Vera - 01.09.1990, Side 10

Vera - 01.09.1990, Side 10
1 1 JP t W|1 n F i ERU KONUR ANNARS FLOKKS? Er það rétt að karlmenn fái fyrr afgreiðslu en konur í matvöru- verslunum þar sem ekki eru skipulegar raðir við kassana? Eru konur að þessu leyti gerð- ar að annars flokks viðskipta- vinum eins og börnin sem húka tímum saman við af- greiðsluborðið meðan full- orðna fólkið er allt afgreitt á undan? Sú er reynsla ýmissa kvenna að minnsta kosti erum við nokkrar sem höfum orðið fyrir þessu í tilteknum verslunum. Þetta er ekkert ólíkt því sem við þekkjum annars staðar frá, skóladrengir fá athygli kennar- anna í skólanum meðan stelp- urnar sitja prúðar og bíða eftir að röðin komi að þeim, konur á karlavinnustöðum lenda í því að talað er yfir þær og framhjá þeim en ekki við þær. Hvað er til ráða? Ef við upp- lifum þetta í verslunum er til dæmis hægt að bregðast við á þann hátt sem greinir frá í sannri dæmisögu hér á síðunni og hafa það sem fyrsta skref í enn virkari aðgerðum. Það er engin ástæða til að þegja og bíða endalaust eftir að röðin komi að manni. Konan sem um ræðir var stödd í lítilli kjörbúð í Hafnar- firði með innkaupavagninn sinn og beið af stakri þolin- mæði eftir að komast að kass- anum. Eiginmaðurinn var enn í búðinni að leita að uppá- haldskexinu sem virtist upp- selt. Engin skipuleg röð var við kassann, og eftir smá stund rann það upp fyrir konunni að röðin var löngu komin að henni en afgreiðslustúlkan sneri sér alltaf ósjálfrátt að næsta karlmanni og fór að af- greiða hann í stað þess að spyrja hver væri næstur. Konan reyndi að vekja athygli á að hún væri næst en hvorki karl- mennirnir né afgreiðslustúlk- an hirtu um það þar til henni var nóg boðið og kallaði á manninn sinn:, Jón, viltu ekki koma hingað, maður þarf víst að vera karlmaður til að fá af- greiðslu hér!“ strunsaði síðan út og gerði tilraun til að skella veldempaðri hurðinni. Fjölskyldan hætti að versla í þessari búð, sagði hverjum sem heyra vildi hvernig af- greiðslu væri háttað þar um slóðir og nú er kominn kassi með biðraðakerfi í búðina, vonum seinna, og nýjir eig- endur. Fyrri eigendur fóru á hausinn, varla vegna þessa máls þó. Ef konur tækju sig hins vegar saman og þegðu ekki yfir slík- um atvikum gæti verið að verslunareigendur sæu ástæðu til að brýna fyrir starfsfólki sínu að mismuna ekki við- skiptavinum sínum eftir kyn- ferði. Vafalaust er hægt að gera ráð fyrir að hlutur kvenna í viðskipta- vinahópi matvöruverslana í heild sé hið sama, eða 80%. Hugtakið Neyslustjórar heimilanna sem meðal annars hefur heyrst í aug- lýsingum væri þá réttnefni yfir konur. í fyrra velti matvöruversl- unin á landinu öllu um 40 mill- jörðum. Þar með taldar eru fisk- verslanir, aðrar sérverslanir með matvöru og stórmarkaðirnir. Þetta þýðir að á árinu 1989 hafi 32 milljarðar farið úr vösum ís- lenskra kvenna til matvöruversl- ana og stórmarkaða í landinu. Framreiknuð til verðlags þessa árs nemur þessi upphæð tæplega 36,3 milljörðum. Hlutdeild Hagkaups í þessum fjármunum íslenskra kvenna væri um 6,4 milljarðar af 8 milljarða áætlaðri heildarveltu þessa árs. Það gefur auga leið að íslenskar konur gætu sett Hagkaup og hvaða annað fyrirtæki sem er á þessum markaði á hausinn ef þær kærðu sig um. Sigurður Gísli Eálmason, stjórnarformaður Hagkaups, var inntur álits á þess- um tölum. Blaðamanni Veru finnst ekki örgrannt um að þær komi honum verulega á óvart. ,,Konur hafa geysilegt vald. Eg held j?ær geri sér enga grein fyrir hve mikið það er,“ segir Sigurður. „Hefur það áhrif á markaðs- setningu ykkar að 80% viðskipta- Það gefur auga leið að íslenskar konur gœtu sett Hagkaup og hvaöa annað fyrir- tœki sem er á þess- um markaði á haus- inn ef þœr kœrðu sig um. vina eru konur, til dæmis á auglýs- ingar og kynningarmál?” ,,Það er erfitt að segja í fljótu bragði. Hinsvegar tek ég mjög eft- ir því hjá fyrirtækjum eins og IKEA, sem við erum í samstarfi við, hvað stjórnendur þess eru sér meðvitaðir um hverjir hinir raun- verulegu viðskiptavinir eru. Og fyrst ég nefni IKEA langar mig aö segja frá því að nokkuð skýrt kyn- bundið mynstur kemur fram í hegðun viðskiptavinarins í versl- uninni. Eiginkonan kemur oft í miðri viku þegar færri eru í versl- uninni og gefur sér tíma til að skoða. Svo koma hjónin í vikulok og gengið er frá kaupunum. Ein- hverjir myndu túlka þetta nei-

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.