Vera - 01.07.1987, Page 6

Vera - 01.07.1987, Page 6
Eins og komið hefur fram í fréttum, varð Kvennalistinn nán- ast fyrir innrás erlendra fréttamanna hvaðanæva að úr heim- inum eftir kosningarnar. Það var auðvitað óskaplega gaman að komast í heimsfréttirnar en þó held ég okkur hafi þótt ánægjulegast að fá hingað í heimsókn blaðakonu af ítalskri Veru eins og við kölluðum það — Patriziu Giovannetti frá kvennablaðinu Noi Donne. Noi Donne líkist Veru reyndar alls ekki í útliti, því það er mjög glæsilegt (tímarit) í útliti, myndir í lit og glansandi pappír! En hugmyndirnar og efnið er keimlíkt og Patrizia var vel með á nótunum yfir því sem Kvennalista- konur höfðu að segja henni um stefnu og hugmyndafræði. Við hjá Veru guldum líkum líkt og buðum Patriziu í viðtal hjá okkur: Fyrst spurði ég hana, hvers vegna ítalir hefðu svona mikinn áhuga á íslenska Kvennalistanum — öll stærri blöð Ítalíu birtu fregnir og langar greinar um úrslit kosninganna og stöðu kvenna hérlendis. ,,Okkur finnst þetta bara spennandi. Kvennahreyfingin á Ítalíu var mjög virk á 6. áratugnum en hefur nú orðið snúið sér meira inn á við ef svo má segja, hug- myndir feminista fara ekki langt út fyrir þeirra raðir, umræðan er ekki um sam- félagið og það sem þar þarf að breytast. En mjög margar ítalskar konur telja breytinga vant, þær hafa sjálfar breytt um lífsstíl án þess að þjóðfélagið kæmi á móts við þær." 6 *

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.