Vera - 01.03.1988, Síða 27
Konur og
EYÐNI
Eins og kunnugt er, hefur eyðni komið
harðast niður á tveimur þjóðfélagshópum
1 Evrópu og í Bandaríkjunum, hommum og
eyturlyfjanteytendum og hafa karlar orðið
verst úti. í Afríku, þar sem útbreiðslu eyðni
er líkt við faraldur (talið er að um 5 milljónir
Afríkana séu sýktir), er útbreiðslunni á
ennan hátt farið því þar sýkjast konur í jafn
^iklum mæli og karlar. Smitleiðirnar þar
eru því augljóslegar aðrar. Umskurður á
konum gæti verið sökudólgurinn. Konur
viðaíAfríku hafa efnttil upplýsingaherferð-
ar 9egn þessum sið, þær telja upprætingu
hans geta verið eina leiðin til að stöðva eða
draga úr útbreiðslu eyðni í álfunni.
Umskurður fer oftast þannig fram að ytri
kynfæri konunnar eru skorin af, barmar og
snípur. Sárið er síðan saumað saman og
eðeins skilið eftir örlítið op (á stærð við
enimál eldspýtu). Konan er ekki svæfð eða
ðeyfð þær 15-20 mínútur, sem aðgerðin
tekur og verkfærin eru ekki sótthreinsuð.
Að aðgerðinni lokinni er ekki hægt að hafa
samfarir nema opið sé rifið upp og vílir
niakinn ekki fyrir sér að gera það, bjóði
honum svo við að horfa. Annar kostur, sem
gripið er til og gerir slíka blóðgun óþarfa,
eru „samfarir" um endaþarm konunnar.
Samfarir eru þess vegna sársaukafull og
blóðug athöfn, enda mun umskurður til
þess ætlaður að drepa kynhvöt konunnar.
Á því hefur verið vakin athygli margsinn-
is, að útbreiðsla eyðni fer mjög saman við
útbreiðslu þessarar aðgerðar í Afríku.
Kvennahópur í Nigeríu hefur nú byrjað
upplýsingaherferð um þessi mál og felst
hún í því að þær ferðast um og tala við kon-
ur, halda fyrirlestra, skrifa greinar og koma
fram í sjónvarpi og útvarpi. í fréttaritinu
ISIS (alþjóðlegt kvennafréttatímarit) biðja
þær konur um allan heim að styrkja sig í
þessari baráttu með fjárframlögum, því
þær njóti engra opinberra styrkja til verks-
ins. Þar benda þær m.a. á að af 98000
skráðum tilfellum um eyðni í álfunni síð-
ustu tvö árin, séu 75% konur frá svæðum
í Afríku, þar sem umskurður er venjan.
Framlög og/eða fyrirspurnir má senda til:
Hönnu Edemikpong,
Women’s Centre,
Box 185, Eket,
Cross River State, Nigeria,
West Africa.
5PARI5JOÐUR
HAFNARFJARÐAR
Ferðamannagjaldeyrir
Hjá okkur færð þú gjaldeyrinn
fyrir utanlandsferðina af-
greiddan samdægurs.
Gjaldeyrir til námsmanna
erlendis
Við önnumst allar yfirfærslur
gjaldeyris til námsmanna er-
lendis.
Innlendir gjaldeyrisreikn-
ingar
Innlendu gjaldeyrisreikning-
arnir okkar gefa góða ávöxtun.
Þú getur valið um gjaldeyris-
reikninga í eftirtöldum gjald-
miðlum: Bandaríkjadollurum,
enskum pundum, dönskum
krónum og V. -þýskum mörk- f
um. I
o>
Persónuleg og fjölþætt f
þjónusta okkar sparar þér I
sporin. I
27