Vera - 01.09.1990, Page 23

Vera - 01.09.1990, Page 23
Réttarholtssysturnar 1943. Neðri röð frá vinstri: Erla Eyrún, Björg Aðalheiður, Lilja Ragnhildur í fangi pabba, Ólöf Svandís, Magnfríður Dís, Rafnhildur Björk í fangi mömmu, Stefanía Salóme, Inga Ásta. Efri röð frá vinstri: Unnur Kristjana, Svava Guðrún, Magga Alda, Jóna Kristjana, Auður Halldóra, Lára Brynhildur, Rannveig Ingveldur. Kaffidrykkja í hrauninu á Vífilsstöðum. Eftir höggninguna. Brúðkaupsmyndin 10. maí 1941, mjög fáguð og „redúser- uð" að þeirra tíma hætti. Við vissum ekkert hvað beið okkar. í hæsta lagi í bíó, það kostaöi krónu og fimmtíu í almenn sæti. F.n ég fór aldrei neitt. Eg kynntist manninum mínum Guðmundi Lóve í Kennaraskólan- um, hann var bekk á undan mér. Uppúr áramótunum fórum við að vera saman. Við vorunt saman í söngkórnum og í ýmissi starfsemi innan skólans. Við fórum saman á dansæfingar og svo fórum við að verða samferða heim og heiman og þetta bara varð svona. Ég fór aldrei á dansæfingar í öðrum skólum, bara í mínum skóla. Kennaraskólinn var minn skóli og félagslífið þar var mitt líf. Svo lauk ég við fyrsta og annan bekk en þá var ég oröin ófrísk. Við gift- um okkur, af því að það þótti alveg sjáifsagt að gifta sig ef mað- ur ætlaöi sér á annað borð að halda þessu áfrarn. Við fengum litla íbúð í Sogamýri og vorum daglegir gestir heima í Réttarholti sem var stutt frá. Guðmundur var búinn að ljúka kennaraprófinu og fékk vinnu hjá Bretanum en um haustið fór hann að kenna. Ég fór náttúrlega ekki í skólann, af því að það var ,,ókurteisi“ að fara ólétt í skóla, svo ég átti einn bekk eftir. En ég vissi alltaf að ég myndi ljúka náminu þegar þetta ástand væri liðið hjá. Um jólin veiktust allar systur mínar nema tvær. Eng- inn vissi hvað var að þeim en það voru settar berklaprufur á þær til að athuga hvort um berklasmitun gæti verið að ræða. Þær svöruðu allar en þær höföu aldrei svarað áður, nema þessar tvær sem voru á fótum. Næst þegar við hjónin komum í heimsókn og spurðum frétta þá sagði mamma að þetta væri berklasmit og það yrði að finna smitberann. Maöurinn minn stóð upp, alveg náfölur og sagði: Já en Sigrún, það er ekki um nema einn aö ræða, það hlýt- ur að vera ég. Nei sagði ég, það getur ekki verið Guömundur, þú ert nýbúinn að vera í skoðun og fékkst leyfi til að kenna. Það getur ekki veriö þú. Guömundur hafði veikst af berklum þegar hann flutti til Reykjavíkur en fengið bata og óttaðist nú að berklarnir væru að taka sig upp aftur. Hann fór í skoðun og hann reyndist hafa berkla í öðru lunganu og bólgur í hinu. Læknarnir höfðu ekki séð það í fyrri skoðuninni. Við vorum þarna, liföum þessu lífi eins vel og við gótum og nutum þess sem not- ið varð, en það var alltaf í bakþankan- um að við vorum á leiðinni í gegnum glerið. Hann var búinn að kenna í rúma tvo mánuði og var hræddur um að hafa smitað nemendur sína en svo var ekki. Hinsvegar voru börn í húsinu sem við bjuggum í og litla barnið sem hljóp alltaf upp í fang- ið á honum þegar hann kom heirn veiktist ofsalega, en það lifði, það lifðu allir. Guðmundur var sendur beint á Vífilstaöi um leið og ég fór til að eiga barnið. Það var allt tek- ið úr litlu íbúðinni okkar og ég flutti heim til mömmu og pabba aftur. Guðmundur fékk ekki að sjá barnið. Hann fékk ekki að koma á spítalann, hann var bara lokaður inni á hælinu. Dóttir mín fæddist níunda janúar og við Guömundur töluðum saman í síma á hverjum degi. Svo leið tím- inn og ég var orðin leið á því að fá ekki að sjá hann. Ég fór niður í Líkn í byrjun febrúar og sagði við lækninn að mig langi svo mikið til að heimsækja hann Guðmund upp á hæli. Já af hverju gerir þú það ekki, segir hann. Ég vildi bara láta skoða mig fyrst, ég er með barn á brjósti og ég vil láta setja prufu á mig og athuga hvort ég hafi tekið bakteríuna. Því ef ég hef ekki tekið hana þá fer ég ekki 23

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.