Vera - 01.07.1987, Side 21

Vera - 01.07.1987, Side 21
Ljósmynd: K. Bl. við að ræða alvarlegri hluti, eins og t.d. framtiðina, hvað maður ætlar að verða o.s.frv. Ég er mjög óákveðin og finnst erfitt að taka ákvörðun um hvað mig langar til að verða og i hvaða nám ég eigi að fara. Mér finnst erfitt aö taka stórar ákvarðanir, finnst mikilvægt að taka rétta ákvörðun, en ekki bara einhverja ákvörðun, og verða svo óánægð og þurfa að breyta henni seinna, þá sér- staklega varðandi framhaldsnám. Það er mjög gott að 9eta rætt öll þessi mál við vinkonu mína og núna þessa úagana þegar við erum að Ijúka 9. bekk erum við mikið að hugsa þessi mál. Vinkona mín er búin að taka akvörðun, hún ætlar að verða hárgreiðslukona. Þegar é9 tek mína ákvörðun um framhaldsnám tek ég hana óháð öðrum, þ.e. ég fer t.d. ekki að fara í iðnskóla þó óún ætli í hann, þó það gæti þýtt að samband okkar ^innkaði. Af því leyti er ég líklega sjálfstæð. Ég þvælist ekki mikið um í bænum, finnst það leiðin- le9t, við rúntum stundum um bæinn með vini okkar sem a bil. Það eru svo ferlega mikil læti í bænum og ekkert 9aman að þvælast þar. Ég fer stundum á skemmtistaði °9 kemst oftast inn. Annars sitjum við mest heima, vin- ^°na mín og ég og horfum á sjónvarp og tölum saman. förum ekki mikið í bíó, en stundum i leikhús með skólanum. Við förum ekki mikið í partý, ég gerði meira af því í fyrra, en þá var eg meira með hópi af krökkum Sem héldu saman. MIKIL- VÆGUST segir Bjarklind Hjörvarsdóttir, 15 ára sem Vera fékk til aö spjalla við sig um áhugamál sín, drauma og lífsviðhorf. Ég pæli ekki mikið í því hvernig framtíðin verður, að öðru leyti en því, að ég þarf að taka ákvörðun um fram- haldsnám. Mér finnst einhvernveginn að ég eigi ekki eft- ir að breytast, kannski þroskast, en ekki breytast í hugs- un, ég held ég verði alltaf eins og ég er núna, þ.e. við- horfin og skoðanirnar verði þau sömu. Mér finnst ég samt ekki vera orðin fullorðin, er t.d. ekki tilbúin að sjá um mig sjálf. Ég breyttist úr barni í ungling þegar ég var í 7. bekk, þá varð ég kærulausari fyrir öllu, fór að hugsa um allt annað en um skólann, fjölskylduna, fimleika o.fl. Ég veit eiginlega ekki hvað ég fór að hugsa um þá. Það sem breyttist var t.d. að foreldrarnir urðu hræddari um mig, og vildu ekki að ég væri úti á kvöldin, ég hlýddi því til að byrja með. Svo þegar ég byrjaði með strák fór ég að vera lengur úti á kvöldin. Stelpur byrja yfirleitt að pæla í strákum í sjöunda bekk. Ég fór að slá slöku við í skólanum þegar ég var í 7. bekk. Ég veit ekki hvað skólinn gæti gert betur, en það mætti alveg vera meira félagslíf, t.d. oftar diskótek, spilakvöld o.fl. ,,Mér finnst stelpur á undan strákum í þroska, strákarnir eru eitthvað með svo barnalega hegðun.“ Vera spurði Bjarklindi hverjir væru draumar hennar, hvað hún mundi gera, ef hún fengi algjörlega að ráða því sjálf. Hún sagðist eiginlega ekki vita það, hún væri otsa- lega óákveðin um hvað hún vildi. ,,Ég lendi oft í vandræðum um hvað ég á að velja og gera. Það er svo ofsalega margt sem ég get gert, en það er svo erfitt að taka rétta ákvörðun. Ég ætla að verða sjálfstæð kona, það veit ég, en ekki láta mann ráða yfir mér, þegar ég verð fullorðin. Það getur t.d. skipt máli í því sambandi að hafa menntun og sérþekkingu. Strákar skipta mig ekkert ofsalega máli í dag, maður t.d. fjarlægist þá vinkonu sína og það er ekkert gaman. Ég ætla ekki að binda mig fyrr en ég hef lokið námi. í sumar ætla ég í fiskvinnslu út á land með vinkonu minni, ef mamma leyfir mér það, sem ég svo sannar- lega vona. Mér finnst frekar gaman að lifa. Það sem er erfiðast er þetta, að taka rétta ákvörðun um framhalds- nám og þá um leið um framtíðina." Snj. 21

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.