skjólstæðinga Félags- málastofnunar á síðasta ári einstæðir foreldrar. Fjallaði um stutt fæðingarorlof og ástandið í dagvistarmálum. Benti grönnum okkar á að hugtak sem þeir þekkja svo vel í sinni umfjöllun og skipu- lagningu félagsþjónustu — þ.e. „smá- bamsföreldre" (smábarnaforeldri) er ekki til í íslensku máli. Guðrún fjallaði síðan um barnaverndar- nefndirnar og skipulag þess málaflokks hér á landi. í þeim fyrirlestrum sem fluttir voru i smærri hópum var sifjaspellsumræöan lang mest áberandi. Þetta vakti vissa furðu okkar íslendinganna, sem vorum rétt að byrja að opna augun fyrir ofbeldi gagnvart börnum og varla komin svo langt að átta okkur á að sifjaspell sé eitthvað sem geti gerst á heimilum hér á landi. En á námsstefnu þessari komu að máli við íslensku fulltrúana þátttakendur, sem höfðu kynnst islenskum stúlkum sem höfðu leitað út fyrir landssteinana til að fá aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu sinni af sifjaspelli. Við verðum að taka okkur tak, opna augun fyrir tilvist vandans og stefna að því að geta veitt raunhæfa aðstoð i þessum málum öllum. Hópur sá er sótti ráðstefnu þessa hefur hist nokkrum sinnum og hefur áhuga á að stuðla að umfjöllun og úrbótum í þessum málaflokki. Væntum við fulls skilnings þeirra er með fjármál og skipulagsmál fara í heilbrigðis- félags- og menntamálum. Svo og almennri vakningu fjöldans. Aðalbjörg Helgadóttir 13

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.