Vera - 01.09.1990, Qupperneq 25

Vera - 01.09.1990, Qupperneq 25
mikil húsnæðisvandræði í Reykja- vík og við bjuggum í 2—3 ár hjá bróður Guðmundar. Guðmundur fór aldrei að kenna aftur, en vann alla tíð fyrir SÍBS og varð fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalags- ins ])egar það var stofnað 1961 til æviloka 1978. En hann dó aðeins 59 ára gamall, langt um aldur fram. Ég eignaðist seinna barnið, dreng, árið 1948. Læknirinn og ljósmóðirin voru ekkert spennt fyrir því að ég sem hafði verið berklaveik gengi með barn. Þau voru eitthvað hrædd, en ég var ekkert hrædd. Ég fékk að vísu fóstureitrun og varð mikið veik, en það var af allt öðrum ástæðum, sumar konur fá fóstureitrun aðrar ekki. Þetta gekk allt vel og Guð- mundur varð mjög glaður að eignast son. Nú áttum við óska- börnin. Guðmundur var alltaf að veikjast aftur og aftur og þurfti oft að fara inná hælið. Síðast voru berklarnir komnir í nýrun en þá voru lyfin komin og það bjargaði lífi hans. Meðan hann var á hæl- inu sat ég ein heima með börnin, engar tryggingar, engir sjúkradag- peningar og ekki neitt. Guð- mundur var óskaplega duglegur að vinna. Hann vann alltaf í rúm- inu. Ég var heimavinnandi hús- móðir og saumaði líka svolítið fyriraðra. Hann þýddi bækur, svo hnýtti hann dúka og seldi, hann aflaði því fjár í rúminu. Ég sá samt að þetta gekk ekki, ég hafði ekk- ert öryggi, ég varð að fá mér starfsréttindi. Ég fór því aftur í Kennaraskólann og lauk kennara- prófinu á tveimur árum. Ég hugs- aði aldrei út íþað að það væri eitt- hvað sérstakt að koma aftur í skóla eftir tíu ár, gift kona með tvö börn. Ég bara fór. Ég var ákveðin í þessu. Guðmundur tók þetta svolítið nærri sér, honum fannst sárt að ég þyrfti að afla mér réttinda til starfs, af því að hann var fyrirvinnan. Fólk leit þetta ekki sömu augum í þá daga, kon- an var heima og maðurinn vann úti. Honum fannst niðurlægjandi og lagði blátt bann við að þiggja af hinu opinbera og sá því að þetta var eina leiðin fyrir okkur. Eg kenndi fyrst í Landakoti í tvö ár en fékk þá stöðu í Melaskóla þar sem ég var næstu 28 árin. Það var ekki hlaupið að því að fá þá stöðu. Ég sótti um, en varð að fá „réttan meirihluta“ í fræðsluráði þar sem sátu fimm pólitískt kjörnir fulltrúar. Ég vissi ekkert hvernig pólitík var en kynntist því nú. Ég talaði við „rétta menn“ af því að ég varö að fá þessa stöðu. Mér líkaði vel í Melaskóla og vann þar mjög sjálfstætt. Ég stofnaði lesver og fór alveg út í sérkennsl- una. Börnin breyttust mikið þessi ár, sérstaklega síðustu árin. Óþreyja, óróleiki, meiri hávaði, skortur á einbeitingu. Börn búa við svo mikið öryggisleysi eftir að foreldrar fóru báðir að vinna úti í jafn ríkum mæli og nú án þess að möguleikar á góðri dagvistun séu fyrir hendi. Konur vinna úti, margar af nauðsyn en líka vegna þess að þær vilja njóta menntunar sinnar og starfsgetu. Og þá á að leyfa þeim að gera það við góð skilyrði. Þjóðfélagið þiggur vinnu kvenna og skatta og verður því líka aö láta í té það sem þarf að koma á móti, þ.e. dagvistun sem allir geta unað við, börnin, for- eldrarnir, fóstrurnar og samfélag- ið. Sjálf varð ég að hafa drenginn minn með mér við kennslu í byrj- un, dóttirin var eldri og byrjuð í skóla og bjargaði sér sjálf. Seinna fékk ég stúlku hálfan daginn. Hún bjó hjá okkur, fékk fæði og hús- næði, var í einhverju námi hálfan daginn og passaði svo drenginn á meðan ég vann úti. Þegar ég minnkaði við mig kennslu fór ég í Háskólann. Ég tók m.a. námskeið x kvennabók- menntum hjá Helgu Kress. Ég vildi sannprófa hver hlutur ís- lenskra kvenna hefði verið í skap- andi bókmenntum. Ég þorði ekki að viöurkenna það þegar ég var yngri, hvorki fyrir sjálfri mér né öðrum, að ég vildi verða rithöf- undur. Ég þorði ekki að vinna að því og fannst aðrir búnir að skrifa svo vel um allt. Þörfin var ekki eins knýjandi og skilyrðislaus og hjá Unni systur minni sem varð aö skrifa og geröi það. En ég eyddi hugmyndaflugi rnínu og kröftum í stafrófskver fyrir börn. En ég hefði viljað skiúfa. Mér fannst ég hafa margt og mikið að segja en það er ekki hægt að gera hvort- tveggja, ég gat ekki gert hvort- tveggja. Það tekur óskaplega mikla orku, einbeitingu og hugar- flug að búa til texta sem hæfir börnum í þeim ákveðna tilgangi að gera þau læs á málið sitt og bókmenntirnar. Ég hef skrifað lif- Þegar œttmóðlrln varö sjötug, 29. júní 1990, meö tveimur börnum Sigrúnar og þeirra börnum. Ég ó 6 barna- börn og 4 barnabarna- börn. andis feikn, ég á fullt af smásög- um og litlum ljóðum en þetta er allt í skúffu af því að það er heldur aldrei nógu gott. Aldrei. Stundum þegar ég lít yfir þetta er ég alveg hissa á því sem ég hef skrifað. Hef ég skrifað þetta, þetta er bara nokkuð góð frásögn. En stundum verð ég líka alveg hissa á því hvað mér hefur dottið í hug að skrifa! Við Unnur skrifuðumst alltaf á og vorum mjög háflevgar. Þorsteinn föðurbróðir minn sagði einu sinni við mig: Ég les bréfin á milli ykkar systranna og þú ert mikið efni og átt að iðka það. Mér finnst systir þín verða fyrir áhrifum frá þér, þú ert stjórnandinn. Ég þorði ekki aö trúa þessu. Mörgum árum seinna skildi ég líka að Þorsteinn var svo mikið af gamla skólanum að þó ég væri ágætis efni, eins og hann orðaði það, þá var það vegna þess að ég fylgdi gömlu góðu bókmenntahefðinni eins og honum líkaði best. En það gerði Unnur ekki, hún braut hefðina. Augu mín opnuðust ekki fyrr en Helga Kress útskýrði fyrir okkur bókmenntahefðina. Karlar mót- uðu hefðina af því að þeir voru af- kastameiri í ritstörfum, af góðum og gildum ástæðum. Þegar konur fóru að skrifa gerðu þær það í sama anda og með sarna hætti og karlar. Fyrst hugsaði ég með mér: Þvílíkt bull, alltaf skrifa ég eins og mig langar til, eins og mér býr í 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.