Vera - 01.03.1988, Side 41
I ööru lagi hefur veriö lögö fram þingsályktunartillaga
sem hljóðar svo; „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráð-
herra aö koma á fót þjónustumiðstöð fyrir heyrnarskerta
þar sem veitt væri textasíma- og túlkaþjónusta."
í þriðja lagi hefur verið lögð fram þingsályktunartil-
laga um könnun á launavinnu framhaldsskólanema.
Þar sem kannaðir verði eftirfarandi þættir: ,,a. fjöldi
vinnustunda á viku, b. hvenær sólarhrings störfin eru
unnin, c. kjör og réttindi námsmanna í launavinnu, d.
ástæður þess að nemar vinna launuð störf með námi.“
í fimmta lagi er það svo þingsályktunartillaga um hús-
næði fyrir aðstandendur sjúklinga. Hún hljóöar svo ,,AI-
þingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að leita nú þeg-
ar leiða til að leysa húsnæðisvanda aðstandenda sjúkl-
inga sem þurfa að dveljast langdvölum fjarri heimilum
sínum.“
Snúum okkur þá að frumvörpum kvennalistakvenna.
Fyrst skal nefnt hérfrumvarp um lífeyrisréttindi heima-
vinnandi húsmæðra. 1. gr. frumvarpsins er svohljóð-
andi: ,,Á eftir 6. gr. laganna (sbr. lög nr. 58/1985) kemur
ný grein er orðist svo: Heimavinnandi húsmæður sem
ekki gegna öðru starfi, svo og þær heimavinnandi hús-
mæður sem eru í minna en hálfu starfi utan heimilis,
skulu öðlast aðild að Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Rík-
issjóður greiði mánaðarlega iðgjald til sjóðsins vegna
hverrar heimavinnandi húsmóöur er nemi 6% af laun-
um skv. 9. flokki kjarasamnings Verkamannasambands
íslands, efsta starfsaldursþrepi, eins og þau eru á hverj-
um tima og viðkomandi sveitarfélag 4% af sömu upp-
hæð.“
í ööru lagi er það frumvarp sem snertir greiðslur
Tryggingastofnunar vegna greiðslu fargjalds og uppi-
haldskostnaðar fylgdarmanns sjúklings sem leita þarf
læknishjálpar fjarri heimabyggð. í frumvarpi segir m.a.
um skilyrði fyrir greiðslu ferðastyrks „Ferðastyrki til
uppihaldskostnaðar sjúklings og fylgdarmanns sam-
kvæmt J-lið er dvelja þarf 30 daga eða lengur á 12 mán-
aða tímabili utan heimabyggðar. Skilyrði er að ekki sé
hægt að veita sjúklingi nauðsynlega meðferð í heima-
byggð. Ferðastyrkur til sjúklings miðist við dvöl hans ut-
an sjúkrahúss. Þegar ferðastyrkur er greiddur greiðast
jafnframt fargjöld án tillits til þess hvort um ítrekaðar
ferðir erað ræða.“ Enn fremurer kveðiðá í frumvarpinu
um rétt til dagpeninga frá almannatryggingum ef veik-
indi náinna ættingja valda vinnu- og launatapi.
í þriðja lagi er það frumvarp sem fjallar um greiðslur
á gleraugum fyrir ákveðna hópa. Fyrsta grein frum-
varpsins er svohljóðandi ,,Við 1. mgr. 43. gr. laganna
bætist nýr stafliöur er orðist svo: Fyrir gleraugu handa
börnum og unglingum, samkvæmt gleraugnaávísun
(resepti) frá augnlækni, sem framvísað er á því reikn-
ingsformi sem Tryggingastofnun ríkisins ákveður,
greiða sjúkrasamlög í samræmi við samninga sem
Tryggingastofnunin hefur gert fyrir þeirra hönd eða sam-
kvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur séu samningar
ekki fyrir hendi, sem hér segir, þó ekki nema einu sinni
á ári nema sjón breytist: I. Fyrir börn og unglinga 18 ára
°g yngri skal greiða allan kostnað við gler og fasta upp-
hæð sem svari til meðalkostnaðar við umgerðir að mati
Tryggingastofnunar. II. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
sem njóta tekjutryggingar skal greiða allan kostnað við
9ler og fasta upphæð sem svari til meðalkostnaðar við
umgerðir að mati Tryggingastofnunar, en fyrir aðra elli-
og örorkulífeyrisþega greiðist allur kostnaður við gler.
Og síðast en ekki síst er það frumvarp um tímabundið
átak í uppbyggingu dagvistarheimila fyrir börn. í fyrstu
9rein frumvarpsins segir „Markmið laga þessara er að
bæta verulega og með skjótum hætti úr skorti á dagvist-
arrými fyrir börn um allt land.“ í frumvarpinu er lagt til
að stofnaður verði byggingasjóður dagvistarheimila fyr-
ir börn sem atvinnurekendur og ríkissjóður myndi sam-
eiginlega með jafnháum framlögum. Gert er ráð fyrir að
sjóðurinn myndist á fimm árum. Sveitarfélög geti síðan
sótt um tvo þriöju hluta kostnaðar við byggingu dagvist-
arheimila í þennan sjóð. Ljóst er að ríkið skuldar sveitar-
félögunum samtals 207 milljónir vegna byggingar dag-
vistarheimila miðað við byggingarvísitölu í febrúar 1988.
Þetta frumvarp hefur ekki hlotið umfjöllun í þinginu þeg-
ar þetta er skrifað en það verður fróðlegt að fylgjast með
viðbrögðum stjórnarinnar við þessu þarfamáli.
Úr jómfrúrræöu Sigríöar Lillý
Þegar þing kom saman eftir um hálfsmánaðar
síðbúið jólaleyfi í janúarmánuði tók Sigríður
Lilly Baldursdóttir varaþingkona úr Reykjavík
sæti á Alþingi í fjarveru Þórhildar Þorleifsdótt-
ur. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigga Lillý sest á
þing og fyrsta varakonan sem kemur inn í vetur
hjá Kvennalistanum. Jómfrúrræðu sína flutti
Sigga Lillý í utandagskrárumræðu um efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnarog birtum við hér
stuttan kafla úr ræðu hennar:
,,í stjórnarmyndunarviðræðum Kvennalistans sl.
vor geröum við að úrslitaatriði aö lágmarkslaun í
landinu skyldu hækkuð og miðuð við framfærslu. Þá
var okkur bent á að i fyrsta lagi væri ekki hægt að
meta lágmarksþörf einstaklings eða fjölskyldna og í
öðru lagi giltu aldagömul lögmál um innbyrðis hlut-
föll launa, lögmál sem giitu í Mesapótamíu til forna
eigi við hér í dag, hafi í raun ætíð gilt og muni alltaf
gilda. Því væri fráleitt aö ætla að hækka lægstu laun-
in, slík hækkun myndi skila sér upp allan launastig-
ann — fólkið, sem næstlægstu launin hafi, heimti
sína hækkun og svo koll af kolli.
En hvað er nú að gerast í kjarasamningum? Frá
Vestfjörðum berast þau tíðindi að samið hafi verið
um heildarbónus í frystihúsunum. Allir sem í húsinu
vinna fá jafnháa bónusgreiðslu — í krónum talið —,
allt frá móttöku og þar til fiskurinn er kominn í frysti.
Þetta þýðir auðvitað að þær sem næstlægst kaupið
höfðu, sætta sig við að þær, sem höfðu lægsta kaup-
ið, hækki og allar fái sömu laun. Vissulega er hækk-
unin smánarleg. En þetta tekur af allan vafa um að
lögmáliö sem hagfræðingarnir sameinuðust um að
fullvissa þjóðina um að væri lögmál — er ekkert lög-
mál. Allavega er þaö ekki láglaunafólkið, sem kemur
launaskriðunni af stað. Þaö skyldi þó ekki vera aö
þeir, sem enn hærra kaup hafa, standi á bak við og
ýti við fyrstu steinunum, — kannski til þess að viö-
halda því sem þeir kalla lögmál, sem er þá ekki ann-
að en val þeirra, sem valdið hafa á þvi launakerfi sem
þeim þóknast.
,,Mesti og besti auður hvers lands er fólkið sjálft,
sem lifir þar hugsar og starfar." Þetta er gullvæg
setning fengin frá skáldinu Einari Benediktssyni.
Má ég biðja um ríkisstjórn sem hefur hana að leið-
arljósi.
Við Kvennalistakonur krefjumst ábyrgrar rikis-
stjórnar, stjórnar sem vill axla ábyrgð. Og ég bendi
háttvirtu Alþingi á að slík stjórn þarf ekki að vera i
meginatriðum, gráteinótt. — Hún gæti jafnvel ein-
göngu verið með mjúkum línum. Stjórn sem tæki all-
ar sínar ákvarðanir út frá þorra fólks og bæri á hönd-
um sér þá sem bera minnst úr býtum.
Sigrídur Lillý.
Sigrún Jónsdóttir
41