Vera - 01.03.1988, Page 6
— KVENNASAGA---------------
Þetta er 2. greinin í greinaflokki sem ber yfirskrift-
ina Kvennasaga. I þeirri fyrstu ræddi ég um frið-
sama menningu forvera mannkynsins, nýjar rann-
sóknir ó dýrasamfélögum og hvaða vísbendingar
niðurstöðurnargefa. Nú ætla ég aðtaka fyrir hug-
myndir 19. aldar manna um þróun og siðmenn-
ingu, gott og illt og um tvenns konar merkingu hug-
taksins vald.
„Verið
fullkomnir...“
í riti sínu Um uppruna fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og
ríkisins greinir Friedrich Engels (1820—1895) þrjú þróunarstig í
sögu mannsins; villimennsku, hálfsiðun og siðmenningu. Hið síð-
asttalda hefst um það bil sem farið er aö skrá sögur og sagnir. Að
hans mati er hér um að ræða eðlilega og óhjákvæmilega þróun
frá hinu ófullkomna og lága til hins háleita og fullkomna. Síðari
tíma söguhöfundar fylgja sömu skiptingu í meginatriðum en upp
á síðkastið er farið að nota önnur orð. Það er ekki lengur talað um
villimenn og villtar þjóðir heldur frumstæðar þjóðir og vanþróaðar.
Það skiptir ekki máli hvert þessara orða er notað, þau eru öll
gildishlaðin og endurspegla hugsunina sem að baki býr. Þá hugs-
un að mannlif og náttúra sé hvort tveggja ófullkomið og óheflað,
hrátt, ósiðlegt og grimmt. Nokkuð sem þarf að betrumbæta og
fullkomna. Eingyðishugmyndin er af sömu rót runnin. Þar er guð-
inn ekki lengur hluti af náttúrunni heldur skapari hennar, ósæran-
legur og ósnertanlegur; alvaldur og óháöur sköpunarverki sinu.
Fullkominn. Jesús, sem ég met annars mikils, var illa haldinn af
þessari fullkomnunaráráttu og brýndi fyrir lærisveinum sínum að
vera fullkomnir ,,eins og yðar himneski faðir er fullkominn".
Hvorki Engels né skoðanabróðir hans og góðvinur Karl Marx
(1818—1883) voru samt upphafsmenn aö þróunarkenningunni
sem ráðið hefur svo miklu um vestræna menningu í eina og hálfa
öld. Það var, svo sem menn vita, Charles Darwin (1808—1882).
Hann olli menningarbyltingu þegar hann gaf út bók sína Um upp-
runa tegundanna 1859. Kenningar hans áttu erfitt uppdráttar í
fyrstu þar sem kirkjan lagðist gegn þeim og þótti þær guðlast. Það
var þó óþarfi og raunar á misskilningi byggt því, eins og áður segir,
er þessar sömu fullkomnunar- og þróunarhugmyndir að finna í
biblíunni, þ.e.a.s í eingyðishugmyndinni sem kristin trú grundvall-
ast á. Enn einu sinni var gömul hugmynd að klæðast nýjum bún-
ingi.
6
Þegar leið að aldamótunum 1900 og þegar menn höfðu með-
tekiö kenningar Darwins um líf á jörðu, Engels um þróun mann-
kyns og Marx um stéttaþjóðfélagið, var komið að manninum
sjálfum sem einstaklingi. Það vantaði kenningar um hann. Sál
hans og andleg tilvera varð vettvangur vísindamanna næstu ára-
tugi og er þaö enn. Fremstur í flokki var austurríski læknirinn og
sálfræðingurinn Sigmund Freud (1856—1939). Hann smíðaði
kenningar um þróun persónuleikans. Nokkru yngri menn, sviss-
neski líffræðingurinn Jean Piaget og bandaríski sálfræðingurinn
Kohlberg, komu síðan fram með kenningar um vitsmunaþroska
(Piaget) og siðgæðisþroska (Kohlberg). Margar fleiri þroska- og
þróunarkenningar eru þekktar í sálvísindum en ég tek þessar
þrjár vegna þess að þær eru hvað þekktastar og hafa auk þess
orðið stefnumarkandi.
Samkvæmt kenningu Freuds er eðli manna illt. Nýfædd börn
eru „litlir villimenn" með eðlishvatir sem ekki er rúm fyrir i sið-
menningu. Uppeldið á að miða að því að göfga hvatirnar, lyfta
þeim áæðrastig þannig að ungviðið komi sér upp innri ,,siðgæðis-
verði" sem gæti þess að ekkert óhreint sleppi út. Það gerist þó í
draumi. Hvatabæling, þó að nauðsynleg sé, getur hins vegar leitt
til taugaveiklunar, segir Freud.
Freud var lengi að móta þessa kenningu sem hér er að sjálf-
sögðu sett fram i mjög einfaldaðri mynd. Um tíma leit út fyrir að
hann sæi í gegnum fordóma samtíðar sinnar og skildi hversu
brenglaöa mynd af mannlífinu svokölluð siðmenning gaf. Með
kenningunni um Ödiþusarduldina — þrána eftir móðurinni — var
hann kominn hættulega nálægt helgustu véum hins vestræna
karlveldis. En hann sá að sér, fínpússaði kenninguna og setti
hana fram í endanlegri mynd sinni; sem kynferðislega þrá ungra
barna til foreldris af gagnstæðu kyni.
Bæði Piaget og Kohlberg eru trúir lærisveinar Freuds og fylgja