Vera - 01.03.1988, Page 4

Vera - 01.03.1988, Page 4
sem Vera og kvermahreyfingin aö baki hennar spyr samfélagid er einmitt þessi: ,,Hvad er svona merkilegt við það að vera karimaður?" Það er einmitt endur- mat á störfum og endurskilgreining á hugtakinu ábyrgð, sem við erum að fara fram á! Það er ótrúlegt að innihald blað- sins skuli hafa farið svona fram hjá þér. Varðandi teikninguna af nöktu kon- unni, sem þú getur um, er það eitt að segja að um hana er mjög skiptar skoð- anir enda um mikið smekksatriði að ræða. En að nekt konu á mynd geri myndina þar með klámfengna, því viljum við mótmæla við þig og son þinn. Hvað viðvikur uppsögn þinni á Veru, þá tökum við hana vitanlega til greina þótt við sendum þér þetta tölublað að gjöf svo að þú fáir séð svar okkar. Okkur þætti fengur i að þú héldir áfram bréfa- skriftunum svo við getum haldið áfram skoðanaskiptum okkar á milli — til þess er leikurinn gerður. Greiðsluna fyrir þetta eina tölublað sendir þú einfaldlega á sama stað og þú sendir lesendabréfið hér að ofan, þ.e. á það heimilisfang, sem birt er efst á siðu 3 i hverju tölublaði. Kveðjur, ritnefnd Veru. Ljóð um Veru Við hér hjá Veru fengum skemmtilegt og fróðlegt bréf frá eldhressri konu á áttugasta og sjöunda aldursári, Kristinu M. J. Björnsson og hefðum gjarnan viljað birta það i heild, en þar sem það var mjög langt, ákváðum við að birta álit hennar á því hvernig ,,Vera á að vera“ i bundnu máli. En Kristín skrifaðu okkur endilega aftur um álit þitt á kvennabaráttu, klámi og öðru sem um var fjallað i bréfinu, en i knappara formi, þannig að það rúmist í lesenda- dálkunum. Með bestu kveðjum ritnefnd. Hvernig á Vera aö vera? Hvernig á Vera að vera? Vinsæl á landinu frera, keppast viö gott eitt aö gera, glæsta málvöndun fram bera. Segja: ,,Hann kvaö vilja þéra“, það myndi ,,ku“ burtu skera. Vera’á aö vera sem móöir, vitrust og bezt hér um slóðir, er bræöur hér berjast sem óöir býöur hún: ,,Verið nú góðir“, skoðið þiö heiminn vorn hljóðir, hatrið, sem blóðmyrðir þjóðir“. Vera’á að vera okkar yndi, viðkvæm, en stálhraust í lyndi, síngirnin mildast þá myndi ef mannlífið ást hennar fyndi á sannleikans tárhreina tindi, við til hennar flýðum í skyndi. Já, svona’á góða Vera’að vera, vættur heilla landsins bera, mannfá þjóðin má ei, Vera, myrða unga fólkið, Vera, Vínlaust land á Vera’að gera valinkunna eyju frera. (Ómar ungi) Skemmdarverk Kæra vera! í síðustu veru (6/87) las ég grein Kristínar Ástgeirsdóttur um „Ráðhúsið í Tjöminni" og er ég sammála henni. Þó ég sé ekki íslendingur og búi í hinni fallegu Munchen-borg, — þannig að ráð- húsið í Reykjavík ætti ekki að skipta mig máli, ætla ég samt ekki að halda mér sam- an. Ég hef komið oft til íslands sem farar- stjóri (frá '17) og finnst ísland hafa breyst mikið á þessum árum í framfaraátt, — til nýtískulegri lifnaðarhátta. Samt er landið enn prýtt mörgum fögrum náttúruperlum sem tekist hefur að varðveita, — þrátt fyrir aukna bílaeign landsmanna og vaxandi umferð erlendra ferðamanna til landsins. Það sem helst dregur útlendinga, — þar á meðal mig til landsins, er fegurð þess og sú barátta íslendinga ungra sem gamalla við að halda landinu sínu í byggð. Það er aðdáunarvert. Kannski er þó jafnvægið dálítið að ganga úr skorðum, vegna örrar uppbygg- ingar i Reykjavík. En hvílík skemmdarverk ef bessu lióta ráðhúsi verður holað niður i eina fegurstu perlu borgarinnar, Tjörnina, í þennan fallega bæjarkjarna sem er svo sérstæður. Þaö verður sett við hlið gömlu húsanna, turn Dómkirkjunnar mun ekki sjást, — verður ekki lengur tákn gamla ís- lands, þar sem fyrsta lýðveldið var reist. Vera er flutt Um mánaðamótin janúar/febrúar flutti Vera sig um set. Nýja heimilisfang- ið er Vesturgata 3, 101 Reykjavík. Við fluttum frá elsku Víkinni þar sem við er- um búnar að vera frá því Vera tók sín fyrstu spor á lífsleiðinni sem nú eru komin á 6. ár. Þrátt fyrir sterk tengsl við þetta gamla fallega rauða hús (Víkina) í hjarta borgarinnar er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að vinnuað- staðan sem við höfðum þar var alls óviðunandi. Bæði var húsnæðið sem við höfðum þröngt og óhentugt og svo var það líka það að hitinn í húsinu var okkur vægast sagt oft erfiður. Á veturn- ar urðu starfskonur Veru oft á tíðum aö vera við vinnu sina í kápum eða úlpum með trefla, húfur og helst vettlinga. Á sumrin var hins vegar stundum mikil freisting að mæta í vinnuna á sundbol þá gat hitinn orðið eins og á suðrænni sólarströnd. Hér í Hlaðvarpanum, sem eins og allir vita er líka gamalt hús, er hægt að vera eðlilega klæddur við vinnuna og það finnst okkur afar gott. auk þess er húsnæðið að öllu leyti hentugra fyrir Veru. Ef þig langar að birta eitthvað í Veru eða segja okkur frá einhverju sem þér finnst eiga erindi til kvenna nú eða bara ef þú ert í bænum og vilt fá þér kaffisopa, littu þá við og sjáðu um leið hvernig fer um okkur. Hjá okkur er opið alla virka daga frá 9—16. Starfskonur Veru, Halla, Ragnhildur og Stella. Ljót ráðhús eru allsstaðar til, en slík tjörn hvergi annars staðar. Reykjavík þarf ekki að vera eins andlits- laus og aðrar borgir. Vonandi tekst þessari duglegu þjóð að umflýja slíkt. Er ekki til pláss í Reykjavík, kannski þar sem nýtisku- leg hús standa, — til dæmis nálægt Kringl- unni? Með bestu kveðjum. Ulrike Höfer. Kærar þakkir fyrir bréfið Ulrike, vonandi sýna íslendingarhvað íþeim býr og afstýra þessari eyðileggingu á borginni sinni. Vera er þér fullkomlega sammála í þessu máli. Ritnefnd Til áskrifenda Veru. Vinsamlega tilkynnið breytt heim- ilisföng strax og ef það hefur gleymst og þið fáið ekki blaðið hringið þá í síma 22188 og látið okkur vita, þá sendum við ykkur blaðið um hæl. 4

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.