Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 19
TELPUR
námskeiði í Kramhúsinu. Þær hafa allar sýnt leikrit í Sjónvarpinu
og samið leikrit sem þær fluttu í útvarpinu. Síðast sýndu þær leik-
rit hjá Kvennalistanum á Reykjanesi sem ég frétti að hefði vakið
mikinn fögnuð, og þannig mætti lengi telja.
En hvernig fá stelpurnar hugmyndir að leikritum: ,,Stundum
eru það brandarar sem við breytum og bætum við. Stundum er
það bara eitthvað sem okkur dettur í hug.“ Anna: ,,Ég samdi einu
sinni leikrit um bankarán, það var af þvl að ég var að telja pen-
inga.“ ,,Sestu þá niður og skrifar?“ ,,Fyrst hugsa ég hvað gæti
skeð næst og svoleiðis og svo þegar ég er orðin ánægð með hug-
myndirnar skrifa ég þær niður og bæti við.“ Arney: ,,í skólanum
erum við með ritsmíðabækur þar sem við semjum svona sögur í
og ritgerðir." Erna: „Svooft þegar maður byrjarað mótaeinhverj-
ar persónur þá kemur leikritið af sjálfu sér. Eða maður finnur eitt-
\ hvert nafn, t.d. Bankaránið í Stórabæ, þá dettur manni alltaf
meira í hug og bætir utanum."
Þið eruð búnar að sýna víða og það er beðið um ykkur hingað
og þangað, eruð þið orðnar frægar?
Nú hlæja stelpurnar og segjast reyndar ekki vera frægar, en
þetta sé voða skemmtilegt. En eru þær ekkert feimnar við að
koma fram? Nei, yfirleitt ekki, kannski svolítið stressaðar allra
fyrst, en svo þegar þær eru byrjaðar hverfur það. Er ekki erfitt að
læra hlutverkin? ,,Nei, nei, ekki ef manni finnst þau skemmtileg
þá er það létt, en það er líka auðveldara að læra það sem maður
semur sjálfur og þá veit maður hvernig persónan á að vera.“
Annasegist einu sinni hafaverið að leika í leikriti í skólanum sem
henni fannst voða asnalegt. ,,Það var alveg ömurlega leiðinlegt.
Það fer allt eftir verkefnunum og hópnum sem maður er með.“
Erna segist hafa mikinn áhuga á að fara í eitthvert nám. Rósa
segist alltaf vera að hugsa um að fara í barnaleikhús sem þær
hafa heyrt um, og hinar taka undir það, en þær segjast ekki vita
hvert þær eigi að snúa sér.
Sem stendur eru stelpurnar að æfa mjög skemmtilegt leikrit eft-
ir Ole Lund Kirkegárd í skólanum. Finnst þeim munur á því að æfa
ogleikstýra sjálfarogaðhafaleikstjóra? ,,Jú, þaðermikill munur.
Það er gott að hafa leikstjóra sem segir manni hvað má veraöðru-
vísi og svoleiðis. Þegar við erum að gera það sem við semjum
gagnrýnum við auðvitaðhverjaaðra, segjum t.d. hvað má leikaaf
meiri tilfinningu, hvenær má vera reiðari, sleþþa þessu orði eða
setningu eða tala ekki svona hratt og svoleiðis." Ég spyr þær
hvort einhver ein taki stjórnina eins og oft gerist þegar hópur vinn-
ur saman, en þær þvertaka fyrir það.
En hvernig fengu þær þennan áhuga á leiklist?
Þegar Arney, Rósa og Erna voru í 7 ára bekk máttu þær velja
eitthvað atriði fyrir sýningu og völdu leiklist og sama ár sömdu
þær leikritasyrpu með sömu persónunum. í þeirra skóla er auð-
velt að koma leikritum á framfæri. Þær geta spurt kennarann
hvort þær megi sýna leikrit t.d. í frjálsa tímanum. Það er öðruvísi
hjá Önnu, en hún sagði að þegar hún var 9—10 ára voru þau að
læra um goðin og þá „heimtaði" hún og önnur stelpa í bekknum
að fá að gera leikrit um það þegar hamri Þórs var stolið og allar
stelpurnar í bekknum höfðu eitthvert hlutverk, sáu um búningana
og allt sjálfar og léku fyrir bekkinn. Þetta var mjög skemmtilegt.
Einu sinni sá hún sögu sem ein stelpan I bekknum hafði samið,
þær fóru að tala um söguna og eftir smástund voru þær búnar að
breyta henni I leikrit.
Ég spyr þær hvort strákarnir séu í leiklist. Anna segir að það sé
varla til í sínum skóla, en hinar segja að í leikritinu sem þær eru
að æfa núna séu strákar með og þær hafa samið nokkur leikrit
með strákum, en oftast hefur þurft að pína þá til að vera með. Þeir
virðast hafa minni áhuga en þetta er auðvitað misjafnt hjá stelp-
um llka.
Vinátta
Stelpurnareru allaráeinu máli um það að vináttasé mjög mikil-
væg: ,,til þess að hafa einhvern til að vera með, trúa fyrir leyndar-
málum og til að standa með manni, t.d. ef það er eitthvað sem
maður þorir ekki, þá er gott að hafa vin sem maður getur treyst."
En fjórar vinkonur saman, er ekki einhver ein sem vill ráða?
,,Nei,“ segja þær, ,,og ef svo væri kæmist hún ekkert upp með
það, við ráðum allar jafnt. En við þekkjum krakka sem öllu vilja
ráða og fara kannski bara að grenja ef þau fá ekki að ráða. Þau
hafa kannski bara vanist því að ráða öllu. Það er ferlega leiðin-
legt. Krakkar geta samt örugglega vanist af þessu, ef maður lætur
þau ekki komast upp með það.“
Mig langartil að vita hvort það sé mismunur ástelpum og strák-
um í skólanum. „Stelpurnar eru mikið rólegri, mikið meiri læti í
strákunum, allavega íokkarbekk,“ segir Arney. En Annasegir að
þegar hún var minni, 7, 8 og 9 ára þá voru það alltaf strákarnir
sem réðu en núna eru stelpurnar alveg jafn frekar, með jafn mikil
læti ef ekki meiri, en þeim finnst ekki mismunur á því hvernig
stelpur og strákar vinna, t.d. í hópvinnu.
Ég spyr hvort þeim finnist vera jafnrétti á milli kynjanna. Þær
segja að konur fái lægri laun og svoleiðis en í skólanum ráöi stelp-
ur og strákar jafnt, en sumir strákar sem koma nýir i Snælands-
skóla vilji ráða, þeir kunni ekki inná kerfið, en þeir sem hafa verið
með frá því í 6 ára bekk eru farnir að kunna inná það. Á heimilun-
19