Vera - 01.09.1990, Page 17
áherslu á að þær væru ekki í stöð-
um þar sem þær gætu tekið mikil-
vægar ákvarðanir upp á sitt ein-
dæmi heldur væru þær hluti af
stærri hópi sem tæki sameiginleg-
ar ákvarðanir. Innan þess hóps
hefði þeirra skoðun sama vægi og
skoðanir annarra og vissulega
gætu þær haft áhrif á niðurstöður
mála og afstöðu manna.
Berglind Ásgeirsdóttir tók í
svipaðan streng. Hún sagði að
starf ráðuneytisstjóra tilheyrði
embættiskerfinu en ekki hinu
pólitíska kerfi og því fylgdu engin
bein völd. „En starfinu fylgja
áhrif og þau aukast í hlutfalli við
þekkingu þess sem starfinu gegn-
ir. Því meiri þekking, þeim mun
meiri áhrif,“ sagði Berglind. í
þekkingunni felst ákveðið vald og
kannski er það einmitt það vald
sem konum hefur gengið best að
tileinka sér.
í bankaráði Landsbankans get-
ur þekkingin komið sér vel þegar
vinna jíarf málurn fylgi. Kristín
Sigurðardóttir er þeirrar skoð-
unar að bankaráðssetu geti fylgt
áhrifavald. „Það er auðvitað
meirihlutinn í bankaráöinu sem
ræður og J^ar vegur mitt atkvæði
jafn þungt og annarra. En öllum
tillögum þarf að vinna meirihluta
og auðvitað getur maður talað
fyrir ákveðnum málum og jafnvel
breytt afstöðu annarra. Það er
hins vegar þannig að flestar mót-
aðar tillögur koma frá banka-
stjórninni en ekki einstökum
bankaráðsmönnum."
Kristjana Milla Thorsteins-
son gerði lítið úr jieim völdum
sem fylgja setu í stjórn Flugleiða.
Hún taldi alla stjórnarmenn sitja
þar við sama borð hvaö valdaleysi
varðaði og það tengdist á engan
hátt sér sérstaklega sem konu.
Eða eins og hún sagði: „Ef við
tökum karlana í stjórninni jrá
fylgir þeirra stöðu ekkert frekar
völd en minni. í raun er búið að
ákveða alla hluti fyrirfram og
stjórnarmenn eru meira einsog
fulltrúar ákveðinna sjónarmiða.
Það má kannski segja að jiessari
stöðu fylgi viss viröing og karlar
sækjast líka eftir henni þó hún feli
ekki í sér bein völd.“ Við þetta er
kanski jíví að bæta að virðingu
fylgir áhrifavald. Virðing opnar
mönnum dyr sent öðrum eru lok-
aðar og gefur þeim aðgang að
þeim sem taka ákvarðanir.
Þó konum finnist stundum
hægt ganga, þá er það engu að
síður staðreynd að konum í
áhrifastöðum hefur fjölgað —
hægt en sígandi. Það hefur ekki
síst gerst fyrir tilstuðlan kvenna-
hreyfingarinnar og réttindabar-
áttu kvenna. Konur fengu réttindi
sín ekki á silfurfati heldur þurftu
þær að berjast fyrir jDeim. Það má
því færa ákveðin rök fyrir því að
við eigunt allar ákveðna skuld að
gjalda. Okkur beri að nýta áhrif
okkar og völd í þágu kvenna. Ég
spurði viðmælendur mína hvaða
skoðun J?ær hefðu á þessu.
Allar voru þær nokkuð á einu
máli um að þeim bæri og þær
reyndu að vinna í þágu kvenna.
Þær voru hins vegar ekki á einu
rnáli unt hvort staða [tcirra gæfi
svigrúm eða tilefni til þess. Berg-
lind sagðist t.d. ekki nýta þau
áhrif sem starfinu fylgdu sérstak-
lega í þágu kvenna. „Starfið er
einfaldlega þess eðlis að það er
ekki hægt að vinna sérstaklega í
þágu ákveðinna hópa. Ráðherra
og Alþingi getur tekið pólitíska
ákvörðun um að gera Jxið en ekki
embættismenn. Þeir verða að taka
mið af heildinni. Ef mál koma t.d.
til úrskurðar hér í ráðuneytinu jrá
er það í mínum verkahring að
gefa um þau umsögn sem byggir á
gildandi lögum og reglugerðum
en ekki huglægu mati. Ég tel mig
engu að síður skoða öll mál einn-
ig með jafnréttissjónarmið að
leiðarljósi. Við höfum kannski
ríkari skyldur til þess en aðrir þar
sem þetta er ráðuneyti jafnréttis-
mála og þau mál eru auðvitað oft
til umfjöllunar hér.“
Kristín sagði að henni findist
hún hafa „verulegar skyldur til að
sjá til þess að ekki verði hallað á
konur. Það væri mjög erfitt fyrir
mig að standa að einhverju í
bankaráðinu sem hefði slæm
áhrif á stöðu kvenna.“ í því sam-
bandi benti hún t.d. á að samein-
ing banka og hagræðing í banka-
kerfinu snerti mjög stöðu
kvenna. „Ég hlýt að hugsa um
hag kvenna í því sambandi því
yfirleitt finnst mér vera nógu
mikið framboð á körlum sem
muna eftir öðrum körlum við
slíkar aöstæöur."
Bæði Lára og Svanfríður eru í
stöðum þar sem launakjör fólks
— þar á meðal kvenna — eru til
sífelldrar umfjöllunar. Þær eru
hins vegar staddar sitt hvoru meg-
in við borðið, Lára hjá verkalýðs-
hreyfingunni en Svanfríður hjá
stærsta atvinnurekandanum —
ríkinu. Báðar töldu þær sig vinna
að því að bæta kjör og stöðu
kvenna, hvor á sínum stað.
Lára sagðist reyna að vera konum
í verkalýðshreyfingunni til þeirr-
ar aðstoðar sem hún gæti og
styðja sjónarmið jicirra á fundum
í framkvæmdstjórn og miðstjórn
ASÍ. „Þó það sé kannski erfitt að
dæma um það sjálfur jiá held ég
að þeim finnist mjög gott aö geta
leitað til annarrar konu eftir fag-
legri aðstoö í þeim málum sem
jtær eru að vinna að. Mér finnst
skipta verulegu rnáli að styðja við
bakið á konum í verkalýðshreyf-
ingunni jtví oft á tíðum skortir
mikið upp á sjálfstraustiö hjá
þeim. Þær ná heldur ekki sömu
Berglind Ásgeirsdóttir:
„Því meiri þekking, þeim
mun meiri áhrif.“
Lára V. Júlíusdóttir:
„Konur eru ekki eins
bundnar af alls kyns form-
legheitum."
Kristjana Milla Thorsteins-
son: „i raun er búiö að
ákveða alla hluti fyrir-
fram."