Vera - 01.07.1987, Side 10

Vera - 01.07.1987, Side 10
hérna hluta af árinu en eru annars staðar hinn hlutann af árinu." Eru þá engin skipulögð samtök sem sjá umGreenham friðarbúðirnar, semsjá um að það séu konur hérna alltaf og hafi allt sem tii þarf? „Stuðningshóparnir eru skipulagðar hreyfingar og hafa skrifstofur. Til dæmis var stuðningshópurinn í London með skrifstofu. í stuðningshópunum eru konur sem ekki geta eða ekki vilja búa hér. Þær vilja búa úti í þjóðfélaginu og taka þátt í lífinu þar. Þær hafa vinnu og eiga fjölskyldur sem þær vilja vera hjá. Þessar konur gera allt sem þær geta til þess að styðja starfsemina. Þær skipu- leggja söfnun til styrktar friðarbúðunum. Þær skipuleggja líka ýmsar friðaraðgerðir og stundum skipuleggja þær dvöl í búðun- um og þá geta konur látið skrá sig til dvalar. Aftur á móti hefur Greenham enga skrif- stofu. Starfið hérna er ekki skipulagt fyrir- fram. Konur eru að koma og fara og þetta virðist ganga nokkuð sjálfkrafa fyrir sig. Þegar við erum hérna erum við eiginlega fyrir utan þjóðfélagið. Við erum ekki þátt- takendur í samfélaginu. Við erum líklega nokkuð frumstætt samfélag og kannski er það einmitt þess vegna sem þetta gengur." Getur hvaða kona sem er komið og dvalið hérna án þess að láta skrá sig? „Já ef hún vill. Konur geta líka fengið styrk úr friðarbúðun- um (camp fund) til þess að koma og vera hérna. Margar konur sem eru hérna fá enga fjárhagsaðstoð að heiman, en það er mikil- vægt fyrir konur, fyrir sjálfstæði kvenna að hafa peninga fyrir sig. Svo geta bæði inn- lendar og erlendar konur fengið styrk úr sjóðnum til þess að ferðast." „Við höfum tengla um allan heim. A laug- ardaginn fara til dæmis nokkrar konur héð- an til Líbýu á friðarráðstefnu. Við höfum líka boðið hingað konum frá löndunum við Kyrrahaf. Kyrrahafið hefur verið mikið not- að til kjarnorkutilrauna. Greenham konur borguðu fyrir þær svo þær gætu komið hingað og ferðast um England. Á sama hátt er okkur líka boðið til ýmissa landa á friðar- ráðstefnur og þess háttar. Þær sem eru að fara til Líbýu hefur áður verið boðið þangað. Að vísu er aðeins borgað fyrir þær aðra leið- ina og síðan verða þær að koma sér ein- hvernvegin til baka. Seinast voru þær ein- faldlega sendar úr landi. í Líbýu er konum bannað með lögum að fara út úr húsi eftir klukkan níu. Grennham konur neituðu að fara eftir þessu að sjálfsögðu og því voru þær sendar aftur til Englands." GREENHAM ER ALÞJÓÐLEGUR STAÐUR KVENNA Upphaflega voru karlar hérna líka, af- hverju urðu þetta kvennafriðarbúðir? „Ég var ekki hérna þá svo ég veit ekki nákvæm- lega hvað kom til. En ég veit að konurnar ákváðu í sameiningu að það væri betra að þetta væru kvennafriðarbúðir og því báðu þær karlana um að fara. Þetta var allt í vin- semd og gekk friðsamlega fyrir sig. Flestar okkar eru hérna vegna þess að þetta eru kvennabúðir. Ég væri ekki hérna ef þetta væru ekki kvennabúðir." Haldið þið að það væri allt öðruvísi að vera hérna ef karlar væru hérna llka? „Já öll samtökin eru miðuð við að þetta séu kvennabúðir. Þegar ég kom hingað fyrst var ég ennþá í skóla. Ég var ráðvilt og stefnu- laus, áttaði mig ekki á lífinu og tilverunni. Ætli það hafi ekki verið liður í því að verða fullorðin. Það hjálpaði mér mikið að vera hérna. Ég er sannfærð um að dvölin hérna með konum gerði gæfumuninn. Ég styrktist og náði jafnvægi á því að vera hérna með þeim." „Ég held líka að áhrif okkar myndu minnka ef þetta væru blandaðar búðir. í þjóðfélaginu er hvergi gert ráö fyrir því að konur safnist saman. Greenham er aftur á móti orðinn alþjóðlegur staður kvenna. Staður sem flestar konur hafa heyrt um og vita að þær geta komið hingað og hitt aðrar konur. Konursjástekki mikið íþjóðfélaginu. Þær eru ósýnilegar. Hérna eru konur og við- horf þeirra sýnileg og heyranleg og einmitt þess vegna eru þessar búðir svona ógnvekj- andi. Þar að auki myndum við lenda í vand- ræðum því þar sem karlar eru er líka oftast ofbeldi." ALDAR UPP TIL AÐ VERÐA ÖRÐUVÍSI Þegar við fæðumst, stelpur og strákar, er- um við nokkurnvegin eins. Þegar við erum orðin fullorðin þá erum við allt í einu orðin ólík og hver á sínum stað í þjóðfélaginu, karlarnir virkir við stjórnvölinn en konur nánast ósýnilegar. Hvernig ætli standi á þessu? „Ég held að við séum aldar upp til þess að vera aðskildar frá karlmönnunum, til að verða öðruvísi en karlmennirnir. Þegar ég er nálæc|t þeim þá haga ég mér samkvæmt því. Eg skynja þá sem öðruvísi en konur og ég skynja þá sem sterkari, valdameiri og áhrifameiri. Nú orðið er erfitt að átta sig á því hvað af þessu er lært og hvað er meðfætt. Viðerum búnaraðbúa svo lengi í karlaþjóð- félagi að það er orðið erfitt að átta sig á þessu. Haldið þið að það sé til sérstök kvenna- menning? „Ég veit það ekki, í gamla daga voru til menningarsamfélög þar sem konur gegndu stærra hlutverki en þær gera í dag. Við getum lært ýmislegt af þeim. Aftur á móti hafa karlmenn mótað okkar menningu og þeir eru ríkjandi þar sem og annarsstað- ar. Það er þó ekki ólíklegt að til sé undir- menning (subculture) kvenna. Menning sem er ekki eins áberandi og sem hlýtur að einkennast af þeim takmörkunum sem konur búa við." „75% AF HERÆFINGUNUM HAFA FARIÐ ÚRSKEIÐIS'' Dvöl ykkar hérna hefur vakið heims- athygli og hefur átt stóran þátt í að sameina konur um allan heim í baráttunni fyrir friði. Nú var ekki hægt að koma í veg fyrir að skammdrægum kjarnaeldflaugum væri komið fyrir hérna á sínum tíma. Hvernig er staðan í dag, hvert er markmiðið með dvöl ykkar hérna núna og hver er árangurin af að- gerðum ykkar? „Við værum ekki hérna ef við tryðum ekki að þetta bæri árangur. Þessi herstöð hefur ekki gegnt hlutverki sínu til fullnustu vegna aðgerða okkar. Við höfum komið í veg fyrir æfingaleiðangra með því að hindra ferðir bílalestanna sem eiga að koma og fara með sprengjurnar. Bílalestirn- ar eru að fara með sprengjurnar að skotpöll- unum í því skyni að kanna hvort hernaðar- áætlanir standist. Við höfum tafið og eyði- lagt æfingarnar fyrir þeim. Við gerum hvað sem er til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áætlun. Með því að koma í veg fyrir æfingarnar vita þeir ekki hvort áætlunin standist. Bandaríski hershöfðinginn sagði í fyrra að 75% af æfingunum hafi farið úr- skeiðis vegna aðgerða okkar. Þetta eru þeirra eigin orð." Eru þeir mjög reiðir út í ykkur? Já, bandarísku hermennirnir eru mjög æstir. Taugar þeirra eru þandar. Okkur hefur verið sagt að ef við förum inn í herstöðina og bandarísku hermennirnir ná okkur þá muni þeir skjóta okkur. Þess vegna hafa þeir breska hermenn við girðinguna allan hring- inn. Bandarísku hermennirnir hata okkur fullkomlega." Það er þá mikil spenna í loftinu hérna? „Okkur er alveg sama. Við erum rólegar. Þegar við förum inn í herstöðina þá hand- taka bresku hermennirnir okkur. Þessi sem þú sérð þarna, sagði Chris og benti í átt að hliðinu, er breskur. Þú sérð strax muninn á þeim, einkennisbúningarnir eru ólíkir en þú getur líka þekkt þá á því að þeir bresku standa alltaf kyrrir en þeir bandarísku eru alltaf á stjái sagði Chris og brosti. Ætli þeir bandarísku drekki ekki bara allt of mikið kaffi." AÐ FERÐAST ÁN ÞESS AÐ FÆRAST ÚR STAÐ Hvernig er að vera hérna f búðunum? „Það er eins og að ferðast án þess að færast úr stað, sagði Kate brosandi. Við sitjum hérna og hittum konur allstaðar að úr heim- inum. Annars er þetta alltaf að breytast. Maður veit aldrei hvað gerist. En eins og annarsstaðar þá er stundum leiðinlegt, en stundum bara virkilega skemmtilegt. Lífið 10

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.