Vera - 01.08.1992, Síða 2

Vera - 01.08.1992, Síða 2
VERA TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI P I P A RMEYJAR Á FERÐ OG F MARY HENRIETTA KINGSLEY (1862-1900) L U G I Viktoríutíminn í Englandi er líklega þekkt- astur fyrir íhaldssemi og aðhald i öllu sem snerti kynlíf. Viktoria drottning var aðeins 18 ára þegar hún kom til valda árið 1837 og rikti nær alla 19. öld. Á þeim tíma var mjög ákveðin kvenímynd ríkjandi, konur áttu að giftast, búa manni sínum gott heimili og eignast mörg börn. Konur þóttu veikbyggðar og við- kvæmar á sál og líkama. Blæð- ingar voru taldar draga úr þeim mátt og gera þær óskýrar í hugsun. Uppeldi stúlkna miðaði að því að gera þær að góðum húsmæðrum og mæðrum. Það voru íleiri konur en karlar í Eng- landi alla öldina og einn fjórði allra kvenna dæmdist því úr leik á hjónabandsmarkaðnum. Konur sem giftust ekki voru í hreinustu vandræðum með líf sitt, einkum þær sem komu úr millistétt. Þær máttu ekki vinna hvað sem var. Mörg heimili voru stútfull af ógiftum systrum og frænkum. Þær gátu varla látið sjá sig utandyra án fylgdar karlmanns, a.m.k. ekki á kvöldin, þá voru aðeins gleðikonur einar á ferð. Hlutskipti piparmeyja var því ekki öfundsvert. Þeim fannst þær oft öllum til ama og óþurftar og sú skoðun var rikjandi að þær mættu þakka fyrir að geta gert eitthvað íyrir einhvern, farið í sendiferðir, kennt börnum, verið selskapsdama húsmóðurinnar eða hjúkrað öldruðum foreldrum sínum. Þegar líða tók á öldina urðu til ný störf fýrir ógiftar konur og lögð var áhersla á betri menntun millistéttarkvenna. Pipar- meyjar gátu nú valið um að verða kennslukonur, afgreiða í verslunum, hjúkrunarkonur eða skrif- stofumeyjar. En hjónabandið var enn talið vænlegasti kostur hverrar konu, þó að kvennaskólarnir boðuðu að betra væri að vera ógift en illa gift. Margar piparmeyjar lögðust i ferðalög til fjarlægra landa eftir dauða foreldra sinna. Þá var hlutverki þeirra í jarðnesku lífi lokið og fátt sem beið þeirra. Sumar fengu ferðalöngunina í arf frá feðrum sínum sem voru áhugamenn um mannfræði, fornleifafræði eða náttúrufræði og vildu ljúka verkefnum sem feð- urnir höfðu dáið frá. Aðrar fóru af hreinni ævin- týraþrá um leið og þær höfðu tima og fé til fararinnar. Ein af þekktari ferðakonum 19. aldar er Mary Henrietta Kingsley sem fæddist árið 1862 í Englandi og dó í Suður-Afriku aldamótaárið 1900. Faðir hennar var líffræðingur og hún lærði m.a. grisku til að geta unnið með honum að fræðunum. Ferðabók hennar kom út 1897 og hún eyðir mikilli prentsvertu í að afsaka verkið og tilveru sína yfirleitt. Þar segir að árið 1893 hafi hún í fyrsta sinn á lifsleiðinni staðið frammi íýrir því að hafa ekkert að gera næsta hálfa árið. Mary tók því fram landabréfabók og ákvað að leggja land undir fót og halda starfi þeirra feðgina áfram. Hita- beltið varð fyrir valinu, en Malasía var of langt í burtu og Suður-Ameríka of hættuleg. I-Iún fór því með vöruílutninga- skipi til Vestur-Afríku. i Afríku skipti kyn hennar minna máli en litarháttur og hún naut þess að ferðast sem hvitur maður. Mary vakti alls staðar athygli enda var hún klædd eins og hún væri á göngu um stræti Lundúna- borgar en ekki i frumskógum Afríku. Haft er eftir henni að annað hafi ekki verið viðeigandi. Maiy lenti í mörgum ævintýrum og bók hennar er full af lýsingum á því þegar hún hitti innfædda eða komst í tæri við hættuleg dýr svo litlu munaði að hún týndi lífinu. Einu sinni frelsaði hún t.d. hlébarða úr gildru áhorfendum til mikillar skelfingar. Mary laerði að róa eintrjáningi og heimsótti staði sem enginn hvítur maður hafði komið á áður. Hún vildi sjá hvernig innfæddir, sem höfðu hvorki komist í kast við trúboða né verslunarmenn, lifðu. Þegar innfæddir spurðu af hverju eiginmaður hennar væri ekki með í för, benti hún þangað sem hún vildi fara og sagði „hann fór í þessa átt“. Þar með fékk hún hjálpsama fylgdarmenn. Mary bar mikla virðingu fyrir Afríkumönnum og lífsstil þeirra. Kynni hennar af réttindum afrískra kvenna gaf henni tilefni fjölda háðulegra athuga- semda um líf breskra kvenna. Þó hún væri fylgjandi nýlendustefnu föðurlands síns var hún gagnrýnin á framkomu breskra stjórnvalda, t.d. hvað varðaði skattheimtu af innfæddum til að íjármagna vegagerð og lagningu járnbrauta í nýlendunum. Mary Kingsley var allra manna fróðust um land og siði í Vestur-Afríku. Hún hélt fjölda fyrirlestra í heimalandi sínu og stjórnvöld leituðu oft ráða hjá henni á bak við tjöldin. Á ferðum sínum safnaði hún fjölda skordýra og plantna og hélt þannig áfram starfi föður síns. Breska stjórnin sendi hana til Suður- Afríku í Búastriðinu. Þar vann hún á spítala en smit- aðist af taugaveiki sem dró hana til dauða. Líkinu var varpað í sjóinn að ósk hinnar látnu. RV 4/1992— 11. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Sími 22188 Útgefandi: Samtök um Kvennalista Forsíða: Áslaug Jónsdóttir Ritnefnd: Anna Ólafsdóttir Björnsson Drífa Hrönn Kristjánsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Sólrún Gisladóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Kristín Karlsdóttir Laura Valentino Nína Helgadóttir Starfskonur Veru: Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Þórunn Bjarnadóttir Útlit: Harpa Björnsdóttir Ljósmyndir: Þórdís Ágústsdóttir Anna Fjóla Gísladóttir Myndir úr Félagsstarffi aldraöra voru fengnar að láni hjá Halldóru Guðmundsdóttur Auglýsingar: Áslaug Nielsen Ábyrgð: Ragnhildur Vigfúsdóttir Setning og tölvuumbrot: Edda Harðardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjáls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.