Vera - 01.07.1987, Side 27

Vera - 01.07.1987, Side 27
af því tímabili þar sem viö sáum m.a. mikið af svokölluðum upp- skriftarbókum, sem reyndu að varpa Ijósi á stöðu kvenna með það fyrir augum að ná fram vitundarvakningu. Við erum nú komnar inn í nýtt skeið þar sem kvenrithöfundar fást við að gera annars konar veruleika kvenna sýnilegan. Tjáningarmátinn skiptir þar miklu máli. Hins vegar er þetta í beinum tengslum við þann tíðaranda sem nú er ráðandi. Við sjáum það einna best á hvaða bókmenntir það eru sem nú eru í uppáhaldi, í kvenímynd þeirra. Það er Penelopa sem aftur er orðin fyrirmynd, konan sem situr heima, syrgir og bíður eftir Odysseifi sínum. Það hentar svo vel núna, passar inn í hina margum- töluð krísu einstaklingsins. Það á að sleppa allri samstöðu, allri samkend og barátta fyrir minnihlutahópum á ekki uppá pallborðið. Við konur erum aftur komnar í hlutverk þolandans." Márta á erfitt með að sætta sig við þessa þróun. Ekki vegna þess að það væri ekki mögulegt að finna ný orð fyrir feminista eða kvennabókmenntir, heldurvegna þessað henni sárnar aðsjá reynslu fara til spillis. Sjá reynsluna ekki flutta áfram til komandi kynslóða. ,,Það væri svo ótrúlega vitlaust ef það sem áunnist hefur mundi glatast, ef ungu konurnar þurfa að ganga sömu gönguna og við. Horfurnareru ekki bjartar, en það ríðurá að halda út, að lifa af vet- urinn". K. B. Prentum stórt smátt PRENTBERG HF AUÐBREKKU 4 200 KÚPAVOGI SlMI 45333 Hvernig væri að fá sér eitthvað þægilegt f vorverkin? Trimmgallar og íþróttaskór á alla fjölskylduna Hólasport Lóuhólum 2—6 Reykjavík — Sími 75020

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.