Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 3

Vera - 01.09.1986, Blaðsíða 3
BOÐORÐ Inga Dóra Björnsdóttir er alltaf jafn dug- leg viö að senda okkur hitt og þetta. Aörar Verur-verur mættu taka sér hana til fyrir- myndar! En hér er sem sagt enn eitt gull- kornið að vestan þarsem Inga Dóra unir við sitt um þessar mundir: Bandaríkjakonan Mary Daly er senni- lega mörgum íslenskum konum kunn. Hún er prófessor í guöfræöi og heimspeki viö Boston College en auk kennslustarfa hefur hún unnið ötullega viö skriftir og liggja eftir hana fjöldinn allur af greinum og bókum um kvenréttindi- og jafnréttis- mál. Þekktustu bækur hennar eru Gyn/ Ecology, The Church and the Second Sex, Beyond God the Father, en síðasta bók hennar heitir Pure Lust. Mary Daly er mjög róttæk í hugsun og hafa bækur hennar vakiö mikla athygli og miklar deilur, en Mary hefur veriö mjög gagnrýnin og harðorð um stööu kvenna í heimspeki, guðfræöi, í kirkjunni og sam- félaginu almennt. Hún hefur einnig sýnt fram á hvernig tungumáliö er fjötraö karl- legri hugsun og mikið gert aö því aö snúa orðum við og leika sér meö merkingu þeirra. Hún er mjög mikil kvenréttinda- kona, svo mikil aö hún trúir því aö konur veröi aö segja algjörlega skilið viö karl- menn og skapa nýjan heim einar og óstuddar, þar sé eina leiöin til að konur fái raunverulegt frelsi. Þó deila megi um rétt- mæti hugmynda hennar, þá leika alltaf hressilegir og ögrandi vindar um Mary, sem vekja alla til umhugsunar sem fyrir þeim veröa. Mary hefur að undanförnu deilt hart á kvenréttindakonur, kallar bar- áttu þeirra gervi kvenréttindabaráttu því hana skorti í raun alla ástríöu, reiöi og kraft. Hún heldur því fram aö konur verði aö vera stööugt á varðbergi og virkar viö aö fletta ofan misrétti og óréttlæti af hvaöa tagi sem er, hvenær og hvar sem er í heim- inum. Mary hefur í anda guðfræðinnar sett fram fjögur boðorð, sem kvenréttindakon- ur eiga að fylgja til þess aö gæta meö réttu talist kvenréttindakonur og ættu þau að vera okkur öllum hvatning. Fyrsta boðoröiö hljómar svo: Konur eiga að skynja og skilja aö þær eru ekki eins og karlmenn. Þær eiga að sjá það sem góöan kost, en ekki slæman. Þær eiga að láta sína kvenlegu eiginleika dafna og njóta sín, vera tilfinninganæmar og skap- andi, en um leið skynsamar og rök- vísar. Annaö boöorö: Sannar kvenréttindakonur gera sér gein fyrir þeim refsingum, sem þær verða að sæta vegna baráttu sinn- ar. Karlveldisþjóðfélagið mun aldrei verölauna slíkar konur og því veröa kvenréttindakonur aö geta tekiö. Þriðja boðorð: Sannar kvenréttindakonur finna til samkenndar og samstööu meö öll- um konum og eru tilbúnar að berj- ast fyrir málstaö þeirra. Þegar konur á Vesturlöndum heyra um slæma meðferð kvenna í þriöja heiminum, eiga þær ekki aö yppa öxlum og segja, ,,já það er sinn siðurinn í landi hverju“, heldur reyna aö fremsta megni aö berjast fyrir rétt- indum þessara kvenna. Fjóröa boöorö: Sannar kvenréttindakonur gera sér grein fyrir því að þær eru og veröa alltaf óvinsælar og allt er gert til aö einangra þær. Svo mörg voru þau orö, eöa öllu heldur boöorð Mary Daly. I.D.B. EINSTÆÐ Elsku Vera mín! Má ég nota lesendabréfadálkinn þinn til aö velta dálítið vöngum yfir orðasamband- inu „einstæö rnóðir"? Þaö er eitthvaö við síaukna notkun þess, sem fer alveg rosa- lega í taugarnar á mér og ég held það sé vegna þess, aö ég hef það á tilfinningunni, aö orðin „einstæö móðir" sé aö veröa stimpill yfir „karlmannslaus móðir“. Það er stórkostlegra gjalda vert, aö athygli sé vakin á slæmri aðstöðu heimila, sem aðeins hafa eina fyrirvinnu og þaö kvenkyns. Sú umræöa vekur athygli á ólíkri aöstööu kynjanna á vinnumarkaðn- um, vondri frammistööu valdhafa í dag- vistunarmálum, skólamálum, launamál- um og svo framvegis og svo framvegis og ekki veitir nú af! En notkun orðanna ein- stæö móöir finnst mér farin að vekja sam- úö meö konum, sem ekki eiga sér eigin- karl, sambýliskarl eöa fyrirvinnu — þær mæöur, sem einar ala önn fyrir krökkun- um sínum er veriö að gera vorkunnarverð- ar, ekki vegna þess aö þær veröi aö lifa meö göllum samfélagsins, heldur vegna þess, aö þær búa einar, þ.e. karlmanns- lausar! Oröið einstæö er voöalega hlaöið orö, frá því erstutt í ,,einstæðingur“, — aö ekki sé nú talað um ,,einstæðingsskapur“. Minnumst þess, aö þó nokkrar konur hata beinlínis valiö sér þann kost aö eignast barn án þess að föðurnum sé nokkuð ætlað aö koma nærri uppeldi þess eöa fyrirvinnu. Einnig þess, að margar mæöur eru fráskildar, hafa sjálfar losað sig úr vondu sambandi og aö þeim hefur sjaldn- ast liöiö betur, jafnvel þó svo þær hafi minna aö bíta og brenna. Það er réttur konunnar líka aö lifa lifinu ein og sambúð- arlaus, þ.e. karlmannslaus og við ættum aö vera vel á veröi gagnvart allri vorkunn í garð þeirra kvenna, sem taka sér þann rétt í hendur. Sumar myndu kjósa heitiö „frjáls móöir“ eöa „sérstök móöir“ fremur en einstæö móöir! Aö hamra á „einstæð- ingsskap" karlmannslausra kvenna gerir þannig tvennt: þaö ýtir undir þau viöhorf að konur geti ekki án karla verið og þaö felur raunverulegar orsakir þeirra aö- stæöna, sem makalausir foreldrar neyö- ast til að búa við. Þetta er nú sú niðurstaða, sem ég kemst aö. En þaö verður líka aö segjast eins og er, aö ekki hef ég hugmynd um hvaöa orö viö ættum aö nota í staðinn fyrir einstæð móðir! Með kærri kveðju Malla. vekur athygli á því að hægt er að fá blaðið í áskrift erlendis. 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.