Vera - 01.07.1987, Síða 36
eftir einhverra ára hlé sem þær
hafa þá tekið til að sinna börn-
um sínum, þessar konur eru
komnar um og yfir fertugt.
Hvernig gengur þessum
,,eldri‘‘ konum að fá störf?
Nanna: Það er nú svo að
þegar atvinnurekendur leita
eftir kvenkyns starfskrafti taka
þeir fram hvaða aldur þeir vilja,
þeir vilja auðvitað hæfileika
líka.
Hvaða aldri óska þeir eftir?
Nanna: Aldurinn frá tuttugu
og sjö eða átta ára upp að
fertugu er afar vinsæll í dag.
Eru þessar aldurskröfur ekki
settar á karlkyns starfskraft?
Nanna: Þær karlmanna-
ráðningar sem hafa farið fram
hér hjá okkur eru að vísu færri,
en í þeim tilvikum hefur aldur-
inn ekki verið neitt af aðalatrið-
unum eins og er þegar um
kvennaráðningar hefur veriö
að ræða. Þegar atvinnurek-
endur hafa hringt hingað og
óskað eftir karli eða konu í
starf, er ekki óalgengt að sagt
sé ,,ef það er karlmaöur þá
skiptir aldurinn ekki máli, ef
það er kona þá verður hún að
vera innan við fertugt, helst
yngri“.
Hvers vegna haldið þið að
þetta sé svona?
Ágústa: Ég hef ekki rætt um
þetta við atvinnurekendur svo
ég get ekki gefið neitt einhlítt
svar, ef til vill er það kven-
ímyndin sem þarna ræður
ferðinni. En eitt er víst að með
því að útiloka konur sem komn-
ar eru yfir fertugt, sem hugsan-
legan starfskraft eru atvinnu-
rekendur að gera mikil mistök.
Nanna: Mér var hugsað til
þessa þegar ég fór inn í versl-
unina Kosta Boda fyrir
skömmu síðan, í þessari versl-
un er einstaklega lipur og góð
þjónusta og maður tekur eftir
að afgreiðslustúlkurnar eru
lang flestar komnar á miðjan
aldur. Það er einkennilegt að
atvinnurekendur skulu ekki
hafa áttað sig á því hvað konur
á þessum aldri eru traustir og
góðir starfskraftar. Líkurnar á
því að kona á þessum aldri
stöðvi lengur, hafi lengri við-
veru hjá fyrirtæki en yngri
kona, eru mörgum sinnum
meiri en hjá þeirri sem yngri er.
Þær sem eldri eru vilja fá starf
þar sem þær geta verið um
kyrrt, þær yngri eru aftur á móti
oft að prófa sig áfram og skipta
því frekar um störf.
Ágústa: Ef við snúum okkur
aftur að hinum mismunandi
kröfum sem gerðar eru til karl-
og kvenkyns starfskrafta þá er
það greinilegt að útlit karlkyns
starfskraftar skiþtir ekki máli á
meðan að það er töluvert mikið
atriði ef um kvenkyns starfs-
kraft er að ræða. Þetta er eitt-
hvað í sambandi við „skreyt-
inguna" á skrifstofunni eða í
versluninni og kvenímyndin er
jú eitthvað sem meðal annars
er í raun staðlað augnayndi.
Nanna: Ég er farin að segja
konum, sem koma ingað í leit
að nýju starfi að það séu vissir
erfiðleikar í sambandi við ald-
urinn. Ég vil ekki að þær fari að
segja upþ störfum sem þær
eru í fyrr en þær eru vissar
um annað starf. Við erum
hérna með nokkrar mjög hæf-
ar konur um fimmtugt, sem
hafa sagt uþp störfum sínum,
vitandi fullvel sjálfar hvað þær
geta og þóttust þess vegna
vissar um að fá fljótt annað
starf en ganga nú um atvinnu-
lausarmánuðum saman. Þetta
er sorgarsaga og ekkert síður
fyrir atvinnurekandann sem
veit ekki hvað hann fer á mis
við góðan og hæfan starfs-
kraft.
Ágústa: Við gerðum það um
daginn við atvinnurekanda,
sem óskað hafði mjög eindreg-
ið eftir stúlku milli tvítugs og
þrítugs, að senda honum eina
yfir fertugt, sem okkur fannst
passa mjög vel í starfið. Hann
hafði viðtal við hana eftir að
hann hafði talað við nokkuð
margar yngri og viti menn hún
var ráðin.
Vitið þið hvort aðrar ráðn-
ingaþjónustur hafa sömu sögu
að segja I þessum efnum?
Nanna: Ég hef sjálf ekki tal-
að við aðrar ráðningaþjónustur
um þetta, en Þórunn hafði tal
af starfsfólki hjá einni slíkri og
spurði hvort það hefði rekið sig
á þetta. Það staðfesti þetta ein-
dregið og sagði þetta vera stórt
vandamál.
Hvað um starfsráðgjöfina,
hvernig fer hún fram?
Ágústa: Höfð eru viðtöl við
þá sem sækja eftir ráðgjöf. í
þessum viðtölum er notað tæki
sem er áhugasviðs ábendi og
byggir á bandarískum aðferð-
um. Það hefur verið þýtt og
staðlað yfir á íslenskar að-
stæður. Þetta ábendi kom fyrst
fram á sjónarsviðið árið 1927 í
Bandaríkjunum, þegar menn
fóru að fá áhuga fyrir að finna
hepþileg störf fyrir karlmenn. í
byrjun var það eingönguð not-
að fyrir karlmenn þar sem kon-
an var ekkert með inni í þessari
mynd. Nokkrum árum seinna
var þó konan tekin með þegar
menn fóru að hugsa um að það
gæti nú verið ágætt að konur
hefðu störf við sitt hæfi líka. Þá
voru útbúin sérstök eyðublöð
fyrir karla sem voru blá á litinn
og önnuryfir konur en þau voru
bleik. Fyrir utan mismunandi lit
eftir kyni voru sþurningarnar
einnig aðrar. Þessu var þó
breytt þegar fram liðu stundir
og notað hvitt blað með sömu
spurningum fyrir bæði kynin.
Áhugasviðs ábendið er notað
til að velja fólk inn í skóla, til að
hjálpa skólafólki til að velja sér
námsgreinar, til að velja fólk í
starf og þegar fólk vill skipta
um starf kemur þetta að góð-
umnotum. Þaðermikilákvörð-
un og oft erfitt að skipta um
starf, einn einstaklingur getur
haft marga góða hæfileika og
þegar hann hefur valið eitt-
hvað eitt er hann um leið búinn
að hafna öllu öðru, vitundin
um þetta getur orðið til þess að
fólk hættir við og lætur bara
rekaá reiðanum. í slíkum tilfell-
um getur áhugasviðs ábendið
hjálpað fólki, styrkt það til að
taka ákvörðun. Áþendið er
sem sagt hjálpartæki í viðtöl-
um sem flýtir mikið fyrir niður-
stöðum.
Nanna: Það er mikilvægt að
það komi fram að með notkun
þessa ábendis er ekki um að
ræða neina ,,patent“ lausn á
málunum, þetta er ekkert
galdratæki og I raun og veru er
hægt að komast að þeim niður-
stöðum sem áþendið gefur
með mörgum viðtölum, en það
er bara alltof tímafrekt.
Ágústa: Ábendið er eins og
ég sagði áðan hjálpartæki fyrir
fólk til að taka ákvörðun viðvíkj-
andi námi eða starfi, fólk sem
vill hjálpa sér sjálft fær stuðn-
ing með ábendinu, en það
verður sjálft að taka ákvörðun-
ina. Að baki þessa ábendis
liggja miklar og vandaðar vís-
indalegar rannsóknir í áratugi
og sá'sem notar ábendið við
náms- og starfsráðgjöf verður
að vera sérstaklega menntað-
ur til þess.
R. E.
FANTASIA
Gott og Blandað
Laugavegi 53
— Blandið sjálí
Sælgæti — Hnetur
— Konfekt og ís
36