Vera - 01.07.1987, Síða 4
VERA
„bréf”
Hótel Vík
Reykjavík
Ástæðan: Líkindi til „einkavæðingar”
og ,,dýrari“ rekstur en „sambærilegar
heilsugæslustöðvar”. Það er við þessi
atriði sem ég leyfi mér að gera athuga-
semdir.
Fyrst um kostnað: Vert er að huga að
því, hvað Reykjavíkurborg fær fyrir snúð
sinn: Eitt stykki heilsugæslustöðfyrir 8000
íbúa í fullum gangi án þess að hafa af því
nokkurn ama eða tilstand vegna hönnun-
ar, undirbúnings, stjórnunar, svo ekki sé
nú talað um kostnað. Stöð þessi fellur
alveg inn í áætlanir borgarinnar um upp-
byggingu heilsugæslukerfisins, hverfa-
skiptingu, og auk þess undir faglegan til-
gang og ákvæði heilbrigöisþjónustulag-
anna í sama mæli og aðrar heilsugæslu-
stöðvar, bæði að því er varðar lækningar
og heilsuvernd. Samkvæmt síðasta
dæminu um kostnað við heilsugæslustöð,
Drápuhlíðarstöðina, sem er fyrir 3 lækna
og 4300 íbúa í stað 5 lækna í Álftamýri,
kostaði sú stöð u.þ.b. 35—40 milljónir í
uppsetningu og tækjakaup. Hinn lög-
bundni 15% stofnkostnaður borgarinnar
við slíka stöð yrði því um 5—6 milljónir,
þótt ekki yrði tekið tillit til þeirrar viðteknu
hefðar að hún leggur yfirleitt miklu meira til
í upphafi og fær það síðan endurgreitt
seint um síðir. Læknar Hg.Á., þessir
einkarekstursandskotar, leggja sjálfir, úr
eigin vasa, til stofnkostnaðalækninga —
og rannsóknartækja auk stórvirkara tölvu-
kerfis til sjúkraskráningar, rannsóknar-
starfsemi og skipulags fyrirbyggjandi að-
gerða en tíðkast á öðrum heilsugæslu-
stöövum landsins. Sömuleiöis leggja þeir
á sama hátt af mörkum kostnað vegna við-
halds og rekstrar allra þessara atriöa.
Rekstrarkostnaður fjórðu læknastöðvar-
innar í Asparfelli var á síðastliðnu ári um
3,4 milljónir og er áætlaður fyrir 1987 rúm-
lega 4,85 millj. króna. Er þar þó hvorki tal-
inn ýmis stjórnunarkostnaður sem fellur á
miðstýringarapparatið í Heilsuverndar-
stöðinni né fjármagnskostnaður. Fjár-
framlag Reykjavíkurborgar til Hg. Á., er
þannig fjórðungur af áætluðum kostnaði
við Asparfellsstöðina og hugsað til að
standa straum af þeim kostnaði sem hlýst
af rekstri heilsuverndar og heimajúkrunar
umfram kostnað við allt hefðbundið lækn-
ingastarf. Hjúkrunarfræðingsstöðurnar
við Hg. Á. eru til komnar vegna tilfærslna
innan Heilsuverndarstöðvarinnar og leiða
því ekki til aukins kostnaðar af hálfu
Reykjavíkurborgar. Nær þetta einnig til
,,bílastyrkjarins“, sem rennur til heima-
hjúkrunar. Benda má sömuleiðis á að
þessi hjúkrunarkostnaður fæst endur-
greiddur að % hluta hjá ríkissjóði og
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Læknar Hg. Á. leggja til allar greiðslur
vegna daglegs rekstrar stöövarinnar auk
starfsmannahalds gegnum samning
þeirra við Tryggingastofnun ríkisins. Því
miður eru þær greiðslur svo naumt
skammtaðar að starfslið Hg. Á. er mun
færra en eðlilegt þykir á öörum heilsu-
gæslustöðvum og þarf að starfa undir
meira álagi. Greiðslur þessar ná hvorki til
neins stofnkostnaðar né viðhalds eða
rekstrarkostnaðar áhalda og tækja, sem
læknar verða þannig sjálfir að standa
straum af, einsog lýst hefur verið, né til
kostnaðar vegna heilsuverndar.
Ekki get ég skilist við fjármálin án þess
að geta þeirrar staðhæfingar H.Ó. um þá
,,augaleið“, hversu dýrt það sé fyrir borg-
ina að hafa starfandi tvöfalt kerfi heilsu-
gæslulækna og heimilislækna. Heimilis-
læknakerfið sem slíkt kostar borgina
ekkert, ef undanskilin er 20% hluti borgar-
sjóðs til sjúkrasamlagsins, en það myndi
nema um 25 þúsund krónum á hvern
lækni. Er það fjórðungur þess sem borgin
greiðir með hverjum lækni á Asparfells-
stöðinni. Mín ,,augaleið“ segir, að vita-
skuld hljóti hin stóraukna þjónusta með
heilsugæslukerfinu að auka eitthvað
kostnað. Sé þessi sami krókaleiðakostn-
aður borgarsjóðs einnig tekinn með í
dæmi Hg. Á. yrði hann um 125 þúsund á
mánuði. Eftir þessar talnarunur hygg ég,
að allar hagsýnar húsmæður hljóti að sjá,
að varla séu I augsýn hagkvæmari mögu-
leikar fyrir borgina til að geta eignast aðild
að fullgildri heilsugæslustðð sem þjónar
einu stærsta borgarhverfinu fyrir 225 þús-
und kall á mánuði og engan stofnkostnað.
Þá er það blessuð einkavæðingin: Það
er nú meiri grýlan! Möguleiki til einkarekst-
urs læknastofa er og hefur alltaf verið fyrir
hendi. Hver læknir sem vill getur sagt upp
samningi við T.R. og starfað upp á eigin
spýtur þannig að sjúklingar greiði það sem
upp er sett. Mjög fáir hafa samt kosið
þessa leið af þeirri augljósu ástæðu, að
hinar miklu niðurgreiðslur tryggingakerfis-
ins á þessari þjónustu gera þá lækna
ósamkeppnishæfa nema að þeir kunni að
vinna kraftaverk. Þetta er hinn eini mögu-
legi einkarekstur. Öll önnur tilbrigði um
rekstrarform í heilsugæslunni innan trygg-
ingakerfisins eru ekki einkarekstur frekar
en t.d. kaup rikissjónvarps á dagskrár-
þætti myndi gera það að einkasjónvarpi.
Læknar taka að mestu laun sín úr opinber-
um sjóðum og gjaldtaka hjá borgurum er
ávallt sú sama, bundin samningum og
reglugerðum. í þessu tilfelli má raunar
benda á, að ,,hið opinbera“ áskyldi sér
fyrir ýmis viðvik meiri gjaldtöku á heilsu-
gæslustöðvum borgarinnar heldur en t.d.
Hg. Á. var heimilað. Svo er nú háttað um
eina dæmið sem unnt er að nefna um
,,markaðslögmál“ í þessum bransa.
Staðhæfingar í VERU um að í „einka-
rekstri sé fyrirbyggjandi starfi lítiö sinnt“
eru úr lausu lofti gripnir fordómar. Enginn
aðstöðu- eða tekjumunur er milli heimilis-
lækna Hg. Á. og heilsugæslulækna, sem
rökstutt gætu slíkar alhæfingar. Áöur hef-
ur t.d. verið getið aö læknar Hg. Á. hafi afl-
að sér sérstaks tölvukerfis (jafnvel í Ijósi
neitunar um opinbert tillag). Er það sér-
staklega hugsað til bættrar sjúkraskrán-
ingar (sem vitaskuld gefur engar tekjur) og
markviss heilsuverndarstarfs með kerfis-
bundnu skipulagi á fyrirbyggjandi aðgerð-
um.
Þetta er nú orðið lengra mál en ætlunin
var. Ástæðan er fyrst og fremst hin til-
finningahlaðna afstaða VERU til einhvers
óútskýrðs fyrirbæris sem nefnist einka-
væðing eða einkaeign með hverri skratt-
inn er málaður upp á alla veggi og m.a.
hefur sett stofnun mína í neikvætt Ijós í
ógrundaðri staðhæfingagleði. Ekki finnst
mér það gæða umræðuna þeirri hring-
hugsun eða þeim mildilegu manngildis-
hugmyndum, sem Kvennalistakonur telja
sig vilja setja á oddinn, að slengja fram
staðhæfingum á borð við þær sem hér
hafa verið gerðar athugasemdir við, þar
sem aðeins sjást drýsildjöflar og gróða-
pungar hins skelfilega einkareksturs,
firrtir allri mannlegri ábyrgð eða faglegum
metnaði fyrir græðgi sakir, þegar reynt er
að brydda á breytingum og nýjum lausn-
um eða afla sér faglegs olnbogarýmis.
Slíkt kann vel að vera annað en „frekju-
frelsi“, svo notað sé enn eitt hugtak
VERU.
Svo óska ég öllum Verum alls hins
besta.
Með bestu kveðjum,
Ólfur Mixa, yfirlæknir
Heilsugæslan Álftamýri 5
Ritnefnd þakkar Ólafi Mixa bréfið.
Vegna plássleysis í blaðinu að þessu
sinni verður svar til Ólafs því miður að
bíða næsta blaðs.
4