Vera - 01.09.1990, Qupperneq 11

Vera - 01.09.1990, Qupperneq 11
AFSAKIÐ, EN ÁTTU GÓÐAN FJÖLSKYLDUBÍL ... Heimsókn á bílasölu getur ver- ið martröð fyrir venjulega fjöl- skyldu ef hún er svo ólánsöm að lenda á kvartmíludreng við afgreiðslu og reynir að fá hann til að sýna sér traustan fjöl- skyldubíl á viðráðanlegu verði. Ef drengurinn á annað borð virðir húsmóðurina viðlits lekur fyrirlitningin út úr munnvikunum á veslingnum á meðan hann reynir að rifja upp hvort bíllin sé búinn öryggis- beltum aftur í, sé traustur í hálku og sparneytinn. Þessi kvartmílugæi getur reynst bíla- sölunni dýrt spaug, því hann fælir frá ágætis viðskiptavini, sómakærar fjölskyldur sem standa í skilum hvort sem aura- ráðin eru lítil eða mikil. Drengir af þessu tagi gera sér sjaldan grein fyrir að þeir eru að selja húsmóðurinni á heim- ilinu bíl, en ekki unglingspilt- inum sem heimilisfaðirinn eitt sinn var. Það henti fyrir nokkrum ár- um að fjölskylda af höfuð- borgarsvæðinu ætlaði að end- urnýjafjölskyldubflinnogverja til þess upphæð sem samsvar- aði liðlega hálfri milljón króna á verðlagi haustsins 1990. Hús- móðirin á heimilinu ætlaði að nota bílinn mest. Eftirfarandi er samtal hjónanna við kvart- mfludreng á bflasölu: Húsmóðirin: Við erum að leita að bfl ... Afgreiðsludrengurinn: Augna- blik ... (hann snýr sér að leður- klæddum náunga á svipuðu reki og talar við hann í tuttugu mínútur, úr orðaflaumnum má greina orð á stangli: „túrbó GTI, low profil-dekk og tíu sekúndur upp í hundraðið.“ Heimilisfaðirinn er farinn að ókyrrast og síðustu fimm mín- úturnar tekur hann þátt í sam- talinu að því er virðist af þokkalegri kunnáttu en af- greiðsludrengurinn og sá leð- urklæddi láta sér fátt um finn- ast). Húsmóðirin: Afsakið, en áttu góðan fjölskyldubfl, hann má vera svona þriggja, fjögurra ára gamall, en verður að vera með öryggisbeltum aftur í ... Afgreiðsludrengurinn: Ertu búin að gá úti? Húsmóðirin: Við vorum nú að skoða, en mig vantar meiri upplýsingar um þennan til dæmis ... (bendir á gráan Volvo út um gluggann) ... Afgreiðsludrengurinn: (með fyrirlitningu) ... þessi er nú átta ára gamall, en ... (snýr sér aftur að þeim leðurklædda). Hjónin: Bless! (faraút, íaugum heimilisföðurins er svolítill tregi). En tímarnir breytast og þessi bflasala einnig. Sömu hjón komu fyrir skömmu aftur á þessa bflasölu, í þetta sinn beinlínis til að athuga hvaða móttökur þau fengju nú. Hús- móðirin var tilbúin með spurningarnar sem hún fékk ekki svar við um árið, heimilis- faðirinn var reiðubúinn að spyrja um kraft bflsins, dekkin, ökufærni í óbyggðum og bless- að túrbóið. Bflasalinn var á miðjum aldri með annan yngri sér við hlið og nú brá svo við að húsmóðirin fékk svör við öllum sínum spurningum og gott betur og heimilisfaðir- inn líka, en í þeirri röð sem þau spurðu. Vonandi er þetta vís- bending um að a.m.k. einn bflasali geri sér grein fyrir hverjir kaupa bfla. Það eru þú og ég, og ég er að minnsta kosti kona, þótt þú sért kannski karlmaður. Innflutningur á fólksbifreið- um nam 1622,2 milljónum króna á síðastliðnu ári. Þessir bflar eru seldir til venjulegra fjölskyldna, fyrst nýir og síðar notaðir. kvætt og draga þá ályktun að kon- an framkvæmi vinnuna og karl- inn taki ákvörðun. Ég held að svona sé þessu alls ekki háttað. Konan tekur hina raunverulegu ákvörðun að mxnu mati en leyfir karlinum að vera ineð svona fyrir siðasakir.“ ,,Er ímynd Hagkaups þá nógu kvenvinsamleg að þínu mati? Hér á ég hæði við ímynd Hagkaups sem kvennavinnustaðar og fyrir- tækis sem konur skipta við.“ „Fyrirtæki einsog Hagkaup hafa til jafns við önnur þurft að takast á við breytta tíma og ný viðhorf. Ég hef sjálfur reynslu af því að karlar af gamla skólanum í viðskiptalífi hérlendis eru oft með bullandi fordóma gagnvart konum og bitnar það jafnvel frek- ar á konum í stjórnunarstöðum en öðrum. Óánægjuraddir með að konur í ábyrgðarstöðum fari í barneignarfrí heyrast meðal eldri karla en ég hef fullan hug á aö koma svona hugsunarhætti út úr húsi hjá mér. Ég trúi því að hags- munir kynjanna fari saman og að hagsmunir fyrirtækis eins og Hag- kaups fari saman við hagsmuni kvenna. Við erum öll á sama báti.“ Það er ekki aðeiits hvað starfs- mannahald varðar sem Kaupþing sker sig úr í hefðbundnu umhverfi íslenska viðskiptalífsins. Greini- „Konan tekur hina raunverulegu ákvörðun að mínu mati en leyfir karlin- um að vera með svona fyrir siða- sakir.“ legur kvenlegur blær er á mörgum auglýsingum fyrirtækisins. Að höfða til kvenna í auglýsingum um ,,hefðbundnar“ kvennavörur er ekkert nýtt. Að höfða til þeirra í auglýsingum urn verðbréf og fjármál er hinsvegar óvenjulegt. „Þegar til stóð að auglýsa nýja áskrift að einingarbréfum í vor ákváðum við að reyna að höfða meira til kvenna en venjan er,“ segir Dagný Leifsdóttir viðskipta- fræðingur hjá Kaupþingi. „Við létum gera auglýsingar með áber- andi mjúkri línu, litblýantsteikn- ingum af hreiðri og litlum sætum blómum. Við höfum enn ekki tek- ið saman tölur yfir svörunina við auglýsingunum, en fljótt á litið 11

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.