Vera - 01.09.1986, Síða 27

Vera - 01.09.1986, Síða 27
krakkana til að fara út fyrir þessar hefðbundnu brautir eðatil að hvetja stelpurnartil að reynaeitthvað nýtt, t.d. var ég með tillögu um sérstakt stelpnanámskeið í tölvu- tsekni, en hún komst ekki til framkvæmda. Ég fór teyndar inn í Æskulýðsráð mjög meðvitað um þessa hluti og reyndi að vekja athygli á þeim þar svo þetta var mikið í umræðunni. — Þannig að þú virðist hafa haft góðan stuðning af stefnuskránni. . .? Já, og borgarmálafundirnir hér í Kvennaframboðinu voru mér líka mjög gagnlegir, það er mikilsvert að hafa áhugasamt fólk á bak við sig. Þegar ég lít til baka þá sé ég þetta starf mjög jákvæöum augum, ég held reyndar að ég hafi verið heppin með nefnd ef svo má segja. Full- trúar meirihlutans, eins og t.d. Kolbeinn Pálsson, sem hefur starfað mjög lengi með unglingum og Þórunn Gestsdóttir og reyndar allt þetta fólk. Mér fannst mjög gott að vinna með þvi. Og ég held að þetta ráð hafi gert góða hluti, t.d. í innra starfi félagsmiðstöðvanna, þar hefur margt breyst á þessum fjórum árum, t.d. hvað snertir unglingalýðræði, krakkarnir eru farnir að reka sjoppurnar sjálf og þess háttar. Samvinnan var góð í ráðinu um slíka hluti og þar var vilji fyrir því að halda því þannig. Gangur mála — Fannst þér þú fá einhverju framgengt af okkar hugmyndum? Já, ég held það. Þó er stundum erfitt að segja um s'íkt, þ.e.a.s. hvort það hafi alltaf verið vegna þess að Þaö var hugmynd Kvennaframboðsins. T.d. í sambandi við ráðningar. Við vorum öll sammála því að forstöðu- oienn félagsmiðstöðvanna ættu ekki allir að vera karl- menn heldur þyrfti skiptingin að vera miklu jafnari, það var nú ekki ein einast kona forstöðumaður 1982. — Greiddir þú alltaf atkvæði meö konum, þegar um atkvæðagreiðslur var að ræða um ráðningar? Ég held ég hafi einu sinni mælt með karlmanni — hann hafði menntun og mjög mikla reynslu, sem skiptir ekki minna máli og það var ekkert sem ég gat bent á til 3ð rökstyðja stuðning við konuna frekar en karlinn i það skiptið. — Sumar fulltrúa Kvennaframboðsins hafa sagt sög- Ur af því hversu illa þeim leið fyrst í nefndunum, hversu erfitt var að gera tillögur og bóka og yfirleitt að vera hörkutól eins og maður virðist oft þurfa að vera. . .?! Ég veit ekki hvort ég get sagt það, jú mér fannst erfitt 3ð bókaágreining, þaðersjálfsagt mitt eðli að reyna að ^iðla málum yfirhöfuð. . . það þarf dálitla hörku til aö sfanda gallhörð á sínu og láta bóka afstöðu. Æskulýðs- rað var ekki eitt af þessum nefndum þar sem bókanir 9engu á víxl. Eins og ég sagði áðan, ég held ég hafi Verið mjög heppin með ráð! Það sem mér fannst erfitt ',?r allt annars konar og það snerti tengsl ráösins við fe|agsmiðstöðvarnar, en þær heyra jú undir Æskulýðs- rað. Maður vissi ekki alveg hvernig forstöðumennirnir taekju því að pólitískir fulltrúarværu aðskiptaséraf, það 9etur verið viðkæmt fyrir starfsmenn. Ég kom mér upp Þeirri starfsreglu aðberamínartillögur, þ.e. þærtillögur Sem fjölluðu um starf félagsmiðstöðvanna, undir starfs- |ólk á viðkomandi stað. Bað um umsögn frá þeim. Mér 'annst þaö rétt. — Nú er meirihlutinn í borgarstjórn búinn að leggja Æskulýðsráð niður sem slíkt. í staðinn er komið íþrótta- og tómstundaráð. Finnst þér það rétt tilhögun? Já, ég tel það af hinu góða. Mér finnst eðlilegt að tóm- stundir, og ég lít á íþróttir sem tómstundastarf, heyri undir eitt ráð — með því ætti að fást meiri samræming á öllu tómstundastarfinu. íþróttahús og önnur aðstaða ættu að geta nýst betur og ekki vera eins bundin keppn- isíþróttunum. Það er engin sérstök ástæða til þess að halda íþróttum frá öðru tómstundastarfi eins og verið hefur. Mér dettur t.d. í hug þetta með krakkana, ekki síst stelpurnar, sem hætta að veraí íþróttum ávissum aldri, reyndar einmitt þegar farið er að gera meiri kröfur um keppni á kostnað leikja og íþróttaiðkunar iðkunarinnar vegna. Nýja fyrirkomulagið gefur t.d. möguleika á að skoða ástæður fyrir þessu. — Þú ert ekki hrædd um að áherslan fari bara meira yfir á íþróttir, þ.e. keppnisíþróttirnar? Maður verður auðvitað að sjá hvernig til tekst. Ég vona að breytingin verði til þess að auka breiddina í tómstundastarfinu almennt. Hér má benda á annað atriði, þessa skiptingu tómstundastarfs eftir aldri. Á Norðurlöndunum eru likatil tómstundaráð, en þau hafa þá um tómstundir allra aldurshópa að segja, ekki að- eins unglinganna. Það vildi ég líka sjá hér. Það er röng stefna að hólfa fólk niður eftir aldri og tilboðin í tóm- stundastarfi ættu, ef vel teksttil, að miðaað því að brúa kynslóðabilin. Þannig hugsa ég mér að þetta nýja íþrótta- og tómstundaráð hljóti að ætla sér að vinna. Ms

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.