Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 34

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 34
HÉÐAIV OG ÞAÐAINÍ RAÐSTEFNUR HÉR OG ÞAR Við lifum á öld ráðstefna. Eng- inn félagsskapur og engin stofnun er svo aum að hún gangist ekki fyrir fleiri eða færri ráðstefnum og þetta virð- ist vera alþjóðlegur faraldur. Ekkert land er svo aumt að það bjóði ekki til ráðstefna. Við íslendingar erum að ná okkur þó nokkuð á strik á þessum vettvangi þó að við séum ekki komin í alþjóðaklassann enn þá, en það hillir jió undir fyrstu alþjóðaráðstefnuna. Ráðstefnunum fylgir að boð eru send út um heiminn og berst minnst af þeim hingað norður í Ballarhaf en samt slæðist eitt og annað hingað svo að sumum þykir jafnvel nóg um. Til mín hafa slæðst nokkur boð um ráðstefnur í kvenna- fræðum með tilmælum um að þeim verði komið á framfæri og verður það gert hér í von um að það verði einhverjum til gagns og fróðleiks. Lesendur eru beðnir velvirðingar á að nöfn aðstandenda og yfirskrift ráðstefnanna eru ekki þýdd til þess að ekki komi til misskiln- ingur. Nordisk forskerkonference: Nye perspektiver pá forskningen om kvinde- bevægelserne, haldin 28. okt.—1. nóv. n.k. ÍSostrupSlot við Grená á Jótlandi á vegum Kvindebevægelsesprojektet, Cekvina & institut for Stats- kundskab, Aarhus Universitet, Statsbiblioteket, Árhus. NAVF. Sekretariat for kvinne- forskning og Senter for kvinneforskning, Universitetet i Oslo gengst fyrir norrænni ráðstefnu um Kvinner, miljo og utvikling í Osló 12.—14. nóv. n.k. Ráðstefnan er eink- um ætluð konum í raunvísind- um og tæknigreinum. Meðal ræðumanna eru nokkrar heimsþekktar konur á sviði vísindaheimsspeki, stjórn- málahagfræði og tækni. Vinnu- hópar munu fást við eftirfar- andi þrjú viðfangsefni: (1) erfða- og frjóvgunartækni, (2) konur og orka, (3) konur, fæðuframleiðsla og fæðufram- boð. European Network for Women’s Studies mun gangast fyrir málþingi um kvenna- rannsóknir í Austur og Vestur Evrópu 22.-28. nóv. n.k. íHollandi. NAVF. Sekretariatet for kvinne- forskning býður til norræns málþings um Medisinsk kvinneforskning. Grense- sprengende vitenskap- steoretiske utfordringer? 7.—9- febr. 1991 í ráðstefnu- miðstöðinni Lysebu, Voksen- kollen, Oslo. imars, 4.—8. 1990verðurmál- þing um efnið Alcohol, family and significant others í Helsinki í Finnlandi. Kvennarannsóknarhópur alþjóðalandfræöisambandsins og kvennarannsóknamiðstöð- in við háskólann í Waterloo í Ontario bjóða til alþjóðlegrar ráðstefnu um Gender and economic restructuring í Waterloo 5-—10. maí 1991- Fjórða alþjóðaráðstefnan um Women — work — com- puterization verður haldin á vegum International Federa- tion for Information Process- ing í Tampere Hall Tampere, Finnlandi 30. júní—2. júlí 1991. Loks eru danskar kvennarann- sóknamiðstöðvar að undirbúa mikla og áhugaverða ráðstefnu í Álaborg 18.—22. ágúst 1991 um Women in a Changing Europe. Gert er ráð fyrir 200 þátttakendum frá öllum lönd- um Evrópu. Meiri eða minni upplýsingar liggja fyrir um allar þessar ráð- stefnur. Þær sem hafa áhuga geta skrifað eða hringt. Betra er að gera það fyrr en siöar því að umsóknarfrestur er oft langur. Guðrún Ólafsdóttir, dósent Jarðfræðahús Háskóli íslands 101 Reykjavík. Sími: 69 44 84. MANNFRÆÐI- RÁÐSTEFNA Annað hvert ár er haldin ráð- stefna mannfræðinga á norð- urlöndum. í ár, dagana 9.—11. júní var hún haldin í Reykjavík og sóttu hana um 100 ráð- stefnugestir. Kvennamannfræði skipaði nokkurn sess á þessari ráð- stefnu. Rayana Rapp, mótandi fræðikona í greininni í Banda- ríkjunum og víðar, var sérstak- lega boðið til ráðstefnunnar og ræddi hún í fyrirlestri sínum m.a. um stöðu kvennamann- fræði í dag. Sérstakur vinnuhópur tók kvennamannfræði fyrir þó svo að hún kæmi einnig til um- ræðu í öðrum hópum. Ninna Nyberg Sörensen frá Dan- mörku ræddi um innflytjendur frá Dóminíska Lýðveldinu til New York borgar. Hún talaði sérstaklega um hlut kvenna í þessum flutningum og um þátt þeirra í að móta síbreytilega menningu á nýjum stað. Fyrirlestur Hanne Heen frá Noregi var um fjölskyldur þar sem eiginmennirnir vinna á olíuborpöllum. Hanne hefur sérstaklega rannsakað áhrif langrar fjarveru þeirra við vinnu, með löngum fríum heima á milli, á fjölskyldulíf og samskipti kynjanna. Unnur Dís Skaptadóttir, sem vinnur að doktorsritgerð við CUNY háskólann í New York, fjallaði um stöðu kvenna í íslenskum sjávarþorpum. Hún talaði um viðhorf til kvenna í sjávarútvegi annars vegar og framlag þeirra hins vegar og benti á þá mótsögn sem þarna er. Sá fyrirlestur sem mesta athygli vakti í þessum vinnu- hópi var fyrirlestur Aud Talle frá Svíþjóð um umskurð kvenna í Sómalíu. Athygli vakti að í rannsókn sinni fann Aud nánast enga andstöðu meðal kvenna við þessa hefð. Sem dæmi um kvennamann- fræði umfjöllun í öðrum vinnuhópum má nefna fyrir- lestur Jóns Hauks Ingimundar- sonar sem stundar doktors- nám í Arizona. Jón Haukur segir huldufólkssögur vera 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.