Vera - 01.05.1988, Qupperneq 23

Vera - 01.05.1988, Qupperneq 23
UNDRAÐ MÁL níutíu og níu... „BÖRNERU GULLNÁM EN HLUTVERK FULLORÐINNA ER AÐ FÁ GULLIÐ TIL AÐ GLÓA" Fullorðnir mega ekki skorast undan þeirri skyldu sinni, að gera börnin fær um, að takast á við heiminn og gera þau nægilega sjálfstæð til að breyta til batnaðar því sem miður fer. Viðteknar uppeldisreglur víðs vegar um heiminn, ásamt með þeirri mennt- unarstefnu, sem of víöa er í hávegum höfð, miðar oft og einatt að því, að gera börn að viljalausum þiggjendum, — skoðanalausum einstaklingum, sem hægt er að bjóða nánast hvað sem er. Þessu vilja starfsmenn barnaheimilanna í Fteggio Emilia breyta, og víst er, að við getum margt af þeim lært. En þá vaknar spurningin: Hvernig getur staðið á því, að þetta tekst svo vel í þessari tiltölulega litlu borg? Hvað hefur Reggio Ernilia umfram til dæmis Reykjavík? Og svarið hlýtur að vera: Af- staða borgaryfirvalda. Börnin í Reggio Emilia (þ.e. þau sem eru í bagvistun á vegum borgarinnar), eru svo heppin, að skilningur ríkir meðal ráðamanna á því, hvers virði þau eru sem einstakling- ar, og hvert hlutverk þeirra er í framtíðinni. Þó er margt sem vekur furðu þegar skipulag starfseminnar er kannað. Menntun fóstra er t-d. mun minni en hér, en á móti kemur símenntun. Allt starfslið barnaheimilanna er í stöðugri endurmenntun og valið er úr fjölda fólks, til að starfa við heimilin. AHir hafa sömu laun fyrir vinnu sína og sterk hugsjón og einlæg- ur vilji er grundvallarskilyrði til að FÁ AÐ VINNA við heimilin, þar komast færri að en vilja. í Reggio Emilia eru rekin 33 barnaheimili og 21 forskóli (R. Emilia er á stærð við Reykjavík). Þar er mjög vandað til allra að- stæðna, leiðbeinendur og annað starfsfólk er sérstaklega valið, öll aðföng og tæki eru valin með þessa sömu hugsjón að leiðar- Ijósi. Reglusemi er í hávegum höfð, en þó án þess að það þvingi börnin. Samvinna við foreldra er mikil og talin alger nauðsyn, til þess að raska ekki ró barnanna og skapa þeim tvo ólíka heima í daglegu lífi. Vinnan á barnaheimilunum er tekin alvarlega, hér er ekki um neina afþreyingu eða geymslustaði að ræða heldur mark- vissa stefnu í öllu uppeldi. Og allir jafnréttháir aðilar: Börn, foreldr- ar og starfsfólk. Stöðugt eru haldnir fyrirlestrar, skemmtanir og aðrar samkomur til að efla samstöðuna. /;EKKI GETA ÖLL BÖRN ORÐIÐ RITHÖFUNDAR EÐA LISTAMENN, EN EKKERT ÞEIRRA SKAL NOKKURN TÍMA ÞURFA AÐ VERA ÞRÆLL". (Gianni Rodaro) Hafa skal hugfast, að börnin í Reggio Emilia eru ekkert frá- brugðin öðrum börnum. Hér hefur ekki verið valið úr þeim hæfi- leikamestu, eða greindustu. Hafi áhorfandi sýningarinnar þetta hugfast, getur hann fyllst bjartsýni. Öll börn — venjuleg börn — okkar börn, eru fær um að öðlast þessa innsýn, þessa hæfileika til tjáningar, þetta lífsviðhorf, ef aðeins fullorðnir leggja rækt við þau á þennan hátt. Við, hin fullorðnu verðum að gefa þeim aftur málin níutíu og níu. Og hvernig? Verum gagnrýnin á hefðbundna uppeldisfræði, einkum þá sem setur barninu takmörk vitsmuna- lega og líffræðilega. Verum minnug þess, að börn eru færari um flest, en við erum vön að álíta. Virkjum og eflum sköpunargleðina, með því að skoða, með öllum skilningarvitum hlutina í kringum okkur og leyfa börnunum það líka. Setjum ekki börnin i þá kreppu, sem kalla mætti ,,annaðhvort eða“ hugsunarhátt. List EÐA vísindi, ímyndunarafl EÐA skynsemi. Afneitum þeim hugsunarhætti rökhyggju og kerfisdýrkunar, sem aðeins býður upp á kaldan, fráhrindandi veruleika og bjóðum þeim í staðinn heim hlýrra tilfinninga, bjartsýni og trú á eigin getu — eigið ágæti. Umfram allt þurfa fullorðnir að tileinka sér traust og virðingu fyrir börnum sínum og hafa það hugfast, að börnin í dag eru fullorðin á morgun. Þau bíða ekki betri tíma, betri fjárhagsstöðu, annarra möguleika. Þau eru að þroskast og vaxa NÚNA. Það er ósk allra þeirra, sem að þessari sýningu á myndverkum barnanna í Reggio Emilia standa, að áhorfandinn geti eitthvað af henni lært. Að menn gefi sér tíma til að ígrunda inntak hennar og sálfræðina að baki henni í þeirri vissu, að þeim tíma væri ekki illa varið. (Fengið úr ýmsum áttum) Hanna Lára Gunnarsdóttir 23

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.