Vera - 01.09.1986, Síða 4

Vera - 01.09.1986, Síða 4
Eitt af þeim fáu félögum sem felldu þennan samning var Félag starfsfólks í veit- ingahúsum. Kemur það ekki á óvart ef litið er á meðfylgj- andi launataxta félagsmanna, og vart þarf að taka það fram að konur eru þar í miklum meirihluta. Meðan félagið var utan samninga gekkst það m.a. fyrir sólarhringsverkfalli til að vekja athygli á kjörum félagsmanna sinna. V, Vera náði tali af tveimur konum sem vinna á veitinga- stöðum til að fræðast örlítið um störf þeirra, kjör og að- búnað. Konurnar, sem báðar eru komnar yfir fimmtugt og við köllum hér Öldu og Báru, féllust á að ræða við okkur en vildu ekki að rétt nöfn þeirra birtust í blaðinu. Alda vinnur á stóru hóteli í Reykjavík en Bára á litlum matsölustað, einnig í Reykja- vík. Þangað koma aðallega verkamenn úr nærliggjandi iðnaðarhverfum. Störf þessara tveggja kvenna eru um margt ólík, en báðar eru þær sammála um að störf þeirra séu lítils metin. Alda vinnur við að afgreiða vín til þjónanna. Hún segir okkur frá greinilegri stétta- skiptingu sem komi fram á hennar vinnustað, sem er mjög fjölmennur. Þar er litið niður á starfsstúlkurnar sem vinna erfiðustu og sóðaleg- ustu störfin. Lægstar eru stúlkurnar í uppvaskinu, enda endast þær sjaldan í starfi. Öldu finnst það skiljanlegt því lífið við færibandið sé ákaf- lega tilbreytingarlaust fyrir ungar stúlkur, þar sem þær sjá lítið annað en fjallháa stafla af óhreinum diskum. Þrír fundir meö yfirmönnum Til að undirstrika stétta- skiptinguna nefnir Alda dæmi um hvernig vísvitandi var gengið fram hjá ófaglærða eldhússtarfsfólkinu þegar aðrir starfsmenn skutu sam- an í gjöf fyrir einn af yfir- mönnunum, sem var að hætta störfum. Þeim var beinlínis meinað að vera með í gjöfinni. Auk þess kvartar Alda und- an slæmum tengslum milli starfsfólksins á þessum vinnustað, og í þau 17 ár, sem hún hefur unnið þarna hafa einungis verið haldnir 3 starfsmannafundir með yfir- mönnum. Bára tekur undir það að al- mennt sé stéttaskipting ríkj- andi meðal starfsmanna á veitingastöðum. Aftur á móti beri minna á henni á smærri stöðum, þar sem fáar konur vinna. Hún segir að á sínum vinnustað séu allir jafnir og viðskiptavinirnir ánægðir. En henni finnst vinnuveitandinn einskis meta það sem vel er gert. Hann reyni einungis að nýta vinnukraft þeirra til hins ýtrasta. Sem dæmi má nefna að á morgnana gefst iðulega ekki tími fyrir samningsbund- inn kaffitíma, og oft verða konurnar að sætta sig við aö drekka kaffið á hlaupum. Fyr- ir kemur að þær þurfa að sinna mörgum störfum í einu. Þannig hefur Bára bakað vöfflur, skonsur og steikt hamborgara allt í einu. Matar- tími gefst ekki fyrr en eftir kl. eitt, svo morguninn vill oft verða æði langur. Þrælahald Bára telur fyrirtækið vera rekið á samviskusemi eldri kvennanna,enda ræður vinnuveitandinn ekki ungar stúlkur. Hún segir að stund- um hvarfli það að sér að vinnuveitandinn líti á þær sem þræla sína, sem tiann geti farið með eins og honum sýnist. Þær Alda og Bára eru sam- mála um að yfirborganir tíðk- ist á smærri stöðum, en gátu k 4

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.