Vera - 01.03.1988, Síða 39

Vera - 01.03.1988, Síða 39
höfðu margt við þá lagasetningu að athuga, enda þótt þær væru fylgjandi því að staðgreiðslu yrði komið á.‘‘ Síðar segir um breytingartillögurnar ,,í breytingartillög- um Kvennalistans felast eftirfarandi atriði: Skattþrepin verði tvö þar sem tekjuryfir 2.500.000 kr. á ári beri 33% tekjuskatt. Jafnframt er lagt fram frum- varp á þskj. 406 um mishátt útsvar eftir tekjum þar sem heimilt verður að leggja allt að 9% útsvar á tekjur yfir 2.500.000 kr. á ári. Þetta gefur svigrúm til hækkunar per- sónuafsláttar, um 5000 kr. á ári. í öðru lagi er lagt til að barnabætur verði greiddar til móður ef barniö er í hennar umsjá, annars þeim sem því hlutverki gegnir. Rökin fyrir því eru þau að barnið er í flestum tilfellum fyrst og fremst I umsjá móður, hún tekur á sig ómælda vinnu sem hvergi er metin til launa og oft- ast er það móðirin sem verður fyrir tekjutapi vegna um- önnunar barnsins. Og hverjar svo sem aðstæðurnar eru þá er móöirin nær undantekningarlaust tekjulægri en faðirinn. Auk þess er hagræði að því að greiða barna- bætur út óskiptar þar sem útsendingar verða miklu færri.“ ,,Mjúkar“ fjárlagatillögur Fjárlög fyrir árið 1988 voru samþykkt þann 28. desem- ber 1987 og mátti ekki seinna vera. Kvennalistakonur gerðu ýmsar breytingartillögurviðfrumvarpiðsem náðu því miður ekki fram að ganga. Heildarupphæð breyting- artillagna Kvennalistans var 850.095.000 millj. króna, eða u.þ.b. það sama og upphaflega var áætlað að flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli kostaði. Til að gefa nokkra hugmynd um þau málefni sem Kvennalist- inn vildi auka útgjöld til skuli nefnd nokkur dæmi hér. Framlag í Rannsóknarsjóð yrði aukið úr 70 í 100 millj., framlag til tónlistarskóla yrði aukið úr 105.460 i 158.190 millj., framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna yrði aukið úr 1.478.000 í 1.678.000 millj., liðurinn jöfnun á námskostnaði yrði 100 í stað 25 millj., Náttúruverndar- ráð fengi 1.950 millj. til fræðslustarfsemi í stað 930 þús. kr., Þjóðleikhúsiðfengi 163.700 millj. í almennan rekstur ístað 138.700 millj., lagt vartil að liðurinn Listir hækkaði úr 70.210 millj. í 203.700 millj., lagt vartil að til málefna fatlaðraí Reykjavíkrynnu 56.507 millj. ístað46.187 millj., lagt var til að Kvennaathvarfið fengi 5.528 millj. í stað 4,5 millj., framlag til Geislavarna var áfjárlögum 8.940 millj., en Kvennalistinn lagði til aö þaö yrði 12.440 millj., lagt var til að framlag til Krabbameinsfélags íslands yrði aukið úr 50.400 þús. kr. f 57.500 millj. og loks má nefna tillögu um að framlag til Ferðamálaráðs yrði hækkað úr 28 millj. í 80 millj. Kvennalistakonur vildu einnig bæta inn nokkrum nýjum liðum á fjárlögin og má þar nefna, framlag til ferðamálasamtaka 1,4 millj., framlag til fram- kvæmda í Dimmuborgum 1 millj. og til framkvæmda í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum 3 millj., framlag til Kvikmyndaeftirlits undir liðnum, vernd barna og ungl- inga 3 millj. og síðast en ekki síst var lagt til að á fjárlög kæmi nýr liður Dagvistarheimili stofnkostnaður 220.907 millj., en þessi liður féll niðurfyrir árið 1988 vegnafrum- varps til laga um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga sem felur það í sér að sveitarfélögin eiga nú alfarið aö sjá um stofnkostnaö við byggingu dagvistarheimila. Við skulum grípa hér aðeins niður í ræður þriggja kvennalistakvenna um fjárlögin. Málmfríður Sigurðar- dóttirsagði m.a. í ræðu sinni í umræðum um fjárlög ,,Við kvennalistakonurerum sammála því að rikissjóð beri að reka án halla. Við erum hins vegar ekki samþykkar því hvernig teknanna er aflað og hvernig þeim er ráðstafað °9 sannarlega höfum við margt viö gjaldahliðina að at- huga, sem ekki fékkst lagfært í meðförum nefndarinnar (fjárveitinganefndar). Það dæmi er of stórt til að brjóta það allt upp og því gerum við aðeins fáar breytingartil- lögur og þá við þá liði sem okkur er mest í mun að fá leið- rétta. Þær tillögur þurfa ekki að koma þeim á óvart sem þekkja stefnu Kvennalistans sem leggur megináherslu á bættan aðbúnað kvenna og barna, jöfnun aðstöðu milli dreifbýlis og þéttbýlis, umhverfisverndun og um- hyggju fyrir menningu, menntun og listum.“ Kristin Einarsdóttir ræddi m.a. um fjárþörf Kvennaat- hvarfsins og sagði þá ,,í fjárhasáætlun Kvennaathvarfs- ins um rekstur er áætlað að reksturinn kosti um 7 millj. 897 þús. kr. á næsta ári og fara þær konur sem sjá um reksturinn fram á að ríkissjóður greiði 70% af þeim kostnaði eða 5 millj. 528 þús. kr. (sem er sú upphæð sem Kvennalistinn lagði til að Kvennaathvarfið fengi). Á hverju ári koma meira en 150 konur í Kvennaathvarfið í Reykjavík og yfir 100 börn. Konurnar koma í athvarfið af öllu landinu þó að flestar séu þær frá höfuðborgarsvæð- inu, en eins og kunnugt er er Kvennaathvarfið í Reykja- vík eina kvennaathverfið á landinu. Enginn efast lengur um gildi Kvennaathverfsins og gagnsemi þess fyrir kon- ur og börn sem verða fyrir ofbeldi og eiga í ekkert hús að venda ef athvarfsins nyti ekki við.“ Þórhildur Þorleifsdóttir fjallaði m.a. um framlög til lista og menningarmála á fjárlögum og sagði þá m.a. ,,Það er augljóst mál að það þarf aö endurskoða allt styrkjakerfi menningarmála. En meðan það hefur ekki verið gert þrátt fyrir itrekuð tilmæli listamanna verður að nægja að leggja til hækkanir á fjárlögum. Brýnustu verkefnin eru þó stórbættir starfslaunasjóðir bæði til einstaklinga og verkefna, lífeyrissjóðamál, lausn hús- næðisvanda í Reykjavík til tónlista- og leiklistahalds og miklu myndarlegri stuðningur við þær stofnanir sem ætlað er að vera burðarásar menningarinnar.“ Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga Eitt af stóru málunum sem kom fram í hamagangin- um fyrir jól var frumvarp um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þetta frumvarp felur í sér veigamiklar breytingar sem skipta miklu fyrir sveitarfélögin I landinu og þá sérstaklega þau sem minni eru og hafa þar af leið- andi minna fjármagn til framkvæmda. Til stóð að af- greiða þetta frumvarp fyrir leyfi þingmanna, en úr þvi varð ekki þar sem tókst að fá því framgengt að það yrði sent til kynningar til allra sveitastjórna í landinu. Það hafði ekki verið gert áður en frumvarpið var lagt fram og var sveitastjórnarmönnum þvi ekki kunnugt um þær breytingar sem fólust í frumvarpinu. Kristín Einarsdóttir hafði ýmsar athugasemdir við frumvarpið og skulum við grípa hér örstutt niður í ræðu hennar um málið. „1. Með frumvarpinu er verið að flytja til sveitarfélaga verkefni sem hafa munu I för með sér meiri útgjöld af hálfu sveitarfélaganna en ríkið tekur að sér á móti. 2. Frumvarpið fjallar aðeins um hluta af þeim mörgu viðfangsefnum sem tillögur hafa komið fram um að breyta í núverandi verkaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga. Hér liggur því ekki fyrir nein heildarstefnu- mörkun í þessum málum. 3. Fjármögnunarþáttur þeirr- ar verkaskiptingar sem frumvarpið tekur til er í lausu lofti. Þannig hafa engin drög enn veriö gerð að uppgjöri við einstök sveitarfélög vegna þeirra framkvæmda sem ríkissjóður hefur tekið þátt í til þessa. 4. Ekki hafa verið kynntar reglur eða drög að reglugerð varðandi fjárfram- lög til jöfnunar milli sveitarfélaga vegna aukins og mis- munandi kostnaðar i kjölfar breyttrar verkaskiptingar. 5. Fjárframlög vegna þessara fyrirhuguðu breytinga á að taka úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en framlag til sjóðs- ins hefur verið skert mikið um árabil og svo er enn sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1988.“ 39

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.