Vera - 01.09.1990, Síða 8
Viðskiptalífið nærist á konum.
Þær eru kaupendur, neytendur og
viðskiptavinir. Langflestar hafa
eigin launatekjur og auk þess hafa
þær ákvörðunarvald um hvernig
sameiginlegum tekjum fjölskyld-
unnar er ráðstafað. Velta íslenskra
kvenna samanlagt skiptir hundr-
uðum milljarða króna. Þær
stjórna að miklu leyti neysluvöru-
markaðnum og því skipta viðhorf
þeirra til fyrirtækjanna miklu
máli.
Gamla orðtakið Karlinn aflar
en konan eyðir á ekki lengur við.
Þrátt fyrir að konur sjái enn að
mestu leyti um innkaup fjölskyld-
unnar á daglegum neysluvörum
fer hlutur þeirra í tekjuöfluninni
vaxandi. Fyrir 30 árum voru 20%
giftra kvenna virkar í atvinnulíf-
inu. í fyrra var hlutfallið 84%.
Tekjur þeirra eru ekki lengur
aukageta sem vel má vera án,
heldur forsenda fyrir lífsstfl og
neysluvenjum fjölskyldunnar.
og má leiða sterkar líkur að því að
viðskipta- og atvinnulífið í heild
setji ímyndaða skammtímahags-
muni ofar raunverulegum lang-
tímahagsmunum sínum með því
að nýta ekki hæfileika kvenna
betur en raunin er.
Sama gildir um viðhorf ráða-
manna viðskipta- og atvinnulífs-
ins til kvenna sem neytenda og
viðskiptavina. Segja má að enn
hafi ráðamenn viðskiptalífsins
alltof lítið þurft að gjalda þess að
meðhöndla konur sem annars
flokks starfsmenn og viðskipta-
vini. Hvorki þeir né konur sjálfar
hafa gert sér grein fyrir því gífur-
lega valdi sem íslenskar konur
geta beitt í krafti peninganna.
Verðbréfafyrirtækið Kaupþing
hefur vakið athygli fyrir hátt hlut-
fall kvenna í stjórnunar- og
ábyrgðarstöðum. Veru lék hugur á
að vita hvort það stafi af meðvit-
PENINGAR
NYJASTA
VALDATÆKI
KVENNA
Ráðamenn við-
skiptalífsins eiga
ekki lengur að kom-
ast upp með að
meðhöndla konur
sem annars flokks
viðskiptavini og
starfsmenn
Konur taka æ fleiri sjálfstæðar
ákvarðanir um hvernig þær verja
eigin fé og sameiginlegu fé fjöl-
skyldunnar á sviðum sem ekki til-
heyra ,,hefðbundnu“ kvenna-
sviði. Þær kaupa bíla, tölvur og
verðbréf og þær eru sjálfstæðir
viðskiptavinir í bönkum.
Konur eru starfsmenn. Þær eru
fjölmennastar í lægst metnu störf-
unum og þeim er iðulega gróflega
mismunað á vinnustað. Þetta eru
gömul sannindi sem enn eru í
fullu gildi. Með aukinni menntun,
reynslu og þori hefur þeim þó
tekist að hasla sér völl í störfum
sem karlar sátu einir að áður. Þó
eiga þær víðast erfitt uppdráttar
aðri stefnu fyrirtækisins í ráðn-
ingarmálum.
,,Nei alls ekki,“ segir Sigurlaug
Hilmarsdóttir starfsmannastjóri
Kaupþings. „Hlutur kynjanna í
stjórnunarstöðum er nálægt því
að vera alveg jafn og sem dæmi
má nefna að af sjö viðskiptafræð-
ingum í fyrirtækinu eru fjórar
konur. Þetta er samt alger tilvilj-
un. Skýringin er einfaldlega sú að
hér rfkja ekki fordómar gagnvart
konum. Um leið og þeir eru úr
sögunni eykst hlutfallið af sjálfu
sér. Það er staðreynd að í mörgum
fyrirtækjum er gengið kerfis-
bundið fram hjá konum við ráðn-
ingar og því er kynjaskiptingin í
starfsliðinu svo skökk sem raun
ber vitni. Það er mikið af vel
menntuðum konum í atvinnulíf-
inu sem sækja um störf sem þessi.
Kynjahlutfallið meðal þeirra sem
sækja um stjórnunar- og sérfræði-
stöður hjá okkur er mjög jafnt, en
þó verður að segjast að um ritara-
stöðurnar sækja næstum ein-
göngu konur.“
,,Því er stundum borið við að
þvf meiri ábyrgð sem konur hafi í
starfi því erfiðara sé að missa þær
ef þær fara í barneignarfrí og að
j^etta sé þröskuldur á vegi kvenna
upp ábyrgðarstigann. Hver er
reynsla ykkar í Kaupþingi af
þessu?“
Sigurlaug er snögg að svara.
„Hér hafa konur í ábyrgðar-
stöðum farið í barneignarfrí og
J^að hefur ekki verið neitt vanda-
mál. Konurnar koma bara ánægð-
ar aftur í vinnuna jiegar fríinu
lýkur. Ef yfirmenn ganga hinsveg-
ar út frá því að þetta sé vandamál
þá búa þeir það til. Viðkomandi
kona fær sektarkennd og líður illa
á vinnustað og fyrirtækið gæti
glatað hæfileikakonu. Sérhvert
fyrirtæki verður að hafa vissan
sveigjanleika, annað væri slæmur
skipulagsvandi. Hver sem er get-
ur forfallast í lengri eða skemmri
tíma og ef allir væru ómissandi
væri voðinn vís.“
Hefur þú orðið vör við sérstök
viðbrögð viðskiptavina vegna
þess hvað konurnar eru margar?"
„Já. Yfirleitt eru þau mjög góð.
Margir viðskiptavina okkar eru
konur. Ég man hinsvegar eftir ein-
um eldri manni sem spurði ntig
aldeilis hlessa; „Og gengur þetta
almennilega hjá ykkur?“ „Mjög
vel þakka þér fyrir“ svaraði ég og
ég veit ekki betur en J^essi maður
hafi fengið mjög góða þjónustu
og verið ánægður með viðskiptin
að lokum.“
Hagkaup er fjölmennur kvenna-
vinnustaður. Af um 1000 starfs-
mönnum eru nálægt 700 konur.
Flestar vinna þær,, á gólfinu “ sem
svo er stundum kallað eða í al-
mennum afgreiðslu- og þjónustu-
störfum. Hlutfall þeirra í ábyrgð-
arstöðum innan fyrirtækisins er
nokkuð hátt en hefur þó staðið í
stað í nokkur ár. Verslunarstjórar
eru átta og þar af eru tvær konur.
11 af 20 innkaupamönnum eru
konur og kynjaskiptingin í hópi
deildarstjóra er jöfn. Báðir yfir-
menn innkaupa eru karlar og
8