Vera - 01.09.1990, Qupperneq 9

Vera - 01.09.1990, Qupperneq 9
sölustjóri er karl. Fyrir utan þessa þrjá eru tveir aðrir sem tilheyra hópi fimm æöstu stjórnenda, allt karlar. Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri Hagkaups segir fyrirtækið ekki hafa markað sér neina sér- staka stefnu varðandi ráðningar kvenna í ábyrgðarstöður. ,,Ég vildi gjarnan geta sagt að við gerðum ráðstafanir til að fjölga konum í ábyrgðarstörfum. Það gerum við hinsvegar ekki. Þær konur sem gegna ábyrgðar- stöðum hjá okkur voru ráðnar af þeirri einföldu ástæðu að þær voru hæfastar. Það má segja að stefna okkar í starfsmannahaldi felist fyrst og fremst í því að við viljum að gott starfsfólk geti unn- ið sig upp innan fyrirtækisins og við ræðum oft óformlega saman um hvernig hægt sé að tryggja að það gangi eðlilega fyrir sig. Kon- ur eru mjög fjölmennar í neðri lögunum og þær sem gegna ábyrgðarstöðum koma margar þaðan.“ „Hvað tekur það konur langan tíma að vinna sig upp?“ ,,Hjá duglegu fólki gerist það hratt. Þær tvær konur sem eru verslunarstjórar voru um þaö bil 5 ár að því.“ „Eruð þið meðvitaðir um að ímynd Hagkaups ræðst af við- horfi kvenna til fyrirtækisins?" „Við veltum þessum ímyndar- málum lítið fyrir okkur. Við trú- um því að ef við veitum góða þjónustu og höldum verði niðri þá stöndum við okkur í sam- keppninni. Flóknara er það ekki.“ „En telur þú að það gæti komið niður á fyrirtæki eins og Hagkaup ef það hefði óvægna stefnu í starfsmannahaldi gagnvart kon- um? Að veltan gæti dregist sam- an?“ , Já, það gæti hugsanlega gert það. Ég hef satt að segja ekki velt því mikið fyrir mér. Við fylgjum auðvitað öllum lögum og reglum til hins ítrasta, til dæmis í fæðing- arorlofsmálum. Svo getur hver haft sína prívatskoðun á því hvort reglur um fæðingarorlof séu kon- um nógu hagstæðar og ég er þeirrar skoðunar að svo sé alls ekki. Þegar hæfileikakona í ábyrgðarstöðu fer fram á að fyrir- tækið sýni henni meiri sveigjan- leika en lögin skylda okkur til, reynum við að meta þau mál hverju sinni og yfirleitt hefur okkur tekist að finna lausnir sem allir eru ánægöir með.“ Það eru engir smápeningar sem fara um hendurnar á íslenskum konum. Sigurður Gísli Pálmason, „Við sem lögðum á ráðin um byggingu Kringlunnar og fylgdum fram- kvœmdunum eftir vorum eingöngu karlar. Ég velti því oft fyrir mér að í raun skaut þarna mjög skökku við, því við vissumað um 80% af viðskiptavinunum yrðu konur!" stjórnarformaður Hagkaups, sagði í samtali við Veru að gert sé ráð fyrir að um 80% viðskipta- vina í versllunarmiðstöðvum eins og Kringlunni séu konur. Þessi tala cr hvggð á erlendum könnun- um en hefur einnig verið staðfest í könnunum sem Hagkaup hefur látið gera. „Við sem lögðum á ráðin um byggingu Kringlunnar og fvlgd- um framkvæmdum eftir vorum eingöngu karlar. Ég velti því oft fyrir mér að í raun skaut þarna mjög skökku við, því við vissum að um 80% af viðskiptavinunum yrðu konur!" Það eru ckki til neinar óyggj- andi tölur um þá fjármuni sem ís- lenskar konur láta frá sér í Kringl- unni. Markaðshlutdeild hennar í smásöluversluninni á höfuðborg- arsvæðinu á þessu ári er sam- kvæmt nýlegri áætlun Borgar- skipulags talin vera um 17% og gæti það bent til veltu á bilinu 5—7 milljarðar. Samkvæmt því rynnu 4—5,6 milljarðar á þessu ári úr buddum íslenskra kvenna í þessa einu verslunarmiðstöð, ef við gefum okkur þá forsendu aö sama hlutfall gildi um þær fjár- hæðir sem eytt er og gildir um hlutfall kynjanna. Með öðrum orðum, að 80% af veltunni komi frá konum. 9 jósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.