Vera - 01.09.1990, Side 16

Vera - 01.09.1990, Side 16
Þar sem valdið er, eru konur ekki — þar sem konur eru, er vald- iö ekki. Þessar staöhcefingar nýju kvennahreyfingarinnar hafa um nokkurt skeiö veriö notaöar til aö lýsa slcemri stööu og áhrifa- leysi kvenna. Þcer hafa opnað augu margra fyrir (oví, sem T raun er viöblasandi, aö yfirvöld allra samfélaga eru karlkyns. Þcer hafa þvT tvTmcelalaust gert gagn. En þegar lýsingin breytist T nokkurs konar spásögn fer gamaniö aö kárna. Þá geta staö- hcefingar, sem T eina tTö voru vekjandi, snúist upp T andhverfu sTna og orðið til aö draga allan mátt úr konum. GRÍPUM VÖLDIN ÞEGAR ÞAU GEFAST Leggja konur og karlar ólíka merk- ingu í hugtakið völd? Eða eru konur hugsanlega hrœdd- ar við völd og viður- kenna þau ekki þegar þœr hafa þau? Hvert sem svarið er, þá er svo mikið víst að konur sem Vera rœddi við, og sem gegna stöð- um sem almennt gœtu talist valda- stöður, voru þeirrar skoðunar að þœr hefðu ekki eiginleg völd. Ymsir hafa reyndar dregið sann- leiksgildi staðhæfinganna í efa og haldiö því fram að konur hafi völd en þau séu oftar en ekki dul- in og óbein. Allir kannast t.d. við söguna um eiginkonuna sem stjórnar eiginmanninum bakvið tjöldin. Konur sem eru andsnún- ar kvenfrelsi eru gjarnan tals- menn þessarar skoðunar eða eins og ein slík bandarísk orðaði það: ,,Þcið er langt stðan við konur lœrðum að ráðskast með karl- mennina. Það eina sem við þurfum að gera er að nota með- fcecláa hcefileika okkar.“ Þessi afstaða er mjög skiljanleg og þaö má í og með segja að hún sé andsvar margra kvenna við þeirri áherslu sem kvennahreyf- ingin hefur lagt á konur sem kúg- aðan og valdalausan hóp. Bara sjálft hugtakið ,,kúgun“ felur í sér fórnarhlutverk og þegar það er notað til að lýsa stöðu kvenna er öll áherslan á konur sem þol- endur en ekki sem gerendur. Vissulega eru konur fórnarlömb tiltekinna lögmála og aðstæðna en ekki alltaf og alls staðar og á öllum tímum. Auk þess er vert að hafa í huga að líf kvenna er svo samofið allri samfélagsgerðinni að stundum eru þær þolendur og gerendur í senn. Konur taka — nauðugar, viljugar — þátt í því að viðhalda slæmri stöðu og valda- leysi kvenkynsins. Umræða kvenna um völd og valdaleysi hefur stundum ein- kennst af hálfgerðri nauðhyggju og um leið af vanmati á konum. Þannig heyrist það nú æ oftar að þegar konur nái ákveðnum áfanga í valdabaráttu sinni, þá færist völdin úr stað. Til eru þær konur sem halda því fram að nú, þegar konum er farið að fjölga á þjóðþingum, sé valdið að færast frá þessum sömu þingum til fjár- málalífsins og yfirþjóðlegra stofnana. Aðrar, og má í því sam- bandi t.d. nefna Drude Dahlerup sem stjórnað hefur norræna BRYT-verkefninu, leggja hins vegar áherslu á aö lítil völd þjóð- þinga tengist fjölgun kvenna þar ekki á nokkurn hátt. Þær benda á að valdið hafi alltaf verið hjá þeim sem stjórna fjármagninu og aukin samþjöppun valds hjá yfirþjóð- legum stofnunum sé fyrst og fremst þessum aðilum til hags- bóta. Þarna sé því um að ræða þróun í fjármálaheiminum sem tengist konum ekkert sérstaklega. Efnahagsbandalagið sé skilgetið afkvæmi þessarar þróunar. í framhaldi af þessu verður sú spurning líka áleitin hvort karlar hafi hugsanlega látið sem tiltekn- um stöðum fylgdu meiri völd en raun var á? Þegar konur fari að gegna þessum sömu stöðum kom- ist þær svo að því að í raun hafi all- ir litlu keisararnir verið buxna- lausir. Þá má líka spyrja sig þeirrar spurningar hvort konur og karlar leggi ólíka merkingu í hugtakiö ,,völd“l Eða hvort konur séu hugsanlega hræddar við völd og viðurkenni jíau ekki Jiegar Jiær hafa þau? Hvert sem svarið er, þá er svo mikið víst að konur sem VERA ræddi við, og sem gegna stöðum sem almennt gætu talist valdastöður, voru þeirrar skoðun- ar að þær hefðu ekki eiginleg völd. Þessar konur voru: Svan- fríður Jónasdóttir, aðstoðarráð- herra og formaður launanefndar rfkisins, I.ára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASÍ, Berglind Ás- geirsdóttir, ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu, Kristjana Milla Thorsteinsson, stjórnar- kona í Flugleiðum og Kristín Sig- urðardóttir, bankaráðskona í Landsbankanum. Þegar J^essar konur voru að Jtví spurðar hvort staða Jieirra væri valdastaða vildu þær allar skil- greina hugtakið vald áður en Jíær svöruðu spurningunni. Ef um væri að ræða vald sem fæli í sér rétt til að stjórna, ráða yfir og taka ákvarðanir upp á eigin spýtur Jiá hefðu Jíær ekki völd. Ef í valda- hugtakið væri aftur á móti lögð merkingin ,,áhrifavald“ þá mætti segja aö þær hefðu völd. Bæði Lára V. Júlíusdóttir og Svanfríður Jónasdóttir lögðu 16

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.