Vera - 01.09.1990, Síða 39

Vera - 01.09.1990, Síða 39
ELDHESTUR A IS Höfundur: Elísabet Jökuls- dóttir Leikstjóri: Sigríður Margrét Guömundsdóttir Leikarar: Bryndís Petra Bragadóttir Erla Ruth Harðardóttir Vilborg Halldórsdóttir Leikmynd, búningar og lýsing: Elísabet Ó. Ronalds- dóttir Tónlist: Helgi Björnsson Það cr ánægjulegt og spennandi þegar ný íslensk leikverk koma fram, ekki síst þegar verk eftir konu er sett á fjalirnar en það verður að teljast sjaldgæft. Elísa- bet Jökulsdóttir hefur ekki skrifað leikrit áður en birt eftir sig nokkur ljóð í blöðum og tímarit- unt undanfarin ár og í fyrra gaf hún út athyglisverða ljóðabók. í ljóðum Elísabetar hefur komið greinilega frarn myndntál sem er mjög algengt í skáldskap kvenna, myndir eins og til dæntis innilok- un og frelsisþrá eða andstæður hins mjúka og harða; kvenlegar tilfinningar og reynsla. Leikritið Eldhestur á ís hefur verið kynnt sem kvennaverk, sam- ið af konu, flutt af konum, um konur og veruleika þeirra. Löng- um hefur verið talað um að konur fái ekki jöfn tækifæri á við karla í leikhúsi og í kynningu á Eldhesti á ís kemur fram að svona kvenna- uppfærsla sé tilraun til að bæta þar úr. Þetta er auðvitað mjög jákvætt og auk þess er ánægjulegt og hvetj- andi að Borgarleikhúsið skuli lána hópnum Litla sviðið. Því miður er það svo að Eldhest- ur á fs stendur ekki undir þeirri kynningu á verkinu sem sagt er frá hér að ofan. Aðalpersónurnar eru tvær konur sem kallast Hún og Hin. Þær eru staddar í einu her- bergi eða vistarveru í kastala og þar er einnig þriðja persónan, Glerbúinn, sem hinar tvær sjá ekki né heyra en er alltaf nálægur og leggur orð í belg í öllum sant- ræðunt kvennanna. Þessar sam- ræður sem eiga að bera leikritið uppi, eru stanslausar rökræður um ástina, fegurðina og ólgandi tilfinningar. Þó að samtölin séu ákaflega ómarkviss, koma þau nokkurn veginn ti! skila þeirri megin hugmynd verksins að tefla saman ólíkum og andstæðum þáttum í fólki. Hún er sú tilfinn- ingaríka og órólega og sýnir hið mjúka og ljósa. Hin er köld og lokuð, fulltrúi hins harða og dökka. Hugsanlega er einnig verið að sýna þessar tvær persónur sem tvær hliöar á sömu konunni. Þó að hugmyndin sé góö nægir það engan veginn til þess að bera uppi leikritið þegar dramatíkina vantar. Það er engin spenna í verk- inu, engin sannfærandi bygging. í stað þess að nota leikritsformið til að sýna, er allt sagt og það oft en þó er sjaldan ljóst hvað er að ger- ast, samtölin eru ómarkviss og orðaleikir langsóttir. Leikritið er allt mjög ljóðrænt og sjálfhverft og hver setning virðist eiga að geyma táknræna merkingu sem ýmist fer fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum eða er of augljós til þess að það þurfi að segja hana. Brot úr einræðunni í byrjun sýnir fyrrnefnda atriðið: Svo þreytt en hvílist í drautn um endurboldgaða hugsjón Horfi í himininn uns dimmir Verð ég stjörnubjartur alheimur Ein stjarna ligg í grasinu uns birtir Verð ég djúpur brunnur Er geð- veikin formlaus flakkið um hugs- anir mínar og tilfinningar (Leik- skrá bls. 10) Hið ofur augljósa kemur einna best fram í eftirfarandi samræð- um: Hin: Ég held að raunveruleikinn sé draumur. Hún: Draumur? Hin: Við erum hrædd við raun- veruleikann. Hún: Hrœdd við raunveruleik- ann. Við elskum raunveruleik- ann. Hin: Hrædd við að horfa í augun á okkur. (bls. 20) Auk þess dettur þráðurinn alger- lega niöur á köflum, til dæmis þegar konurnar setjast niður sam- an og skoða stjörnurnar. Hér er ég ekki að biðja um hefð- bundið leikrit með upphafi, miðju, endi; spennu, hápunkti og lausn. Eldhestur á ís á greinilega að vera í stíl framúrstefnuleikhúss- ins þar sem hrist er upp í efni og formi en slíkt krefst hnitmiðunar, engu síður en hið hefðbundna leikhús, til þess að ná þeim til- gangi sínum að ýta við áhorfend- um og fá þá til þess að skoða til- veruna frá óvæntu sjónarhorni. Ekki síst þarf framúrstefnuverk að vera frumlegt en því miður er ekki hægt að segja slíkt um þetta verk. Hér er ekkert nýtt. Auk þess sem byggingin er léleg, vantar heildstæða persónusköpun í leikritið. Konurnar tvær eru ein- ungis svarthvítar myndir af þeim mjúku og hörðu andstæðum sem ég nefndi áður. Þar að auki er mik- ið misræmi í því að þær þroskuðu konur sem við sjáum á sviðinu nota óþroskað málfar unglinga. Við þetta bætist að umræðuefnið er oft í þeim stíl sem fólki á mörk- um bernsku og fullorðinsára finnst sniðugt og ögrandi en verð- ur hreinlega hallærislegt í munni fullorðinna. Konurnar tala um að gefa sálfræðingnum í pípu, hafa samfarir á túr og fleira í þá áttina. Einnig gengur í gegnum verkið hin eilífa spurning unglingsins: „Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?" Það hlýtur að vera erfitt fyrir leikara og leikstjóra að þurfa að búa til líf úr dauðu handriti. Stundum er hægt að bjarga málun- um með góöri samvinnu þannig að áhorfendur hafi einhverja ánægju af sýningunni. Hér hefur það aðeins tekist að takmörkuðu leyti. Bryndís Petra Bragadótt- ir sem leikurHina, þá hörðu, sýn- ir nokkrum sinnum vel þá kvöi sem býr undir köldu yfirborði konu sem afneitar eigin tilfinning- unt. Þó er leikur hennar of einhæf- ur í heildina. Leikurinn hjá Vil- borgu Halldórsdóttur í hlut- verki Hennar er yfirgengilegur mest allan tíntann og tilfinninga- upphlaupin alltaf eins. Áhorfend- ur verða þreyttir á henni og per- sónan er þar af leiðandi ennþá meira ósannfærandi en handritið gefur til kynna. Glerbúinn er ákaflega óljós í verkinu, það er ekki gott að sjá tengslin milli hans og aðalpersónanna. Hann mælir setningar sem eru ættaðar úr fár- ánleikanum og eru fyndnar á köfl- um en sú ánægja er eingöngu að þakka leik Erlu Ruthar Harðar- dóttur sem er ágæt gamanleik- kona. Leikritið býður ekki upp á fjöl- breytta leikstjórn frentur en leik. Til dæmis er sífellt verið að endur- taka atriði sem eiga að vera tákn- ræn fyrir persónurnar en verða smátt og smátt alveg marklaus. Ég á við atriðin þegar þær raða tafl- mönnunum, þegar Bryndís vinn- ur meö leirinn og þegar Vilborg skiptir um föt. Skýrasta dæmið er þó upphaf sýningarinnar þar sem innkoma leikaranna er alveg á skjön við allt annað. Sviðsmvnd og búningar eru frekar hlutlausir þættir í sýning- unni nema hvað varðar táknrænu hliðina og þá vandast málið. Eins og ég nefndi áður eru ákveðin atriði ofnotuð og hætta þá að vera táknræn. Sama máli gegnir um hlutina sem tengjast þeim, til dæmis taflmenn, leir, rúm, fatnað- ur og hnattlíkanið. Sunit annað í sviðsntyndinni sem á augljóslega að vera tengt merkingu verksins er mjög óljóst, sérstaklega vistarvera og búningur Glerbúans. Tónlistin var auglýst upp sem stór hluti sýningarinnar, flutt af hljómsveitinni Síðan skein sól. Það eru vonbrigði að heyra svo að- eins örlítið brot úr lagi. Leikskráin hefur meöal annars að geyma handritið að leikritinu. Þar kernur í ljós að svo til engin fyrirmæli höfundar fylgja orðræð- unni sem hlýtur að vera mjög óþægilegt þegar textinn er svo lít- ið unninn. Þar sem ieikskráin ber með sér að mikið sé í hana lagt er hrapallegt hvað það er rnikiö af villum í henni. Kvennauppfærslan Eldhestur á fs er sýning sem vantar alla úr- vinnslu og endurskoðun og sýnir að það er ekki hægt að setja bara hugmynd á pappír og ætla svo að flytja sem leikrit. Vonandi tekst betur næst að nýta þá hæfileika sem búa í aðstandendum sýning- arinnar. Hrund Ólafsdóttir 39

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.